Merki Demantshringsins er hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands.
Öll ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa starfsemi á Demantshringnum geta fengið merkið sent til notkunar á heimasíðunni sinn og í annað markaðsstarf. Þetta á líka við um fyrirtæki sem starfa í raun innan í hringsins.
Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru utan Demantshringsins en hafa áhuga á að þróa vörur tengda honum, geta fengið merkið sent til notkunar í sitt markaðs- og kynningarefni.
Hér til hliðar á síðunni er vörumerkjahandbók þar sem finna má upplýsingar um notkun á lógóinu. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að fara í gegnum handbókina og kynna ykkur reglurnar vel.
Þegar talað erum um Demantshringinn þarf að passa að tilgreina alltaf þá 5 lykil staði sem einkenna leiðina, þeir eru Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatn og Goðafoss.
Vinsamlegast hafið samband við demantshringurinn@nordurland.is fyrir frekari upplýsingar og ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur merkið.
Demantshringurinn var formlega opnaður 6. september 2020