Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í október.
Upplifðu Norðurland
Ferðamannaleið
Norðurstrandarleið
Ferðatillögur
Saga og menning
Matur úr héraði
Böðin
Ferðamannaleið
Demantshringurinn
Áhugaverðir staðir
Náttúra
Kolugljúfur
Þegar ekið er fram Víðidal kemur maður að Kolugili sem stendur við Víðidalsá. Rétt neðan við bæinn rennur áin friðsæl niður í stórbrotið gljúfur sem heitir Kolugljúfur og þar eru fossar sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu og heita Kolufossar.
Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.
Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þar sem ekkert skyggir á sjóndeildarhringinn, heimskautsbirtuna og miðnætursólina.
Dettifoss er aflmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þeir eru ófáir, staðirnir eins og þessi, þar sem maður upplifir smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss.
Námafjall og umhverfi þess er háhitasvæði. Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið, en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu Hverir.
Kálfshamarsvík er lítil vík á norðanverðum Skaga. Þar eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð.
Á Norðurlandi fá börn að leika sér frjálst og njóta náttúrunnar í öruggu og örvandi umhverfi. Fjölskylduferðir snúast um einföld en dýrmæt augnablik: fjársjóðsleit á ströndinni, hvalaskoðun eða fjör í sundlaugum.
Ný sýning um íslenska fjárhundinn
Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn.
Fjölbreyttir valmöguleikar til baðferða
Hvergi á Íslandi er jafn fjölbreytt úrval af böðum og á Norðurlandi. Ferðamenn geta baðað sig upp úr heitum sjó – og auðvitað köldum líka, heitu hveravatni beint úr borholum og síðast en ekki síst, heitum bjór!
Demantshringurinn á 5 dögum
Demantshringurinn er stórkostlegur 250km langur hringvegur á Norðurlandi eystra en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og fjölbreytta afþreyingu.