Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller hafa rekið ferðaþjónustu að Ytra Lóni á Langanesi síðan 1998. Þau stunda einnig sauðfjár- og hrossarækt, skógrækt og margvíslegan hlunnindabúskap á jörðinni, en allt styður þetta vel hvað við annað.
Í dag bjóða Mirjam og Sverrir upp á íbúðagistingu, aðstöðu fyrir fundi og námskeið, auk veitingaþjónustu. Einnig bjóða þau upp á bæði göngu- og bílferðir um Langanes og víðar. Viðskiptavinir þeirra eru bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar.
„Okkar sérstaða er fólgin í okkar rólega umhverfi. Við getum boðið ferðamönnum upp á frið og ró, en einnig afar sterka tengingu við náttúruna og dýrin a bænum“