Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fuglaskoðun

Fuglalíf á Norðurlandi er afar fjölskrúðugt og á svæðinu er að finna margvísleg búsvæði fugla og fjölbreytileiki fuglafánunnar er óvíða meiri hér á landi. Votlendi er mikilvægt búsvæði margra íslenskra varpfuglategunda og á Norðausturlandi er að finna nokkur slík svæði sem fræg eru fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Má þar nefna Mývatns- og Laxársvæðið en þar er að finna flestar andategundir í heiminum. Önnur votlendissvæði eru t.d. óshólmar Eyjafjarðarár og Svarfaðardalur. Á Norðurlandi eru nokkur þekkt fuglabjörg og má þar nefna Grímsey, Rauðanúp og Langanes og í Lundey á Skjálfanda og Mánáreyjum eru stórar lundabyggðir. Einnig er töluvert af lunda við utanvert Tjörnes þar sem auðvelt er komast í návígi við hann og skoða. 
Á Langanesi eru heimkynni fjölda fuglategunda. Bjargfuglinn, langvía, rita og fýll, verpir þar í Skoruvíkurbjargi og víðar þar sem fótfestu er að fá í björgum. Súlan er einkar tígnarlegur fugl og stundum nefnd drottning Atlantshafsins. Á  klettadranginum Stórakarli undir Skoruvíkurbjargi er annað mesta súluvarp landsins. Meðan byggð var á utanverðu nesinu var eitt mesta kríuvarp á landinu í Skoruvík en krían er farin þaðan eins og fólkið. Enn er mikið um kríu um mitt nesið. 

Gistiheimilið Gullsól
Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.   Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi. Þrjú einstaklingsherbergi. Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns) Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.   Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.   Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar. Frítt WIFI er innifalið í gistingu. Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota. Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti. Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum. Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.   Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi; Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma. Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.   Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Gistiheimilið Mikligarður - Arctichotels
Gistiheimilið Mikligarður er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Hér eru 13 herbergi í boði; 3 með sér baði og 10 með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu. Gestamóttakan er á Hótel Tindastóli. Í næsta nágrenni er margt athyglisvert að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, Minjahús, gólfvöll, þreksal, hestaleigu, sundlaug og margar góðar gönguleiðir stuttar sem langar svo eitthvað sé nefnt. Á veturnar er hægt að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk. 
Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum. 
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Tjaldstæðið á Hofsósi er skjólgott tjaldsvæði með rafmagni og aðstöðuhúsi með köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í hina nýju, margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi.   Ýmis afþreying er í boði á Hofsósi og í sveitum í kring. Má þar nefna gönguferðir um gamla bæinn við Pakkhúsið og bryggjuna, niður í Grafarós og Staðarbjargarvík, fara í sund í hinni margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi, kíkja í Vesturfarasetrið og á Samgönguminjasafnið í Stóragerði. Þórðarhöfði er skammt undan, en gönguferð í Þórðarhöfða er stórkostleg upplifun. Góðir veitingastaðir eru á Hofsósi.   Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði. Opnunartími er frá miðjum maí og fram á haust, en endaleg lokun fer eftir veðri. Flott aðstaða í fallegu umhverfi.
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari. Við bjóðum upp á:• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru; - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi. - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi. - Rescue diver – björgunarköfun - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun. Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan HjalteyriVið bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fuglasafn Sigurgeirs
Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008. Markmið safnsins er að veita fræðslu um fugla, lífríki Mývatns og hvernig Mývetningar nýttu vatnið sér til samgangna og framfærslu. Í safninu eru nánast allir íslenskir varpfuglar ásamt um 100 tegundum af eggjum.Auk þessa er á sér-sýningu ýmiss búnaður sem heimamenn notuðu við veiðar á Mývatni í gegnum tíðina.  Opnunartími:1. júní-31. ágúst: 12:00-17:00 alla daga.1. sept-31. maí: 14:00-16:00 alla daga. Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Hótel Mikligarður - Arctichotels
Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Starfsfólk okkar aðstoðar þig síðan eftir besta megni við að skipuleggja dvöl þína hér í fríinu og gera hana sem ánægjulegasta. Hótelið er vel staðsett í bænum með alla þá þjónustu sem hann hefur upp á að bjóða rétt innan seilingar s.s. 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, sundlaug, Minjahús, gólfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. 
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið. Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins. Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Akureyri Whale Watching ehf.
Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins. Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó. Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.   Áætlun: Akureyri Hvalaskoðun: Tímabil: Brottfarir: Lengd: 1.jan - 31. jan Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst 1. feb-31. mars Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. apr-31. maí Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls 1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst   *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst  Hvalaskoðun express:  Tímabil: Brottfarir: Lengd: 15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst 1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst 1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst  * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.
Imagine Iceland Travel ehf.
Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu.    Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.   Dæmi um ferðir. Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss) Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss) Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð) Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn ) Northern Lights ( Norðurljósaferð) Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð ) Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)
Langanesferðir
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sveitasetrið Hofsstöðum
Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi. Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar. Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1. Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is ) Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Kaldbaks-kot Húsavík
Njótið náttúrunnar í sumarhúsum rétt utan við Húsavík. Staðsett á Demantshringnum þar sem náttúruperlurnar Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatnssveit og Goðafoss bíða þín. Húsin eru þannig staðsett að gestir verði sem minnst varir við hvorn annan og þaðan er stórkostlegt útsýni og mikið fugla- og dýralíf. Ef þú leitast eftir þægindum, kyrrð, orku og töfrum - þá finnur þú það í kotunum við Kaldbak.    Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Local tours ATV
Fjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland. Smellið á Facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar.  Skipuleggjum fjórhjólaferðir á Norðausturlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Hótel Tindastóll  Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma.  Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni. Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir. Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk. 
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!
Arctic Sea Tours ehf.
Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður. Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com. Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.

Aðrir (6)

Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Keldudalur Hegranesi 551 Sauðárkrókur 846-8185
Bændagistingin Hofsstöðum Hofsstaðir 551 Sauðárkrókur 453-6555
NW Adventures ehf. Glaumbær 560 Varmahlíð 867-8133
Gistihúsið Gimbur Reykjarhóll 570 Fljót 8993183