Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gisting á bóndabæ er alveg sérstök upplifun og færir gesti nær fólkinu í landinu. Bændur lifa og starfa í mikilli nánd við náttúru landsins og búa yfir ýmsum fróðleik og skemmtilegum sögum úr sínu nærumhverfi. Að gista á bóndabæ er eitthvað sem allir ættu að prófa

Hótel í Sveinbjarnargerði
Hótel Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.
Ytra Lón Farm Lodge
Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar. Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana... Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.  Við bjóðum upp á:  Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu. Leiðsögn um búið Heitur pottur Silungsveiði í lóninu Skoðunarferðir um Langanesið
Breiðamýri
Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við. Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur.  Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin. Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum. Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum. 
Einishús
Glæsileg gistiaðstaða í fullbúnum heilsárshúsum, heitur pottur og grill með hverju húsi. Loka þrif innifalin. Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágrenni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík. Stærri húsin eru tvö: eins uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu, einnig hárþurrku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur. Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurrku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélar helluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.
Sölvanes
Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið.  Frítt WiFi Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020) Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur. Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/ Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur. Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni. Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is
Fell Cottages
Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.Búið er að koma upp sjósundskýli og því fullkomin ástæða til að skella sér í sjóinn í þessari fallegu fjöru.  Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum. Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða. Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða. Verið velkomin í gistingu að Felli. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Dæli Guesthouse
Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu. Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar! Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi. Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Gistiheimilið Grásteinn
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.  Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum.  Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því. Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.   Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.
Gistiheimilið Brekka
Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns. Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar. Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Fljótsbakki sveitahótel
Fljótsbakki er fullkomlega staðsett á milli Akureyrar, Mývatnssveitar og Húsavíkur í töfrandi umhverfi fjalla, vatna og dýra.  Það er stutt til allra átta og margt að sjá og geri í nágrenninu. Fljótsbakki er fjölskylduvænt þar sem börnin geta notið sín í öruggu umhverfi.  í boði eru 12 ný tveggja manna herbergi, árið 2016 var allt tekið í gegn og ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi áður verið fjós.  Veitingastaðurinn er opinn frá júní til september þar sem hægt er að fá heimagerðan mat í hádeginu og kvöldin. Reynt er eftir fremsta megni að vinna með mat úr sveitinni og að hann sé sem ferskastur.     
Lamb Inn
Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara. Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira. Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina. Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins. Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi. Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.   Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.   Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.  
Sveitasetrið Hofsstöðum
Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi. Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar. Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1. Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is ) Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.  Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.
Brúnalaug Guesthouse
Brúnalaug Guesthouse er fjölskylduvænn gististaður í Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit Gistingin er fyrir 5-7. Í húsinu eru tvö tveggja manna herbergi (annað með kojum), eitt eins manns herbergi, svefnsófi er í stofu, tvö salerni, þar af annað með sturtu, stofa og eldhús. Við húsið er verönd með heitum potti og grilli. Staðsetning er við þjóðveg 823, Miðbraut í Eyjafjarðarsveit. Um 14 km frá miðbæ Akureyrar, 1,5km í góða sundlaug á Hrafnagili, stutt í Jólagarðinn. Um 1 klst. akstur er í Mývatnssveit.
Sóti Lodge
Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga. Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik. Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa. Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta. 
Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi
Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.   Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa. • Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)• Reyklaus gisting• Hefðbundinn búskapur• Fuglaskoðun• Merktar gönguleiðir• Húsdýr til sýnis• Eldunaraðstaða og grillhús Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun. Næsta verslun: Blönduós, 32 km
Íslandsbærinn - Old Farm
Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar. Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni. Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins. Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði. Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk. ATH að húsið leigist út sem ein heild.
Icelandhorsetours - Helluland
Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!
Ásar Guesthouse
Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu með sjónvarpi. Við dekrum við gestina okkar á allan hátt svo dvölin verði sem eftirminnilegust.  Girnilegur morgunverður er innifalinn í gistingunni og ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum þegar þeir koma á fætur.  Gistiheimilið er staðsett í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km. frá Akureyri, umvafið fallegum fjöllum í fullkominni kyrrð og ró.  Í Eyjafjarðarsveit má finna margs konar afþreyingu, veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og gallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur. Ásar Guesthouse er opið allt árið og vel staðsett fyrir skíðaáhugafólk sem vill nýta sér frábæra skíðastaði í nágrenninu. Heitur pottur er á veröndinni með fallegu útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar.  Fátt er betra en að láta líða úr sér eftir daginn í heitum potti og á fallegum vetrarkvöldum með stjörnubjartan himinn eða dansandi norðurljós.
Gistihúsið Narfastöðum
Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar. Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi. Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
Grímstunga I
Grímstunga er bændagisting í Fjallahreppi. Við bjóðum upp á gistingu í 2-3 húsum þar sem herbergi eru ýmist með vaski eða ekki. Við bjóðum upp á hefðbundna gistingu sem og svefnpokapláss.

Aðrir (25)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Stóra-Giljá Ásar 541 Blönduós 845-2684
Stekkjardalur Stekkjardalur 541 Blönduós 452-7171
Ferðaþjónustan Glæsibær Skagafjörður 551 Sauðárkrókur 892-5530
Bændagistingin Hofsstöðum Hofsstaðir 551 Sauðárkrókur 453-6555
Keldudalur Hegranesi 551 Sauðárkrókur 846-8185
Saurbær Saurbær v / Vindheimamela 560 Varmahlíð 453-8012
Gistihúsið Syðra-Skörðugil Syðra-Skörðugil 560 Varmahlíð 897 0611
Sumarhúsin Fögruvík Hörgársveit 601 Akureyri 6900007
Gistiheimilið Pétursborg Akureyri 604 Akureyri 461-1811
Syðri-Hagi Syðri-Hagi, Árskógsströnd 621 Dalvík 849-8934 (e
Hótel Rauðaskriða Rauðaskriða, Aðaldalur 641 Húsavík 8956730
Gistiheimilið Rauðaskriða Rauðaskriða, Aðaldal 641 Húsavík 8956730
Hagi I Hagi 1, Aðaldalur 641 Húsavík 899-3527
Þinghúsið Hraunbær Aðaldalur 641 Húsavík 464-3695
Klambrasel / Langavatn Aðaldalur 641 Húsavík 852-8222
Gistiheimilið Kiðagil Barnaskóla Bárðdæla 645 Fosshóll 464-3290
Stóru-Laugar Reykjadal 650 Laugar 464-2990
Öndólfsstaðir - Bed & breakfast Öndólfsstaðir 650 Laugar 891-7607
Vallakot Gistiheimili Vallakot 650 Laugar 847-7682
Gistiheimilið Stöng Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4252
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun Helluhraun 15 660 Mývatn 899-6203
Ferðaþjónusta bænda Skútustöðum Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4212
Keldunes Keldunes II 671 Kópasker 465-2275