Dagsferðir geta innihaldið ýmsa afþreyingu. Hver sem árstíðin er, þá getur þú fundið ferðir sem reyna svolítið á líkamann, svo sem skíði, snjósleða, hestaferðir, sæþotur, hjólaferðir, gönguferðir eða köfun. Fyrir þá sem eru að leita að aðeins meiri þægindum, er hægt að fara um borð í báta, rútu, jeppa, flugvél, þyrlu eða jafnvel snjótroðara og upplifðað allt það besta á Norðurlandi.
Ferðasalar
Rútur ganga um allt landið. Sumar leiðir er ekið allan ársins hring, en aðrar eru aðeins opnar yfir sumartímann. Hægt er að nálgast kort sem sýna allar rútu- og strætisvagnaferðir um landið, meðal annars á upplýsingamiðstöðvum ferðamála. Til þess að bóka í flugrútuna á Akureyri þá er það gert hér https://www.sysli.is/is/flugstraeto-akureyri/aaetlun-flugstraeto.
Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.
Fyrir þá sem kjósa að hafa það sérstaklega náðugt er fjölmargt í boði. Glæsilega gistimöguleika má finna um allt land, matargerð á heims mælikvarða og heilsulindir sem dekra við viðskiptavininn frá toppi til táar. Einnig er mögulegt að ráða leiðsögumenn og bílstjóra sem sjá um einka leiðsögn og akstur.