Demantshringurinn er stórkostlegur hringvegur á Norðausturlandi, þar sem finna má magnaðar náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi.
Á Demantshringnum eru 5 lykiláfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar sem grænu og bláu litirnir ljá staðnum yfirbragð annars heims, hin ógurlega hvíta orka Dettifoss sem er vatnsmesti foss í Evrópu, náttúruundrið Ásbyrgi sem er í laginu eins og hófafar og Húsavík, sem er hvalaskoðunarhöfuðborg landsins hvaðan stutt er út á blátt og opið hafið.
Demantshringurinn býður upp á meira. Upplifðu hinn magnþrungna Vesturdal, þar sem finna má hina sérkennilegu Hljóðakletta; hraunbreiðurnar í kringum Kröflu sem virðast ekki vera af þessum heimi, vatnshitasvæðið Hveri og hraunborgirnar í Dimmuborgum.
Á Demantshringnum getur þú líka fundið hulda fjársjóði og afvikna staði sem kom jafn mikið á óvart og þeir frægustu; náttúrufegurð Tjörness þar sem finna má mikið fuglalíf og steingervinga, hinar gróðursælu Hólmatungur og minna þekktar perlur í nágrenni Mývatns eins og sprengígurinn Hverfjall og grænbláa vatnið í hlýrri Grjótagjánni.
Demantshringurinn er sannarlega ekki bara 250 kílómetra langur hringvegur. Hann er tækifæri til þess að upplifa stórkostlegt og ógleymanlegt ævintýri.