Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sjóstangaveiði

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um land er hægt að komast í slíkar ferðir. 

Drangeyjarferðir ehf.
Ferður út í Drangey frá Sauðárkróki hefjast 1. júní og eru til 20. ágúst. Förum daglega kl.9:30, og við bætum við ferðum eftir þörfum og óskum. Í maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi. Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum og er þar lundinn frægastur fugla. Ferðin í Drangey tekur ca. 4 klst. með siglingu, göngu, leiðsögn, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Arctic Sea Tours ehf.
Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður. Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com. Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.  Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.
Whale Watching Hauganes
Whale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.   Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.   Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.   Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur. Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.   Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is  
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!

Aðrir (2)

FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Arctic See Angling and Hunting Böggvisbraut 6 620 Dalvík 663-8828