Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlanir kynntar á fundi Ferðamálastofu

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Í dag var DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland birt í fyrsta sinn opinberlega. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri, fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.

Okkar áfangastaður - DMP stöðuskýrsla komin út

Í dag kom út stöðuskýrsla vegna DMP-verkefnisins sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetrinu á Hvammstanga og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan og hverjar áherslur þess verða.

Áfangastaðaáætlun DMP á Norðurlandi - Staða mála

Nú er vinna við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Norðurlandi í fullum gangi. Undanfarnir mánuðir hafa farið í undirbúning og skipulagningu á verkefninu. Auk þess hefur verið lögð áhersla á að hitta lykilhagsmunaaðila í verkefninu á öllu svæðinu, þar sem meðal annars allir sveitarstjórar voru heimsótti
Björn H. Reynisson

Björn H. Reynisson ráðinn í starf verkefnisstjóra DMP

Ráðningarferli vegna verkefnisstjóra DMP er nú lokið og munum við hefja verkefnið af fullum krafti á næstu vikum.
Frá undirskrift samninga við markaðsstofur landshlutana og Höfuðborgarstofu. Talið frá vinstri: Kris…

EITT STÆRSTA VERKEFNI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ER HAFIÐ: UMFANGSMIKIL ÁÆTLUNARGERÐ UM LAND ALLT

Ferðamálastofa hefur gengið til samninga um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) í öllum landshlutum. Þetta er eitt stærsta verkefnis á sviði ferðaþjónustu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Samið verður við markaðsstofur landshlutanna og Höfuðborgarstofu um að leiða vinnuna í hverjum landshluta en Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa átt samvinnu um verkefnið, ásamt markaðsstofum landshlutanna.