Leyndarmál Norðurlands
Fólk í ferðaþjónustu fær oft spurningar frá sínum gestum um hvað þeim finnist sjálfum skemmtilegast að gera, hvaða staði þeim finnst best að heimasækja eða hvaða matur úr héraði sé þeirra uppáhalds. Nokkrir Norðlendingar í ferðaþjónustu deila hér leyndarmálum sem geta nýst ferðalöngum í leit að nýjum hugmyndum fyrir ferðalagið sitt um Norðurland.