Um allt Norðurland er að finna mikinn fjölda gistiheimila af ýmsum stærðum og gerðum. Gistiheimili bjóða oftast upp á ódýrari gistingu en hótel, enda aðrar kröfur gerðar til þeirra. Gistiheimili eru engu að síður frábærir gististaðir sem bjóða upp á persónulega þjónustu.
Ásar Guesthouse
Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu með sjónvarpi.
Við dekrum við gestina okkar á allan hátt svo dvölin verði sem eftirminnilegust.
Girnilegur morgunverður er innifalinn í gistingunni og ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum þegar þeir koma á fætur.
Gistiheimilið er staðsett í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km. frá Akureyri, umvafið fallegum fjöllum í fullkominni kyrrð og ró.
Í Eyjafjarðarsveit má finna margs konar afþreyingu, veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og gallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.
Ásar Guesthouse er opið allt árið og vel staðsett fyrir skíðaáhugafólk sem vill nýta sér frábæra skíðastaði í nágrenninu.
Heitur pottur er á veröndinni með fallegu útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar.
Fátt er betra en að láta líða úr sér eftir daginn í heitum potti og á fallegum vetrarkvöldum með stjörnubjartan himinn eða dansandi norðurljós.
View
Prestbakki
Á Prestbakka er gisting bæði í uppábúnum rúmum og svefnpoka. Þar er sameiginleg stofa og eldhús sem hentar vel fyrir fjölskyldur og hópa.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi
Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.
Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa.
• Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)• Reyklaus gisting• Hefðbundinn búskapur• Fuglaskoðun• Merktar gönguleiðir• Húsdýr til sýnis• Eldunaraðstaða og grillhús Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun. Næsta verslun: Blönduós, 32 km
View
Hlín Guesthouse
Hlín Guesthouse er fjölskyldufyrirtæki, staðsett í gamla skólahúsnæðinu á Steinsstöðum í Skagafirði. Húsið hefur verið endurgert og sett í nýjan stíl með tilkomu nýrra eiganda. Þetta dásamlega húsnæði býður upp á 16 herbergi, fullbúið eldhús fyrir gesti og 2 heita potta sem bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir Mælifellshnjúk til suðurs.
Steinsstaðir hafa lengi verið vinsæll áfangastaðir fyrir hópa s.s. ættarmót, vinnustaði, vinahittinga o.fl. Mikið úrval af afþreyingu er í nágrenninu s.s. river rafting, kayak ferðir, fjallaferðir á sérútbúnum bílum, þrautabraut, hestaferðir o.fl. Einnig er gott tjaldsvæði í garði gistiheimilisins með rafmagni og sturtum. Steinsstaðir eru paradís fyrir þá sem vilja slaka á í sveitasælunni.
View
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.
Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.
Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
View
Íslandsbærinn - Old Farm
Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar.
Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni.
Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.
Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði.
Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk.
ATH að húsið leigist út sem ein heild.
View
Gistiheimilið Grásteinn
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.
Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum.
Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.
Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.
Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.
View
Garður gistiheimili
Garður gistihús er við þjóðveg 85 um 50 km austan Húsavíkur og 10 mínútna akstur frá Ásbyrgi. Í húsinu eru 8 herbergi með gistingu fyrir allt að 19 manns með sameiginlegri aðstöðu. Þar eru tvö fullbúin eldhús, 2 ½ baðherbergi, setustofa, stofa með sjónvarpi og fríu interneti, þvottahús, barnarúm og barnastólar. Hægt er að leigja allt húsið eða stök herbergi. Staðsetningin er frábær til að skoða Vatnajökulsþjóðgarð, Mývatnssveitina, Heimskautagerðið og Húsavík.
View
Gistiheimilið Árból
Gistiheimilið Árból er gamalt, fyrrum sýslumannssetur, hús með sál og sjarma og stendur í “hjarta bæjarins.”
Herbergin eru frá 1 – 4 manna. Góður morgunverður, notalegt viðmót og fallegt umhverfi, ætti að tryggja þér ánægjulega dvöl. Góð staðsetning til ferða í Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur o.fl. af perlum Þingeyjarsýslu.
View
Sunnuhlid houses ehf.
Frábær staðsetning í faðmi náttúrunnar en þó örstutt frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands.
Góð gisting í tveimur íbúðum og þremur litlum húsum.
View
Ytra Lón Farm Lodge
Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.
Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...
Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.
Við bjóðum upp á: Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.
Leiðsögn um búið
Heitur pottur
Silungsveiði í lóninu
Skoðunarferðir um Langanesið
View
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði. Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa. Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7 fullbúin sumarhús.
View
Gistiheimilið Gullsól
Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.
Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi.
Þrjú einstaklingsherbergi.
Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns)
Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.
Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.
Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar.
Frítt WIFI er innifalið í gistingu.
Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota.
Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti.
Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum.
Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.
Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi;
Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma.
Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.
Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is
View
Sóti Lodge
Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga.
Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik.
Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa.
Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta.
View
Grand-Inn Bar and Bed
Bar og gistiheimili í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki. Upplýsingar um opnunar tíma finnast á Facebook síðu Grand-Inn Bar and Bed.
View
Salthús Gistiheimili
Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd.
Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum.
Salthúsið er á tveimur hæðum og getur tekið á móti allt að 36 gestum. Á hverri hæð eru 7 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og vel útbúnu sameiginlegu eldhúsi. Á fyrstu hæðinni eru 4 fjölskylduherbergi með sjávarútsýni og aðgengi út í garð, þrjú tveggja manna herbergi með fjallasýn, þar af tvö með aðgengi fyrir fatlaða. Á efri hæðinni eru sjö hjónaherbergi með sjávarútsýni til suðurs eða fjallasýn til norðurs.
Í almennu rými Salthússins er rekið gallerí með sama nafni sem sýnir nútíma verk listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, en einnig verk annara listamanna innlendra sem erlendra.
Á Skagaströnd er hægt að njóta nátturunnar á göngu, fjallgöngu í golfi eða að veiða í vötnum og ám. Skaginn hefur upp á margvíslega náttúruupplifun að bjóða og ber Kálfshamarvík með sínu stuðlabergi, sel og fuglalífi þar hæst.
View
Húsavík Guesthouse
Gistiheimili Húsavíkur stendur við Laugarbrekku 16 á Húsavík. Húsið var reist árið 1947 og er á tveim hæðum. Í tíu ár var húsið heimili fyrir starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík sem kemur víðs vegar að úr heiminum, en haustið 2009 var því breytt í gistiheimili fyrir ferðafólk og þar er nú boðin gisting á góðu verði.Í gistiheimilinu eru sjö herbergi, fimm á jarðhæð og tvö á efri hæð. Á efri hæð eru einnig morgunverðarsalur, eldhús og gestamóttaka. Morgunverður er innifalinn í öllum okkar verðum og við leggjum mikið upp úr góðum og fjölbreyttum morgunverði fyrir gesti okkar. Allir gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti í herbergjum sínum, en þeir sem eru ekki með tölvu meðferðis geta fengið aðgang að tölvu og prentara hjá starfsfólki.Gistiheimili Húsavíkur er í göngufjarlægð frá öllum helstu kennileitum á Húsavík. Innan við mínútu gangur er í sundlaug, bensínstöð og verslun.Gistiheimili Húsavíkur býður einnig upp á hópgistingu sem hentar íþróttafélögum og félagasamtökum eða starfsmannahópum í afþreyingar- eða vinnuferðum.
View
Gistihúsið Hreiðrið
Á Raufarhöfn við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til þriggja manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi.
Einnig bjóðum við upp á þriggja manna fjölskylduíbúð.
Góð rúm í öllum herbergjum. Þráðlaust frítt net er í húsinu.
Húsið rúmar 30 manns. Góð aðstaða fyrir hópa.
Hreiðrið er opið allan ársins hring, yfir vetrartímann þarf að bóka með fyrirvara.
Raufarhöfn, þorpið við heimskautsbaug er nyrsta kauptún Íslands, aðeins örstutt frá baugnum. Hvergi er vornóttin bjartari eða betra að njóta miðnætursólar en á Melrakkasléttu. Sama á við um norðurljósin haust og vetur.
Á Raufarhöfn má finna sundlaug og sauna, veitingastað á Hótel Norðurljósum og Kaupfélagið sem er gallerí, kaffihús og veitingastaður. Einnig Félagann Bar, matvörubúðina Gunnubúð, heilsugæslu og lyfjaverslun, banka og pósthús, bifreiða-, dekkja- og vélaverkstæði ásamt fleiru.
Gönguferð um Höfðann við höfnina afhjúpar mörg falin leyndarmál.
Einnig er hringur um ásinn ofan við þorpið góð gönguleið.
Hægt er að fara í sögugöngu með leiðsögn um Raufarhöfn ef bókað er með fyrirvara.
Ofan við þorpið er að rísa stærsta útilistaverk á Íslandi, Heimskautsgerðið. Þar er sjóndeildarhringurinn hreinn, ekkert hindrar sólarljós eða tunglsljós. Öll sólris og sólsetur sjást að því gefnu að ekki sé skýjað. Sama á við um gang tungls.
Skammt norðan við Raufarhöfn, nyrst á Melrakkasléttu er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Þar er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu. Gaman er að ganga út í vitann í Hraunhöfn.
Ströndin er vogskorin og lífríkar fjörurnar iðandi af fjölskrúðugu fuglalífi.
Víða á Melrakkasléttu er hægt að fá veiðileyfi í vötnum.
Í nágrenninu:
Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla. Um nesið er merkt gönguleið sem er um 7 km, liggur í hring og er auðfarin.
Forystufjársetur, sýning um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Í kjallara setursins er notalegt kaffihús, Sillukaffi sem býður þjóðlegar veitingar.
View
Brimslóð Atelier Guesthouse
Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu.
Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn.
Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta.
Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins
www.brimslod.is
Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com
Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson.
Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi.
Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku.
Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna.
Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
View
Sunnuberg Gistihús
Sunnuberg er gistiheimili með 5 herbergjum; fjögur eru tveggja manna og eitt einstaklings, þau eru öll með baði. Eldunaraðstaða er ekki til staðar en það er sjónvarpskrókur þar sem hægt er að hella uppá kaffi.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Gistiheimilið Básar
Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason).
View
Saltvík ehf.
Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi.
EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa.
Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum.
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.
View
Skjálfandi apartments
Skjálfandi apartments er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel á Húsavík. Það er staðsett miðsvæðis í bænum og í göngufæri frá höfninni. Í boði er fullbúin studió-íbúð, tveggja svefnherbergja íbúðir og deluxe tveggja manna herbergi.
View
Lava apartments ehf.
Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru fimm studíó íbúðir, átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum. Allar einingar eru með sér baðherbergi og frítt internet í boði. Helsta einkenni Lava Apartments & Rooms er að staðsetningin gæti ekki verið betri. Aðeins nokkur skref í helstu veitingastaði, verslanir og fleira
View
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.
Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.
Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.
Álfahlíð/Dvergahlíð: Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft. Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur, einnig er setustofa og snyrting með sturtu.
Andabyggð: Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. 2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.
Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar. Ekki er mikill trjágróður á staðnum. Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur. Stórt eldhústjald er á svæðinu.
Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu, t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga. Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi, við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.
View
North West Hotel
North West Hotel er staðsett í Víðidalstungu við hringveginn. Ókeypis WiFi er í boði. Öll herbergin eru með setusvæði og sér baðherbergi með sturtu. Það er einnig veitingastaður á staðnum. Herbergin bjóða upp útsýni til fjalla eða yfir garð. Rúmföt eru í boði.
Morgunverður er í boði frá lok maí til miðjan október.
Á North West er garður, verönd og bar. Eignin er einnig með sameiginlega setustofu og leiksvæði fyrir börn.Ókeypis bílastæði eru í boði.
View
Lamb Inn
Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum, í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara.
Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira.
Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina.
Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins.
Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi.
Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.
Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.
Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.
View
Apotek Gistiheimili
Apótek Guesthouse er staðsett við göngugötuna í hjarta Akureyrar. Þar sem frábært úrval er af veitingastöðum og kaffihúsum og má þar sérstaklega nefna Centrum Kitchen & Bar og Strikið. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugin, listasafnið, menningarhúsið Hof og tónleikastaðurinn Græni Hatturinn eru í göngufæri sem og allt það sem okkar fallegi miðbær hefur upp á að bjóða.
Apótek Guesthouse er tilvalinn ódýr og þægilegur kostur. Gistiheimilið skartar 17 rúmgóðum herbergjum auk fullbúinni 80 m2 íbúð með stórum svölum sem hýsir 5-7. Val stendur á milli herbergja með baðherbergi fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlegu baðherbergi.
Á 4. hæð hússins er að finna opið sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu, borðstofu, sjónvarpi og svölum sem snúa að göngugötunni. Á Centrum Kitchen & Bar veitingastaðnum okkar er morgunverðarhlaðborð alla morgna frá 7:00-10:00. Ásamt fjölbreyttum matseðil fyrir hádegis- og kvöldverð.
Herbergin okkar eru staðsett á 2. og 3. hæð hússins. Val stendur á milli herbergja með eigin baðaðstöðu fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlega baðaðstöðu. Íbúð á 4. hæð leigist sem ein eining og getur hýst stærri hópa sem ferðast saman. Íbúðin er með einkaaðgang að stórum svölum sem snúa til suðurs þar sem hægt er að njóta veðurblíðu Norðurlands. Hópar eru velkomnir!
View
The Viking Country Club
Gistiheimilið er í svokölluðu Richardshúsi á Hjalteyri við Eyjafjörð. Við bjóðum upp á 7 þægileg herbergi, 4 baðherbergi og heitan pott. Útsýnið yfir Eyjafjörð og fjöllin í kring svíkur engan.
View
Klængshóll í Skíðadal
Klængshóll í Skíðadal er einstakur staður á Norðurlandi. Hann er tilvalinn fyrir afslöppun í faðmi náttúrunnar með fjölskyldu eða vinum, og hentar vel fyrir hópa og fundarhöld.
Gistingin er í 8 litlum íbúðum í 4 húsum, að auki hafa gestir aðgang að baðhúsi með heitum potti og gufubaði, setustofu og sal sem hentar vel fyrir yoga eða borðtennis. Í gamla íbúðarhúsinu er morgunverður framreiddur, einnig er hægt að panta aðrar máltíðir.
Náttúran umlykur staðinn og fjölbreyttar gönguleiðir liggja frá Klængshóli.
www.ravenhilllodge.comwww.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.comwww.karlsa.com
View
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.
Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.
Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.
Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.
Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
View
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
View
Slow Travel Mývatn
Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.
View
Vogar, ferðaþjónusta
Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum.
View
Grenivík Guesthouse
Grenivík Guesthouse býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi. Í hverju herbergi er sjónvarp, ísskápur og hárþurrka. Aðgengi er að þráðlausu interneti.
Á morgunverðarborðinu er matur úr héraði og heimabakað.
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu. Frá fyrsta September til loka maí er gistiheimilið leigt í heilu lagi.
Bókanir eru á grenivikguesthouse.is eða sendið okkur tölvupóst á info@grenivikguesthouse.is
eða í síma 861 2899
View
Gistiheimilið Mikligarður - Arctichotels
Gistiheimilið Mikligarður er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Hér eru 13 herbergi í boði; 3 með sér baði og 10 með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu. Gestamóttakan er á Hótel Tindastóli.
Í næsta nágrenni er margt athyglisvert að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, Minjahús, gólfvöll, þreksal, hestaleigu, sundlaug og margar góðar gönguleiðir stuttar sem langar svo eitthvað sé nefnt.
Á veturnar er hægt að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk.
View
Gistiheimilið Brekka
Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.
Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar.
Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Dalvík Hostel
Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili og Vegamót smáhýsi.
Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess að reka kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi.
Gistingin sem við bjóðum er þessi:
Þrjú 15 ferm. smáhýsi á Dalvík, hvert með hjónarúmi og svefnsófa/stöku rúmi, einfaldri eldhúsaðstöðu með tveimur eldarvélarhellum, ísskáp og flestum tólum og tækjum til einfaldrar matargerðar. Snyrting með vaski en ekki sturta, gestir smáhýsanna fá frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur sem er í aðeins 250m fjarlægð. Heitur pottur og tunnusána í garðinum. Gisting gæti hentað 3 fullorðnum eða fjölskyldu með 1 - 2 börn. Frítt þráðlaust internet. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.
Sjá nánar
Gamli bærinn á Dalvík er 30 ferm. 107 ára gamalt hús með sögu. Það er uppgert í upprunalegum stíl og er vinalegur og rómantískur staður til að gista á. Eldhús, snyrting með sturtu, stofa, frítt þráðlaust internet. Heitur pottur og tunnusána í garðinum (samnýtt með gestum smáhýsanna). Tvíbreitt rúm í stofu, dýnur á lofti. Gisting ætluð mest 4 fullorðnum en mögulega fleirum ef um er að ræða fjölskyldu með yngri börn. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.
Sjá nánar
Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, (einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, þrjú þriggja manna og svo fimm manna og sex manna herbergi). Þarna geta 20 manns gist. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum, einfalt eldhús á neðri hæð, fullbúið eldhús með setustofa á efri hæð. Frítt þráðlaust internet og einnig tölva í setustofu. Huggulegt og fallega skreytt hús sem hefur hlotið lof gesta sem þar hafa gist. Vinsæll gististaður fjölskyldna og hópa sem leigja oft húsið í heilu lagi í vetrarfríum, á skíðamótum eða kring um páska og aðra hátíðis- og frídaga. Frábær staðsetning og aðstaða fyrir fjallaskíðahópa, gönguhópa. Staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna, Hafnarbraut 4.
Sjá nánar
Stutt er í alla hluti á Dalvík, matvöruverslun, vínbúð og fatahreinsun, Grímseyjarferjuna, Sundlaug Dalvíkur og byggðasafn, frábær hvalaskoðun bæði frá Dalvík og frá Hauganesi. Við rekum einnig skemmtilegt, kaffihús/bar Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal en þar er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað með anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks mars - maí, fiskisúpa, bjórbrauð, salat, kaffi og kökur ásamt heimabjórnum Kalda! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið/gamla bíóið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða fyrir uppákomur og sýningar.
Sjá nánar
Skíðasvæðið okkar er aðeins um 800m frá miðju bæjarins! Á veturna erum við algjörlega miðsvæðis hvað varðar skíðaiðkun á svæðinu, rúmlega 30 km til bæði Akureyrar og Siglufjarðar ef gestir vilja fjölbreytni í skíðaiðkun sinni. Vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks alls staðar úr heiminum.
Hægt er að bóka alla gistingu með því að heimsækja heimasíðuna okkar eða hafa samband með tölvupósti: vegamot@vegamot.net eða með því að hringja í síma 699 6616.
View
Brúnalaug Guesthouse
Brúnalaug Guesthouse er fjölskylduvænn gististaður í Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit
Gistingin er fyrir 5-7. Í húsinu eru tvö tveggja manna herbergi (annað með kojum), eitt eins manns herbergi, svefnsófi er í stofu, tvö salerni, þar af annað með sturtu, stofa og eldhús. Við húsið er verönd með heitum potti og grilli.
Staðsetning er við þjóðveg 823, Miðbraut í Eyjafjarðarsveit. Um 14 km frá miðbæ Akureyrar, 1,5km í góða sundlaug á Hrafnagili, stutt í Jólagarðinn. Um 1 klst. akstur er í Mývatnssveit.
View
Melar Gistiheimili
Opið frá 1.júní 2024 til 30.september 2024. Utan þess tíma hafið beint samband við Hildi Óladóttur í netfanginu: hildurhola@gmail.com.
Gistiheimilið Melar er fjölskyldurekið gistihús á Kópaskeri, litlu þorpi við Öxarfjörð norður við heimskautsbaug. Húsið, sem er eitt elsta íbúðarhús þorpsins, hefur verið gert upp frá grunni en það var upprunalega byggt árið 1930.
Boðið er upp á gistingu í lítilli íbúð á jarðhæð og í fjórum herbergjum á þriðju hæð hússins sem jafnframt er efsta hæð hússins.
Herbergin fjögur á efstu hæð eru misstór. Á annarri hæð, þar sem gengið er inn í gistiheimilið, errúmgott sameiginlegt rými með fullbúnu eldhúsi, stofu og baðherbergi.
Litla íbúðin á jarðhæðinni er með fullbúnu eldhúsi og baðherbergi.
Alls tekur húsið við 8-10 í gistingu (8 fullorðinir, 2 börn uppi á palli) og er tilvalið fyrir stærri sem og minni hópa.
Möguleiki er á dýnum og barnarúmi.
Nánari lýsing á bókunarsíðunum.
Við höfum skírt herbergin í höfuðið á uppáhalds fuglunum okkar; jaðrakan, rjúpa, lómur og kría. Allir fuglarnir eru sjáanlegir á svæðinu í kringum Kópasker yfir sumartímann.
Á sjávarkambinum við gistiheimilið Mela eru heitir pottar, Bakkaböðin, en þar býðst gestum að fara í heita potta og sjóböð við óviðjafnanlegar aðstæður. Úr pottunum má ganga niður í fallega sandfjöru með þéttum svörtum sandi. Í fjörunni spígspora sandlóur og tjaldar. Þarna er kjörin aðstaða til að skella sér í sjóinn.
Þorpið Kópasker er í um klukkustundarakstur frá Húsavík, í um 37 km fjarlægð frá Ásbyrgi og Hljóðaklettum og um 60 km fjarlægð frá Dettifossi. Þorpið er hluti af Norðurstrandaleiðinni sem nýtur vaxandi athygli ferðamanna sem kjósa að ferðast og upplifa fáfarnari slóðir á norðurhluta Íslands. Svæðið er einstakt hvað varðar fjölbreytileika í fuglalífi og fuglaskoðunarhús er í þorpinu.
Í stuttum bíltúr frá Kópaskeri má keyra að heimskautsbaugnum, heimsækja Raufarhöfn með sitt Norðurheimskautsgerði og skoða fjörur og fuglabjörg á Melrakkasléttunni. Einnig má njóta norðurljósanna við bestu mögulegar aðstæður þegar þau skína í sveitunum í kringum Kópasker.
Gistiheimilið Melar er opið frá 1.júní 2024 til 30.september 2024. Utan þess tíma hafið beint samband við Hildi Óladóttur í netfanginu: hildurhola@gmail.com.
View
Hótel Hvammstangi
Gististaðurinn er staðsettur á Hvammstanga við Miðfjörð á Norðvesturlandi, 6 km frá Hringveginum. Boðið er upp á ókeypis WiFi og stóra verönd með útihúsgögnum og útsýni yfir fjörðinn.
Herbergin á Hótel Hvammstanga eru búin einföldum og björtum innréttingum og þaðan er útsýni yfir garðinn. Þau eru öll með sérbaðherbergi og sturtu.
Í sjálfssalanum í sameiginlegu sjónvarpsstofunni er mikið úrval af kaffi og te. Gestum er boðið er upp á ókeypis aðgang að almenningssundlauginni, heitu pottunum og eimbaðinu sem staðsett eru hinum megin við götuna frá Hótel Hvammstanga.
Gistiheimilið er hálfa vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar en Hvítserkur er klettur í sjó í 50 km fjarlægð. Selasetrið er í 2 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós
Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.
Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.
Morgunverður
Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.
Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.
Veitingastaður
Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.
Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.
Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.
Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.
View
Gistiheimilið Lyngholt
Gistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum.
Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar.
Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.
Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum.
View
The Herring House
The Herring House er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland.
Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn.
Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní.
The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvögestahús sem staðsett eru á lóðinni.
Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi.
Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu, en fullbúnu eldhúsi.
Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.
Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti.
Hlökkum til að bjóða ykkur uppá notalega upplifun á The Herring House, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónulega þjónustu.
View
Karlsá gistiheimili
Karlsá er reisulegt hús á 3 hæðum, staðsett nokkrum kílómetrum norðan við Dalvík. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur, pör eða hópa sem vilja slaka á í fallegu umhverfi eða kanna það sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða. Gestir leigja allt húsið.
Í húsinu eru 7 herbergi með uppbúnum rúmum fyrir allt að 15 manns, eldhús, borðstofa og setustofa. Úti er lítið gufubaðshús og heitur pottur með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin allt í kring.
www.karlsa.comwww.ravenhilllodge.comwww.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.com
View
Gistiheimilið Kiljan
Kiljan er huggulegt gistiheimili sem staðsett er í gamla bænum á Blönduósi.
Hægt er að velja á milli herbergi með sameiginlegu baðherbergi eða sér baðherbergi. Veitingastaðurinn býður uppá ferskan fisk og annað góðgæti. Morgunverðurhlaðborð í boði frá kl.08:00-10:00.
Frá gistiheimilinu er auðvelt að komast útí fallega náttúru, ganga meðfram ströndinni og skoða fuglalífið í Hrútey.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Hótel North
Hótel North er fallegt fjölskyldurekið sveitahótel, staðsett í stuttri akstursfjarlægð frá Akureyri. Hótelið býður upp á hjóna- og tveggja manna herbergi með sér- eða sameiginlegri baðherbergisaðstöðu.
Allir gestir okkar hafa aðgang að ókeypis bílastæði og ókeypis WiFi.
Í kringum hótelið eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir, sannkölluð paradís útivistarfólks. Það tekur innan við fimm mínútur að keyra til Akureyrar en þar eru fjölbreyttir veitingastaðir, kaffihús, barir og afþreyingarmöguleikar.
View
Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili
Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið gegnum heimasíðu
View
Dæli Guesthouse
Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988. Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi. Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða. Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.
Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!
Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.
Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram. Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .
View
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er mörgum ógleymanleg upplifun.
Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
View
Gistihúsið Narfastöðum
Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar.
Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi.
Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
View
Áfangi
Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum. Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi.
Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum. Svefnpláss á dýnum í setustofu. Hægt að fá uppábúin rúm.
Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa. Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.Veitingasala og verslun er í Áfanga. Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram. Bjór, gos og sælgæti er til sölu.
Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða. Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag.
GPS: N65°08,701 W19°44,148 Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.
View
Vökuland guesthouse & wellness
Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla.
Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni.
Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu. Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu. Heitur pottur og grill er til afnota fyrir gesti.
Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar. Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum.
Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.
Upplifðu tónbað / tónheilun / yoga í fallega mongólska Eagles North kyrrðarhofinu hjá Vökuland wellness. Haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), tónbaði og tónheilun fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring. Kristalskál, tíbeskar og inverskar tónskálar, gong og fleiri fagurlega hönnuð hljóðfæri hjálpa til við að komast í djúpslökun í andlega bætandi ferðalagi. Hver stund er í 1–1,5 klst. Og 10 – 12 manns komast í einu í hofið. Hægt er að panta gistingu á staðnum í hlýlegri og vel útbúinni íbúð. Til að bóka tíma fyrirfram er haft samband við Sólveigu í info@eaglesnorth.is
View
Grímstunga I
Grímstunga er bændagisting í Fjallahreppi. Við bjóðum upp á gistingu í 2-3 húsum þar sem herbergi eru ýmist með vaski eða ekki. Við bjóðum upp á hefðbundna gistingu sem og svefnpokapláss.
View
Ósar Hostel
Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel.
Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands.
Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.
Eldunaraðstaða.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Sveitasetrið Hofsstöðum
Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi.
Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar. Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1.
Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )
Hlökkum til að taka á móti ykkur.
View
Gistiheimilið Dettifoss
Dettifoss guesthouse er í Lundi í Öxarfirði umlukið Birkiskógi við þjóðbraut. Í næsta nágrenni eru merkir áningastaðir, svo sem Vatnajökulsþjóðgarður, Hljóðaklettar, Dettifoss, Rauðinúpur og Hraunhafnartangi. Allt sannkallaðar náttúruperlur. Ásbyrgi í 5 mínútna fjarlægð. Frábærar vel merktar gönguleiðir í nágrenninu. Mellrakkasléttan geymir líka stórbrotið fuglalíf. Falleg strandlengjan með rekaviði er einnig ómissandi. Stutt í hvalaskoðun og ferðir yfir heimskautsbaug.
Sundlaug er í göngufæri frá gistiheimilininu
Fullbúið sameiginlegt eldhús er í Dettifoss guesthouse eins er aðstaða til að grilla, ásamt því að boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gistiheimilinu.
Herbergin á gistiheimilinu eru með sameiginlegt baðherbergi.
Við getum með góðu móti tekið á móti 26 manns í herbergjum.
Verið velkomin í Dettifoss guesthouse.
Við keppumst við að gera heimsókn þína ógleymanlega.
View
Aðrir (55)
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
Gistihús Tangahús Borðeyri | Borðeyri | 500 Staður | 849-9852 |
Farfuglaheimilið Sæberg | Reykjaskóli, Hrútafjörður | 500 Staður | 894-5504 |
Hvammstangi Hostel | Norðurbraut 22a | 530 Hvammstangi | 860-7700 |
Sveitasetrið Gauksmýri | Gauksmýri | 531 Hvammstangi | 831-1411 |
Brekkulækur | Brekkulækur | 531 Hvammstangi | 451-2938 |
Langafit, gistiheimili | Laugarbakki | 531 Hvammstangi | 451-2987 |
Gistiheimilið Tilraun | Aðalgata 10 | 540 Blönduós | 848-7218 |
Flóðvangur | Flóðvangur | 541 Blönduós | 820-0446 |
Harbour restaurant ehf. | Hafnarlóð 7 | 545 Skagaströnd | 555-0545 |
Karuna | Litla Gröf | 551 Sauðárkrókur | 6181917 |
Sveitasetrið Kolkuós | Kolkuós | 551 Sauðárkrókur | 861-3474 |
Ferðaþjónustan Himnasvalir | Egilsá | 560 Varmahlíð | 4538219 |
Lónkot Sveitasetur | Sléttuhlíð | 566 Hofsós | 453-7432 |
Gistihúsið Gimbur | Reykjarhóll | 570 Fljót | 8993183 |
Acco Gistiheimili | Skipagata 2&4 | 600 Akureyri | 547-2226 |
FE GISTING | Þingvallastræti 2 | 600 Akureyri | 782-4100 |
Ráðhústorg 1 Akureyri | Ráðhústorg 1 | 600 Akureyri | 895-1116 |
Gistiheimilið Sólgarðar | Brekkugata 6 | 600 Akureyri | 461-1133 |
Gistiheimilið Súlur | Þórunnarstræti 93 | 600 Akureyri | 863-1400 |
Vökuland Wellness Vellíðunarsetur | Vökuland III | 601 Akureyri | 6630498 |
Engimýri | Engimýri 3 | 601 Akureyri | 6444000 |
Hléskógar | Hléskógar | 601 Akureyri | 898 0541 |
Hafdals Hótel | Stekkjarlækur | 601 Akureyri | 898-8347 |
Arnarnes Álfasetur | Arnarnes | 604 Akureyri | 894-5358 |
Gistiheimilið Pétursborg | Akureyri | 604 Akureyri | 461-1811 |
Great View Guesthouse | Jódísarstaðir 4 | 605 Akureyri | 898-3306 |
B&B Sólheimar 9 | Sólheimar 9, Svalbarðsströnd | 606 Akureyri | 6623762 |
Gistiheimilið Höfði | Hrísahöfði | 620 Dalvík | 7892132 |
Gistihúsið Skeið | Svarfaðardalur | 621 Dalvík | 866-7036 |
Sky Sighting Iglúhús | Árbakki | 621 Dalvík | 852-7063 |
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar | Strandgata 2 | 625 Ólafsfjörður | 466-4044 |
The Northern Comfort Inn | Bylgjubyggð 2 | 625 Ólafsfjörður | 660-3953 |
Impact ehf. | Garðarsbraut 21 | 640 Húsavík | 419-2844 |
Höfði Gistihús | Héðinsbraut 11 | 640 Húsavík | 852-0010 |
Hagi I | Hagi 1, Aðaldalur | 641 Húsavík | 899-3527 |
Gistiheimilið Rauðaskriða | Rauðaskriða, Aðaldal | 641 Húsavík | 8956730 |
Granastaðir Guesthouse | Granastaðir | 641 Húsavík | 8980463 |
Gistihúsið Staðarhóli | Staðarhóll, Aðaldalur | 641 Húsavík | 464-3707 |
Þinghúsið Hraunbær | Aðaldalur | 641 Húsavík | 464-3695 |
Gistiheimilið Árbót | Aðaldalur | 641 Húsavík | 464-3677 |
Vestmannsvatn Guesthouse | Vestmannsvatn | 641 Húsavík | 8467397 |
Klambrasel / Langavatn | Aðaldalur | 641 Húsavík | 852-8222 |
Gistihúsið Berg | Sandur, Aðaldal | 641 Húsavík | 464-3777 |
Gistiheimilið Kiðagil | Barnaskóla Bárðdæla | 645 Fosshóll | 464-3290 |
Láfsgerði | Láfsgerði | 650 Laugar | 892-7278 |
Öndólfsstaðir - Bed & breakfast | Öndólfsstaðir | 650 Laugar | 891-7607 |
CJA gisting | Hjalli | 650 Laugar | 8643757 |
Fermata North | Hólavegur 3 | 650 Laugar | 899-4530 |
Natura | Hólavegur 1 | 650 Laugar | 8884740 |
Vallakot Gistiheimili | Vallakot | 650 Laugar | 847-7682 |
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun | Helluhraun 15 | 660 Mývatn | 899-6203 |
Gistiheimilið Stöng | Mývatnssveit | 660 Mývatn | 464-4252 |
Safarihestar | Álftagerði 3 | 660 Mývatn | 864-1121 |
Keldunes | Keldunes II | 671 Kópasker | 465-2275 |