Fyrir þá sem vilja gera vel við sig og kaupa gistingu með fullri þjónustu og þægindum, þá er hótel rétti kosturinn. Á Norðurlandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum, þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Gisting á Norðurlandi
Um allt Norðurland er að finna mikinn fjölda gistiheimila af ýmsum stærðum og gerðum. Gistiheimili bjóða oftast upp á ódýrari gistingu en hótel, enda aðrar kröfur gerðar til þeirra. Gistiheimili eru engu að síður frábærir gististaðir sem bjóða upp á persónulega þjónustu.
Einfalt og ódýrt sem hentar vel þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Hér er lögð áhersla á að fólk bjargi sér sjálft og með því móti er hægt að halda verðinu í lágmarki. Oft er hægt að leigja 2-6 manna herbergi og eru hreinlætisaðstæður góðar. Fín aðstaða til að elda sinn eigin mat og oft er boðið uppá sameiginlegt rými þar sem fólk getur setið og spilað, lesið eða horft á sjónvarpið.
Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.
Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum.
Sumarhús hafa alltaf verið vinsæll kostur hjá Íslendingum þegar ferðast er um landið. Það er notarlegt að koma inní heitan sumarbústað eftir skoðunarferð dagsins, kveikja upp í grillinu og láta jafnvel renna í pottinn ef hann er til staðar. Njóta kyrrðarinnar í fallegu umhverfi.
Aðstæður í sumarhúsum eru mismunandi en það er sérstaklega hentug að leigja stórt sumarhús þegar fleiri ferðast saman.