Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Okkar auðlind - Tourism Matters


Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk. Síðustu ár hefur komið í ljós  hvernig sífellt fleiri svæði geta litið á ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein sem aftur verður til þess að fjölmargir brottfluttir íbúar koma aftur til baka í sína heimabyggð og þá með mikla reynslu og þekkingu í farteskinu. Á Norðurlandi hefur beint millilandaflug yfir vetrartímann haft gríðarlega mikil áhrif á þessa þróun.

Sjá fleiri myndbönd

Vaxtaverkir óhjákvæmilegir
Þetta er aðeins örlítil mynd af því hversu jákvæð áhrif ferðaþjónustan hefur á Ísland, hversu miklu hún skilar til samfélagsins og íbúa. Þegar atvinnugrein þróast og vex eins hratt og ferðaþjónustan á Íslandi hefur gert er óhjákvæmilegt að vaxtaverkir komi upp. Ýmis mál hafa komið upp sem varða innviði, gæðamál, náttúruvernd, fræðslu, upplýsingar og skipulag. Þetta eru allt áskoranir sem samfélagið allt tekur þátt í að ræða og leysa. 

Öflug, fjölbreytt og ábyrg ferðaþjónusta
Í fjölmiðlum getur umræðan oft snúist um það sem miður fer, og því vill Markaðsstofa Norðurlands leggja sitt af mörkum til að benda á jákvæðu áhrifin sem ferðaþjónusta hefur fyrir allt samfélagið. Hér á síðunni má sjá fjölbreytt viðtöl við fólk í ferðaþjónustu, það fyrsta var birt árið 2017. Þannig getum við fengið skýrar upplýsingar beint frá fólkinu sem starfar í ferðaþjónustunni um allt land. Við getum með því sýnt Íslendingum sem og erlendum gestum hversu öflug, fjölbreytt og ábyrg ferðaþjónustan er. Við getum dregið fram hversu mörg störf eru í raun í ferðaþjónustu, hversu fjölbreytt störfin eru, hvernig ferðaþjónustufyrirtækin taka virkan þátt í samfélaginu og auka tekjur annarra atvinnugreina. Við getum dregið fram að á öllu landinu séu einstakar náttúruperlur sem draga að sér gesti og vekja athygli um allan heim. Að fólk í ferðaþjónustu beri mikla virðingu fyrir sínu samfélagi og þeirri náttúru sem unnið er með auk þess sem ferðaþjónustan skapi líf, gleði, fjölbreytni og mikla möguleika á uppbyggingu svæða.

Ein mikilvægasta auðlindin
Við spyrjum einfaldlega hvers vegna er fólk í ferðaþjónustu, hvert er aðdráttaraflið á hverju svæði, hvaða áhrif hefur ferðaþjónustan á lífið, samfélagið, náttúruna og efnahaginn. Hverjar eru helstu áskoranir og hvernig sjér fólk ferðaþjónustuna þróast áfram? Hvaða áhrif hefur beint millilandaflug?

Við vonum að þetta verkefni komi því á framfæri að hér á Norðurlandi sem og á landinu öllu erum við með öfluga, fjölbreytta og góða ferðaþjónustu sem við hvert og eitt okkar höfum mikinn ávinning af að styðja við, hvetja áfram og byggja upp. Kröftug ferðaþjónusta er ein mikilvægasta auðlind Íslendinga. 

  • „Það er svo sannarlega hægt að efla ferðaþjónustuna yfir veturinn“

    „Beint millilandaflug inn á Akureyri eykur auðvitað aðgengið inn á svæðið okkar. Það er styttra að koma til okkar og þess vegna skiptir það máli. Það er líka auðvitað yfir vetrartímann, ekki alltaf fært landleiðina, en það er fært loftleiðina. Þannig að það hefur mikil áhrif“ segir Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri 1238: Battle of Iceland.
  • „Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

    „Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum held ég fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og vonandi er þetta bara upphafið að einhverju meira þar. Það er gríðarlega langt til Keflavíkur, þó að okkur sem búum fyrir norðan finnist það kannski ekki þegar við erum að fara til útlanda. Fyrir fólk sem ætlar að stoppa stutt á Íslandi, þá er alveg drjúglangt að fara norður í land,“ segir Fjóla Viktorsdóttir, meðeigandi ferðaþjónustunnar á Syðra-Skörðugili í nýjasta myndbandinu í seríunni Okkar Auðlind.
  • „Stór tækifæri í vetrarferðaþjónustu“

    „Beint millilandaflug skilar ferðamanninum betur til okkar. Við fáum mjög lítinn hluta norður af þeim ferðamönnum sem koma suður, alltof lítinn hluta. En hérna fáum við ferðamenn bara beint inn á svæðið og því mun meiri líkur á að þeir nýti sér þá þjónustu sem hér er í boði,“ segir Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Greifans í nýjasta viðtali Okkar auðlindar.
  • „Við eigum svo mikla möguleika í vetrarferðaþjónustu“

    „Beint millilandaflug til Akureyrar er risastórt mál fyrir okkur og fyrir þetta samfélag hér. Bæði fyrir vinnustaðinn minn, Jarðböðin og bara fyrir samfélagið í heild sinni.“