Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingamiðstöðvar

Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar um landið. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.

Upplýsingamiðstöðin Varmahlíð
Upplýsingamiðstöðin fyrir Skagafjörð er staðsett í Varmahlíð. Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar veita upplýsingar um gönguleiðir, gistimöguleika, veitingar, áhugaverði staðir, veður, færð á vegum, afþreyingu og margt fleira.Í húsnæðinu er handsverkfélagið Alþýðulist einnig með verslun. Opnunartímar:Lokað í janúar og febrúar1. mars- 30. apríl: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 10:00 til 16:00  1. maí - 30. október, daglega frá 10:00 til 17:00  1. nóvember - 31. des: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 10:00 til 16:00
Upplýsingamiðstöðin á Akureyri (Landshlutamiðstöð)
Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar veitir upplýsingar um afþreyingu, veður, færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir, gistimöguleika, veitingar og margt fleira á Norðurlandi og víðar um land. Opnunartími 2024Í apríl og maí er opið alla daga kl 10:00-15:00Í júní, júlí og ágúst er opið alla daga 8:00-16:00Í september er opið alla daga 10:00-15:00
Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar - Ólafsfirði (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöð ferðamanna Ólafsfirði er staðsett í Bókasafni Fjallabyggðar.
Upplýsingamiðstöð Þórshafnar (Svæðismiðstöð)
Upplýsingarmiðstöð Langanesbyggðar er staðsett í íþróttahúsinu Verinu.  Jafnframt því að ferðamenn geti nálgast upplýsingar í upplýsingarmiðstöðinni geta ferðamenn komist í þvottavél, þurrkari og internetsamband.
Gestastofan Gígur
Gestastofan Gígur í Mývatnssveit er opin allan ársins hring. Þar veita landverðir og þjónustufulltrúar gestum fræðslu og upplýsingar um náttúrufar, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Opið alla daga, frá 10:00-14:00.
Upplýsingamiðstöð Dalvíkur - (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöð Dalvíkur er opin sem hér segir: Sumar (1. júní - 31. ágúst):Virkir dagar 10:00 - 17:00Laugardagar: 12:00 - 17:00Sunnudagar: Lokað Vetur:Upplýsingamiðstöðin sjálf lokuð en bókasafnið í sama húsi veitir upplýsingar.  
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Gljúfrastofa er ein af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er falleg fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir gesti. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúruperlur, sögu og þjónustu. Gljúfrastofa er hluti af Norðurstrandarleið og Demantshringnum. Þar er rafhleðslustöð frá ON Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2024:16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudagmaí: 10-16 alla dagajún - ágú: 9-17 alla dagasept - okt: 11-16 alla daganóv - des: 11-15 virka daga Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .
Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði
Upplýsingamiðstöðin er staðsett í bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki

Aðrir (2)

Almenningssamgöngur - upplýsingasíða - 101 Reykjavík 864-2776
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar Strandgata 2 625 Ólafsfjörður 466-4044