Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dagsferðir geta innihaldið ýmsa afþreyingu. Hver sem árstíðin er, þá getur þú fundið ferðir sem reyna svolítið á líkamann, svo sem skíði, snjósleða, hestaferðir, sæþotur, hjólaferðir, gönguferðir eða köfun. Fyrir þá sem eru að leita að aðeins meiri þægindum,  er hægt að fara um borð í báta, rútu, jeppa, flugvél, þyrlu eða jafnvel snjótroðara og upplifðað allt það besta á Norðurlandi.

Star Travel
Star Travel var stofnað í júní 2013. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri sem hefur það að markmiði að vera með persónulega þjónustu og við ferðumst í smáum hópum. Star Travel er með dagsferðir frá Akureyri, Norðurljósaferðir, einkaferðir og einnig vinnum við með öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum og skipuleggjum hinn fullkomna dag.
Hertz bílaleiga - Akureyri
Hertz bílaleiga er leiðandi og framsækið fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur verið starfandi í rúmlega fjörtíu ár.  Fyrirtækið einsetur sér að bjóða viðskiptavinum sínum örugga og nýlega bíla ásamt því að veita viðskiptavinum góða þjónustu.
Gistiheimilið Grásteinn
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.  Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum.  Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því. Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.   Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.
Iceak
IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á. Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar. Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði. Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á: Vacated valley Off-road Tour Mývatn  Off-road Tour Laugarfell Off-road Tour Flateyjardalur Off-road Tour Askja Off-road Tour The Diamond circle Tour Mývatn  Tour Dettifoss Tour Laufás Tour Goðafoss Tour Fleiri ferðir koma fljótlega. ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.
Local tours ATV
Fjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland. Smellið á Facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar.  Skipuleggjum fjórhjólaferðir á Norðausturlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.
Arctic Sea Tours ehf.
Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður. Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com. Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.
The Traveling Viking
The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa. The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa. Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.
Friends of Moby Dick
Hafið samband vegna bókana.
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Zipline Akureyri
Ekki missa af þessu ævintýri í Glerárgili! Falin náttúruperla inni í miðjum bæ þar sem fimm sviflínur bíða eftir að zippa þér yfir iðandi á og snarbratta kletta. Leiðsögumenn leiða þig örugglega í gegnum ævintýralegt árgljúfrið með sviflínum, léttum gönguferðum og misgáfulegum fróðleik. Kíktu á vefsíðuna okkar til að fá frekari upplýsingar, bóka ferðir eða versla gjafabréf.
Imagine Iceland Travel ehf.
Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu.    Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.   Dæmi um ferðir. Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss) Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss) Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð) Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn ) Northern Lights ( Norðurljósaferð) Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð ) Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)
Fjallasýn
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum. AKSTUR og trúss með útivistarhópa Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl. Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta. Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.  Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001. Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.  Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk. Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Drangeyjarferðir ehf.
Ferður út í Drangey frá Sauðárkróki hefjast 1. júní og eru til 20. ágúst. Förum daglega kl.9:30, og við bætum við ferðum eftir þörfum og óskum. Í maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi. Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum og er þar lundinn frægastur fugla. Ferðin í Drangey tekur ca. 4 klst. með siglingu, göngu, leiðsögn, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Nordic Natura
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.  Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is __________________________________________________________________________________ Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk  Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.  Tímabil: júní – septemberNánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is  __________________________________________________________________________________  Dagsferðir með Nordic Natura  Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.  Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
Whale Watching Hauganes
Whale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.   Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.   Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.   Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur. Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.   Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is  
LUKKA Langhús / Langhus Horse Farm
OPIÐ árið um kring. 1-6 klukkutíma túrar með reiðkennslu innifalinni (ef fólk er lítið vant eða byrjendur) - sértilboð sumarið 2021. Hrossabúið Langhús er fjölskyldubú, staðsett í Fljótum, á miðju Norðurlandi, miðsvæðis milli Sauðárkróks, Hofsóss, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Við bjóðum upp á vinsæla útreiðartúra, 1-4 klukkutíma langa, og höfum úr ýmsum leiðum að velja, eftir árstíma og eftir smekk og getustigi gesta okkar. Fljótin eru falleg sveit, margir grösugir dalir sem kúra milli brattra hárra fjalla.  Reiðleiðir okkar liggja niður á strönd, um dalina, fjallshlíðarnar, einnig við stöðuvatnið Hópsvatn. Við bjóðum upp á reiðtúra fyrir bæði byrjendur og vana, bæði börn og fullorðna,og við höfum gæðahesta fyrir allra smekk. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, að hafa gaman af þessu, persónulega leiðsögn heimamanns, og öryggi gesta okkar. Við höfum líka góða barnahesta, og höfum sérstaklega gaman af að gera eitthvað skemmtilegt með börnum og fjölskyldufólki.  Reiðtúrinn er farinn á þeim hraða, lengd og erfiðleikastigi sem er skemmtilegt fyrir þig, á hestum sem hæfa getustigi þínu. Þú getur fengið tilsögn og lært meira í hestamennsku, og svo ferðu ferðina með tveimur leiðsögumönnum héðan af búinu, oft einu okkar hjónanna að Langhúsum, semsagt bónda úr sveitinni sem leiðsögumanni/konu. Þú getur því kynnst ýmsu um náttúruna hér, menninguna, hvernig líf okkar er hér í sveitinni, og hvernig náttúrufar og landslag hefur mótað okkar kæra íslenska hest.  Hross eru áhugamál allrar fjölskyldunnar á bænum, við erum það heppin að vinna við dýrin sem eru gleði okkar í lífinu. Við hjónin á bænum höfum bæði lokið námi í hrossarækt og þjálfun á Hólaskóla, við ræktum hross, temjum hross, þjálfum hross, rekum reiðskóla og höldum fjölskylduhestunum í góðri þjálfun fyrir allt það skemmtilega sem við brösum í hestamennskunni: Hestaferðir, göngur og alls kyns vinnu og leik. Hrossin eru hæfileikarík og ættgóð, bakgrunnurinn er pottþéttur, og við bjóðum þér að koma með í reiðtúr.   Öryggi og gleði í reiðtúrunum, en einnig dýravelferð og góð umgengni um náttúruna (t.d. kolefnisjöfnun búsins), er í fyrirrúmi hjá okkur. Við höfum rekið hrossatengda þjónustu fyrir fólk úr öllum heimshornum síðan 1997, og hestaleigu síðan 2011. Meiri upplýsingar og myndir á vefsíðu okkar http://icelandichorse.is, eða í síma 847-8716 eða 865-4951 eða með því að senda skilaboð á Facebook á Arnþrúður Heimisdóttir. Við tölum reiprennandi íslensku, ensku og dönsku, og höfum gjarnan þýskumælandi aðstoðarmann á sumrin, stundum starfsfólk er talar fleiri tungumál. Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.
Saga Travel
Saga Travel er dagsferðafyrirtæki á Akureyri og selur skipulagðar dagsferðir og afþreyingu á Norðurlandi. 
Sjóferðir Kela/Keli Sea Tours
Sjóferðir Kela/Keliseatours.is Keli Seatours/Sjóferðir Kela er lítið fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun á Akureyri sem hóf starfsemi sumarið 2017. Fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra, Áskelssona, sem gerðu upp gamlan eikarbát sem byggður var af föður þeirra, Áskeli Egilssyni, og félögum hans á Akureyri árið 1975.  Bátinn, sem var fiskibátur í um 40 ár, átti að rífa. Á tímabilinu maí til október eru í boði daglegar siglingar um Eyjafjörð, aðallega hvalaskoðun en einnig er möguleiki á sjóstöng eða einkaferðum sé þess óskað. Við bjóðum upp á frítt kaffi, heitt súkkulaði og kex um borð fyrir viðskiptavini.  Allir farþegar klæðast hlífðarfatnaði um borð (flotgöllum) til þæginda og öryggis og þá er að sjálfsögðu salerni um borð.  Gott er að vera í góðum skóm og taka með sér húfu og vettlinga.  Áætlaður ferðatími í hvalaskoðun er 3 tímar   facebook.com/keliseatours    
North East Travel
Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.
Askja - Mývatn Tours
Öskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu. Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið. Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda. Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil. Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta. Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.  Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001. Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
Gestastofan í Kröflu
Gestastofan í Kröflu er staðsett í aðalrými stöðvarhússins í Kröflustöð. Gestastofan okkar veitir gestum innsýn þá ótrúlegu krafta sem búa í iðrum jarðar en Kröflusvæðið í Mývatnssveit er eitt frægasta jarðhitasvæði heims.  Það er opið hjá okkur alla daga í sumar frá 10-17.  Aðgangur að gestastofunni er gjaldfrjáls og á staðnum er salerni og kaffi.Ef þú hyggst koma í heimsókn með hóp (10 eða fleiri) þarftu að fylla út heimsóknarbeiðni:www.landsvirkjun.is/form/heimsoknarbeidni
Viðburðastofa norðurlands ehf.
Viðburðastofa norðurlands býður upp á úrvalsþjónustu í tengslum við hvers konar viðburði og skemmtanahald.  Viðburðastofa norðurlands er framsækið fyrirtæki og mun alltaf leitast við að vera með ferska þjónustu og þær nýjungar sem markaðurinn óskar eftir hverju sinni. Viðburðastofa norðurlands mun skila af sér þjónustu sem prýðir hvern þann viðburð og hverja þá veislu sem gjöra skal. Viðburðarstofa norðurlands sérhæfir sig í verkefnum og viðburðum af ýmsu tagi. Innanborðs eru einstaklingar sem undanfarin ár hafa myndað tengsl sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að sækja þjónustu sem byggð er á þekkingu og tengslum á svæðinu. Ef þú ert með fyrirspurn varðandi verð eða þjónustu þá er einfaldast að hafa samband við okkur á netfangið vidburdastofa@vidburdastofa.is
Arctic fox travel
Arctic Fox Travel er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem byggir á mikilli reynslu í ferðaþjónustu og býður upp á spennandi úrval dagsferða frá Akureyri,undir leiðsögn reynslumikilla og faglærðra leiðsögumanna. Arctic Fox Travel býður  upp á einkaferðir í breyttum jeppum og persónulega þjónustu og aðeins er um litla hópa að ræða.   Ferðir og afþreying: Dettifoss(Vetur) Askja(Sumar) Sérsniðnar ferðir(Allt árið) Stangveiði(Sumar) Dorgveiði(Vetur) Hálendisferð(Sumar)
Kayakar.is
Húsavík Adventures ehf.
Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík.  Smelltu hér til að skoða kynningarmyndbandið okkar!
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!
Sýsli Travel
Við erum lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar okkar eru á Akureyri. Við bjóðum uppá skipulagðar sem og sérhæfðar ferðir eftir þínum óskum. Okkar markmið er að veita þér góða og persónulega þjónustu. Við viljum að farþegum okkar líði sem vel og hafi það á tilfinningunni að þeir séu gestir okkar; þess vegna sérhæfum við okkur í minni hópum. Hámarksfjöldi í hópnum sem þú munt ferðast í eru 19 farþegar. Með því móti mun starfsfólk okkar hafa nægan tíma til þess að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.
Kaldbaksferðir
Kaldbaksferðir bjóða upp á ferðir á Kaldbak sem er 1.173 m hár og er hæstur tinda við norðanverðan Eyjafjörð, með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla.Kaldbaksferðir eiga tvo snjótroðara sem eru útbúnir með opnu farþegarými þannig að nauðsynlegt er að klæða sig í samræmi við það. Báðir bílarnir taka 32 farþega. Ferðin upp á Kaldbak tekur um 45 mínútur. Á kolli Kaldbaks ber hæst vörðu sem hlaðin var af dönsku herforingjastjórninni árið 1914, þar  er stoppað í um 15 mínútur og gefst þá góður tími til að njóta útsýnisins. Bílstjórar eru ólatir við að fræða farþega um það sem fyrir augu ber. Einnig er góður siður að skrifa nafn sitt í gestabókina. Bíllinn fer sömu leið niður og geta farþegarnir valið um að fara með honum aftur eða renna sér niður brekkurnar á skíðum, bretti,  eða snjóþotum. Hægt er að fá lánaða snjóþotu ef ævintýraþráin tekur völdin en hafin er fram leiðsla á Kaldbaksþotu sem er snjóþota sérsniðin fyrir fullorðna. Hún er stór og sterk og rúmar auðveldlega fulloðrinn ásamt barni og því sérstaklega fjölskylduvæn. Ef þið viljið heimsækja okkur á Facebokk, smellið hér .
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Langanesferðir
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Akureyri - Gakktu í bæinn
Vegna anna er ekki lengur hægt að bóka í ferðir þetta sumarið.
North E-bike
North E-bike bíður upp á rafmagnshjólaferðir fyrir allan aldur á skemmtilegum og miskrefjandi stígum í bakgarði Húsavíkur.
Viking Rafting
Viking rafting er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í flúðasiglingum og er staðsett í Skagafirði. Það hefur starfað í 27 ár, og við erum með fjölbreytta og skemmtilega starfsemi. Við erum með eitthvað sem hentar öllum bæði öfgafull fyrir þá ævintýragjörnu og fjölskylduvænt. Flúðasiglingar er svolítið eins og uppáhalds tækið þitt í Disney World, bara án öryggisbeltis! Rétt eins og þar þarft þú ekki að hafa reynslu af flúðasiglingum til að uppgötva hvers vegna ferðir á austur og vestur Jökulsám eru orðnar einkennandi fyrir flúðasiglingar á Íslandi. Við erum reynslumiklir atvinnumenn svo þú þurfir ekki að vera það.
Akureyri Backpackers
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers. Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara. Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga. • Morgunverður • Uppábúin rúm • Eldhús og grillaðstaða • Veitingasala • Þráðlaust internet • Sturtur • Gufubað • Skíðageymsla • „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk • Þvottavélar • Upplýsingamiðstöð • Læstir skápar • Farangursgeymsla • Hópar velkomni   Bestu kveðjur/Best regards Akureyri Backpackers staff
Snow Dogs
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Júlli The Tourguide
Júlli The Tourguide býður upp á dagsferðir á norðurlandi. Þær eru byggðar á yfirgripsmikilli reynslu og sniðnar að þörfum gesta hverju sinni.
Norlandair
Flugáætlun: Akureyri - Grímsey Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn Akureyri - Nerlerit Inaat Reykjavík - Bíldudalur Reykjavík - Gjögur Nánar: https://www.norlandair.is/is/upplysingar/flugaaetlun
Akureyri Whale Watching ehf.
Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins. Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó. Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.   Áætlun: Akureyri Hvalaskoðun: Tímabil: Brottfarir: Lengd: 1.jan - 31. jan Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst 1. feb-31. mars Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. apr-31. maí Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls 1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst   *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst  Hvalaskoðun express:  Tímabil: Brottfarir: Lengd: 15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst 1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst 1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst  * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.
Fairytale at sea
Fairytale At Sea er sæþotu afþreyingarfyrirtæki á Ólafsfirði sem býður upp á spennandi úsýnisferðir í óspilltri náttúru undir Ólafsfjarðarmúla og hæsta standbergi Íslands, Hvanndalabjargi.  Höfrungar, hvalir, lundar og selir verða oft á vegi okkar í þessum ævintýraferðum! 4 Yamaha Waverunner sæþotur sem hafa sæti fyrir tvo. Hámark 8 manns í hverri ferð.Leiðsögumaður fer með í hverri ferð.Allur hlífðarfatnaður og öryggisbúnaður innifalinn.Myndir/myndskeið úr ferðinni fylgir frítt.Einnig er í boði á sérferðir eftir óskum viðskiptavina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.fairytale.is   Verið hjartanlega velkomin til okkar.
NumberOne
Gísli # 1  Ertu að leita að ósvikinni íslenskri lífsreynslu ?  Ferðaþjónusta Gísla eða (Number one Tours )er með það sem þú leitar að. Við sérhæfum okkur í matarferðum, norðurljósum og hálendisferðum á mikið breyttum jeppum. Viltu ferðast einn eða slást í hópinn með öðru skemmtilegu fólki, við reddum því. Okkar markmið er að ferðin verði ógleymanleg og hið fagra land elds og íss verði þitt uppáhaldsland.  Kíktu á heimasíðuna okkar þar sem hægt er að velja úr margvíslegum ferðum og láttu okkur vita hvað heillar mest. Okkur hlakkar til að sýna þér allt hið stórkostlega sem norðurlandið hefur uppá að bjóða. 
Gistiheimilið Básar
Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 
Akureyri Riding Tours
AK Hestaferðir ehf. er í eigu fjölskyldunnar á Gásum og vinnum við og rekum hestaleiguna ( 1. klst. reiðtúr ) en einnig hægt að óska eftir lengri ferðum. Fölskyldan er Auðbjörn Kristinsson, Ester Anna Eiríksdóttir, Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Auður Karen Auðbjörnsdóttir. Gàsir eru staðsett við Gásafjöruna.  Umhverfið hjá okkur er stórglæsilegt umkringt sjó, fjöllum og í næsta nágrenni Hálsaskógur.
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari. Við bjóðum upp á:• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru; - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi. - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi. - Rescue diver – björgunarköfun - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun. Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan HjalteyriVið bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta. Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.  Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001. Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
Eyjardalsá Horse Riding
Njótið þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða af hestbaki. Hlustið á fuglasöng, niðinn í fljótinu og hófatakið. Ferðirnar okkar henta bæði byrjendum og reyndari knöpum og ef þú sérð ekkert sem hentar þér af því sem við bjóðum uppá getum við sérsniðið ferð að þínum þörfum. Leiðin liggur að mestu leyti meðfram Skjálfandafljóti, einni af stærstu ám landsins, þar sem fylgt er fornum kindaslóðum, mótaðir af kindum sem hafa gengið sömu leiðirnar öldum saman. Leiðsögumaður ferðarinnar hefur mikla reynslu og þekkir hestana vel, en líka svæðið og sögurnar sem hafa lifað kynslóð fram af kynslóð. Skoðið vefsíðuna eyjardalsa.is fyrir frekari upplýsingar og bókanir.
Ferðamálafélag Hríseyjar
Hús Hákarla JörundarÍ þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma eða með tölvupósti. Opnunartími Virkir dagar:1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:001. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi. Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að hafa samband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.
Circle Air
Circle Air starfrækir útsýnis- og leiguflug á flugvélum og þyrlum. Flugvélakostur er nýlegur og mjög þægilegur til ferðalaga innanlands sem utan. Útsýnisflugvélar félagsins rúma allt að 7 farþega í einu þar sem hver og einn hefur sitt gluggasæti. Af hverju ekki að lyfta upp allri fjölskyldunni, starfsmannahópnum eða vinnustaðnum? Ferðalag um Ísland úr lofti er ógleymanleg reynsla og gefur nýja sýn á landið. Leitið tilboða. Verðið gæti komið á óvart. Fyrir stærri hópa, starfsmanna – og hvataferðir eða utanlandsferðir vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu, í e-mail eða á Facebook-síðu félagsins og við svörum um hæl.
Hestaleigan Stóra Ásgeirsá
Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni. Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau. Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða. Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum. Lítil sjoppa er á staðnum. Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða. Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !   Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.  Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig. Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Volcano Heli ehf.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aðrir (67)

Volcano Air ehf. 101 Reykjavík 863-0590
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Arctic Surfers Eyjaslóð 3 101 Reykjavík 5512555
ONE LUXURY Skútuvogur 8 104 Reykjavík +3548242255
Scandinavian Travel Services ehf. Nesvegur 50 107 Reykjavík 774 4477
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
HeidrunGuide / PrivateguideHeidrun Álfatún 19 200 Kópavogur 790-4101
FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
FAB Travel / IG Ferðir / IG TOURS Norðurhella 8 221 Hafnarfjörður 571-2282
Artistica Tours Ránargata 3 240 Grindavík 776-9230
B.DÓTTIR Photography Holtsgata 27 260 Reykjanesbær 8637175
Ármann Pétursson Neðri-Torfustaðir 531 Hvammstangi 894-8807
Pure Nature Travel Norðurlandsvegur 4 540 Blönduós 898-4685
GN Hópbílar Skúlabraut 43 540 Blönduós 864-9133
Sörlatunga Austurhlíð 541 Blönduós 892-1270
Hæli - Hrossarækt og hestaferðir Hæli 541 Blönduós 898-9402
Lifandi leiðsögn Skagfirðingabraut 35 550 Sauðárkrókur 899-3551
Topphestar Flæðigerði 2 550 Sauðárkrókur 866-3979
Ferðaþjónustan Himnasvalir Egilsá 560 Varmahlíð 4538219
NW Adventures ehf. Glaumbær 560 Varmahlíð 867-8133
Lambagras ehf. Kárastígur 13 565 Hofsós 695-8533
Top Mountaineering / Top Trip Hverfisgata 18 580 Siglufjörður 8984939
Sigló Sea Norðurtangi 580 Siglufjörður 786-7225
TrollTravel Báta Dokkin 580 Siglufjörður 898-7180
Special Tours Akureyri Oddeyrarbót 1 600 Akureyri 848-9038
Thor Excursions Brekkugata 7A 600 Akureyri 661-9677
Jóhann Garðar Þorbjörnsson Aðalstræti 15 600 Akureyri 848-7023
North Travel ehf. Klettaborgir 4 600 Akureyri 461-1711
Akureyri Rent a Car Tryggvabraut 22 600 Akureyri 6115666
Huldustígur Víðilundur 4 600 Akureyri 897-0670
Fox Adventure Grenivellir 16 600 Akureyri 895-2144
Akurinn Bus ehf. Brekkugata 36 600 Akureyri 686-9090
Nortour Iceland Þórunnarstræti 127 600 Akureyri 825-7818
BSO Strandgata 600 Akureyri 461-1010
Memory Travel Iceland Norðurgata 16 600 Akureyri 761-7941
Þórarinn Steingrímsson Ásatún 23, 102 600 Akureyri 894-5808
Extreme Icelandic Adventures Súluvegur 600 Akureyri 862-7988
IcelandPhotoTravel.is - 600 Akureyri 896-6001
Wide Open Aðalstræti 54a 600 Akureyri 659-3992
Sólarmusterið Finnastaðir 601 Akureyri 863-6912
Stable Stop Ytri Bægisá 601 Akureyri 660-9882
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429
GuideUpNorth.is Kjalarsíða 18b 603 Akureyri 775-7220
Akureyri E-bike Tours Huldugil 29 603 Akureyri 869-0923
JS bus Urðargil 25 603 Akureyri 892-9325
goHusky Glæsibær 604 Akureyri 898-9355
Arnarnes Álfasetur Arnarnes 604 Akureyri 894-5358
600Klifur Gamla verksmiðjan, Hjalteyri 604 Akureyri 899-8600
Geysirland-Akureyri Sólveigarstaðir 605 Akureyri 821-6884
Brúnir - Horse, Home food and Art Brúnir 605 Akureyri 863-1470
nthspace á Íslandi Ytri-Grenivík 611 Grímsey 846-1100
Tvistur Hestaþjónusta Ytra Holt 620 Dalvík 861-9631
Arctic See Angling and Hunting Böggvisbraut 6 620 Dalvík 663-8828
Ævar og Bóas ehf. Sandskeið 14 620 Dalvík 898-3345
Amazing Mountains ehf. Hrannarbyggð 14 625 Ólafsfjörður 863-2406
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar Strandgata 2 625 Ólafsfjörður 466-4044
Skjalfandi Adventure Husavik Höfðavegur 32 640 Húsavík 8544366
Lava Horses Hraunkot 641 Húsavík 864-6471
Original North Vað 641 Húsavík 847-5412
KIP.is Álfasteinn 650 Laugar 6505252
Safarihestar Álftagerði 3 660 Mývatn 864-1121
Mývatn Activity - Hike&Bike Reykjahlíð 4 660 Mývatn 853-7515
Ferðaþjónustan Bjarg Bjarg 660 Mývatn 464-4240
Mýflug hf. Reykjahlíð Airport 660 Mývatn 464-4400
Active North Birkifell 671 Kópasker 849-4411