Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Norðurland er land vetrarævintýra. Norðurland býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir þá sem bæði vilja slaka á og njóta ævintýralegrar skemmtunar í sannkallaðri náttúruparadís. Á Norðurlandi eru fjölmargir möguleikar til útivistar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

    Það eru sjö skíðasvæði á Norðurlandi og eru þau með allra skemmtilegustu skíðasvæðum landsins, þar eru brekkur sem henta bæði börnum og fullorðnum og góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk. Auk þess er önnur afþreying í boði eins og snjósleðaferðir, hestaferðir, jeppaferðir og skautahöll.

    Norðurland býður uppá fjölbreytta gistiaðstöðu, veitingastaði, áhugaverð söfn sem og blómstrandi leikhúslíf.

    Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

    Skíði og vetrarsport

    Norðurland er land vetrarævintýra. Norðurland býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir þá sem bæði vilja slaka á og njóta ævintýralegrar skemmtunar í sannkallaðri náttúruparadís. Á Norðurlandi eru fjölmargir möguleikar til útivistar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

    Það eru sjö skíðasvæði á Norðurlandi og eru þau með allra skemmtilegustu skíðasvæðium landsins, þar eru brekkur sem henta bæði börnum og fullorðnum og góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk. Auk þess er önnur afþreying í boði eins og snjósleðaferðir, hestaferðir, jeppaferðir og skautahöll. 

    Norðurland býður uppá fjölbreytta gistiaðstöðu, veitingastaði, áhugaverð söfn sem og blómstrandi leikhúslíf. 

    Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

    Vélsleða- og snjóbílaferðir

    Margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á snjósleðaferðir og snjótroðaraferðir. Þær henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið ævintýralegt.

    Hundasleðaferðir

    Að ferðast um á hundasleða er ævintýraleg upplifun sem að öllum líkindum gleymist seint. 

    Snjóþrúguganga

    Að ganga hraðar, lengra og á nýja staði er hægt með snjóþrúgum. Ekki láta snjóinn stoppa þig.

    Norðurljósaferðir

    Mörg fyrirtæki bjóða uppá einstakar ferðir þar sem Norðurljósin eru elt uppi.