Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skíði og vetrarsport

Norðurland er land vetrarævintýra. Norðurland býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir þá sem bæði vilja slaka á og njóta ævintýralegrar skemmtunar í sannkallaðri náttúruparadís. Á Norðurlandi eru fjölmargir möguleikar til útivistar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Það eru sjö skíðasvæði á Norðurlandi og eru þau með allra skemmtilegustu skíðasvæðium landsins, þar eru brekkur sem henta bæði börnum og fullorðnum og góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk. Auk þess er önnur afþreying í boði eins og snjósleðaferðir, hestaferðir, jeppaferðir og skautahöll. 

Norðurland býður uppá fjölbreytta gistiaðstöðu, veitingastaði, áhugaverð söfn sem og blómstrandi leikhúslíf. 

Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Iceland Snow Sports
Icelandsnowsports er skíða- og brettaskóli staðsettur á Tröllaskaga. Við erum hópur skíða- og brettakennara með margra ára reynslu.  Þó svo að skólinn sé staðsettur á Tröllaskaga þá vinnum við um allt Ísland.  Á Tröllaskaga og norðausturlandi eru 5 skíðasvæði og stutt þeirra á milli.  Við viljum veita persónulega þjónustu og bjóðum uppá einka- og hópatíma að hámarki sex manns. Við kennum bæði byrjendum og lengra komnum.Þjónusta okkar miðar að því að þú velur á hvaða skíðasvæði við mætum.Hvort sem þú ert að fara í fyrsta skipti í brekkurnar eða með mikla reynslu þá erum við mjög spennt fyrir því að gera upplifun þína einstaka. 
Skíðasvæðið Tindastóli
Skíðasvæðið í Tindastóli hentar sérlega vel fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna tvær lyftur ásamt töfrateppi. Neðri lyfta fer í 900 metra hæð (440 metra yfir sjávarmáli) og eru 2 brautir norðan og vestan megin. Efri lyftan byrjar þar sem fyrri endar, er 1045 metrar á hæð og fer alveg upp á topp Tindastóls þar sem lofhæðin er 903 metrar yfir sjávarmáli og útsýnið einstakt. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk í Tindastóli. Töfrateppið er frábært fyrir byrjendur og lengra komna og er braut í kringum það líka. Göngubraut er troðin alla daga sem opið er á svæðinu. Troðinn er 4-7 km hringur í fjölbreyttu landslagi, en einnig er hægt að fara styttri hring á tiltölulega sléttu svæði. Nokkrar leiðir eru einnig fyrir snjóþotur og slöngur. Hægt er að leigja allan skíðabúnað í Tindastóli.
Skíðasvæðið Skarðsdal
Skíðasvæðið í Skarðsdal má telja með skemmtilegustu skíðasvæðum landsins en þar eru þrjár lyftur og nýlegur skíðaskáli þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrirmyndar.Nýlega voru Héðinsfjarðargöngin opnuð og tekur einungis rúman klukkutíma að keyra frá Akureyri til Siglufjarðar.Upplýsingar: Skíðasvæði: 467-1806 / 878-3399. www.skardsdalur.is  
Bergmenn ehf.
Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku. Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir. Sjáumst á fjöllum. www.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com                                         
Skautahöllin
Skautahöllin Akureyri býður uppá frábæra hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Skautahöllin er opin almenningi um helgarfrá byrjun september til lok apríl en einnig eru aukaopnanir eru í kringum stórhátíðir (jól og páska). Í Skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta á sanngjörnu verði og fá lánaða hjálma án endurgjalds auk skerpingarþjónustu. Í skautahöllinni er veitingarsala, veitingarsvæði ásamt fullkomnu hljóðkefi og hreyfiljósum.
Skíðasvæðið Hlíðarfjalli
Hlíðarfjall hefur verið í fremstu röð skíðasvæða á Íslandi í 60 ár. Á skíðasvæðinu eru 8 mismunandi lyftur og fjölbreyttar og skemmtilegar skíðabrekkur með frábæru útsýni yfir Eyjafjörð. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk og aðstaða fyrir gönguskíðafólk er góð. Gönguskíðabrautir allt frá 1,2 – 10 km eru lagðar þegar veður og aðstæður leyfa og eru yfirleitt troðnar einni klst. fyrir auglýstan opnunartíma. Hluti af gönguskíðabrautinni, 3,5 km, er upplýstur á hverjum degi til kl. 22:00. Það ættu allir að geta fundið brekkur við sitt hæfi. Snjóframleiðslukerfi er í Hlíðarfjalli sem tryggir gott færi allan veturinn. Skíða- og snjóbrettaskóli Hlíðarfjalls er fyrir börn á aldrinum 5-15 ára. Einnig eru námskeið í boði fyrir fullorðna svo og einkakennsla fyrir alla aldurshópa. Veitingasala er á tveimur stöðum í Hlíðarfjalli, í skíðahótelinu sjálfu og Strýtuskála. Í Hlíðarfjalli er starfrækt skíða- og snjóbrettaleiga þar sem hægt er að leigja allan búnað. Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða til útivistar á sumrin og boðið er uppá lyftuferðir fyrir gangandi og fjallahjólara sem geta tekið hjólin með sér í lyftuna. Fjarkinn stólalyfta er aðal lyftan á sumrin en í ár opnar efri stólalyftan, Fjallkonan, 5 helgar til að leyfa gestum að komast með lyftum uppfyrir 1000m. Í Hlíðarfjalli er eini hjólagarður Íslands með frábærum hjólaleiðum víðsvegar um fjallið sem tengjast svo áfram niður í Glerárdal og alla leið út í Kjarnaskóg ef útí það er farið. Svæðið er ekki síður skemmtilegt fyrir gangandi sem geta notið útsýnisins yfir Eyjafjörðinn og gengið um í fallegu landslagi ofan við Akureyri. Hægt er að ganga ýmsar leiðir um hlíðar fjallsins eða halda uppá fjallið sjálft að t.d Harðarvörðu. Gangandi gestir geta bæði gengið niður eða nýtt sér lyfturnar svo það getur nánast hver sem er komið með í Hlíðarfjall að sumri til, ungir sem aldnir. Opnunartímabil Hlíðarfjalls sumarið 2024: Fjarki stólalyfta – 11. Júlí til 8. September - Fimmtudag til Sunnudags Fjallkona stólalyfta – 27. Júlí til 25. Ágúst – Laugardaga og Sunnudaga
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.  Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk. Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Arctic Heli Skiing
Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandiog bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing varstofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku áTröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com).  Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, alltfrá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvaðvið sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur ímiðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einusinni á lífsleiðinni. Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júnímeð frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk ogað sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum viðskíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða meðlöngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekkilengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma ásólarhring. Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til aðfræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjumokkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.www.arcticheliskiing.comwww.bergmenn.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com
Kaldbaksferðir
Kaldbaksferðir bjóða upp á ferðir á Kaldbak sem er 1.173 m hár og er hæstur tinda við norðanverðan Eyjafjörð, með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla.Kaldbaksferðir eiga tvo snjótroðara sem eru útbúnir með opnu farþegarými þannig að nauðsynlegt er að klæða sig í samræmi við það. Báðir bílarnir taka 32 farþega. Ferðin upp á Kaldbak tekur um 45 mínútur. Á kolli Kaldbaks ber hæst vörðu sem hlaðin var af dönsku herforingjastjórninni árið 1914, þar  er stoppað í um 15 mínútur og gefst þá góður tími til að njóta útsýnisins. Bílstjórar eru ólatir við að fræða farþega um það sem fyrir augu ber. Einnig er góður siður að skrifa nafn sitt í gestabókina. Bíllinn fer sömu leið niður og geta farþegarnir valið um að fara með honum aftur eða renna sér niður brekkurnar á skíðum, bretti,  eða snjóþotum. Hægt er að fá lánaða snjóþotu ef ævintýraþráin tekur völdin en hafin er fram leiðsla á Kaldbaksþotu sem er snjóþota sérsniðin fyrir fullorðna. Hún er stór og sterk og rúmar auðveldlega fulloðrinn ásamt barni og því sérstaklega fjölskylduvæn. Ef þið viljið heimsækja okkur á Facebokk, smellið hér .
Skíðasvæði Dalvíkur - Böggvisstaðafjalli
Skíðasvæðið á Dalvík er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og býður upp á fjölbreyttar brekkur með tveimur skíðalyftum, en á svæðinu er 1.200 metra löng upplýst brekka. Á skíðasvæðinu er snjóframleiðslukerfi sem gerir skíðasvæðið enn tryggara með snjó en áður. Þegar aðstæður leyfa er troðin göngubraut rétt við skíðasvæðið. Skíðaleiga er á staðnum. Það er tilvalið að koma til Dalvíkurbyggðar og upplifa kyrrð og ró í faðmi fjallanna.Upplýsingar: Skíðasvæðið: 466-1010  www.skidalvik.is
Skíðasvæðið í Kröflu
Skíðasvæðið í Kröflu er frábær viðbót í vetrarafþreyingu við Mývatn. Skíðasvæðið er opið samkvæmt auglýsingu hverju sinni sem er birt á heimasíðu skíðasvæðisins. Vinsæll möguleiki er að leigja skíðasvæðið fyrir sinn hóp gegn vægu gjaldi og þá er einnig hægt að kaupa auka þjónustu eins og sérstakt gönguskíðaspor.  Mývetningar ætla í sameininguað reyna að halda úti gönguskíðaspori í vetur en oftast eru spor í kring umSkútustaði, í Kröflu, Vogum og við Jarðböðin. Mikilvægt er að kynna sér hvar sébúið að spora áður en haldið er af stað en Jarðböðin ætla sér að halda útigönguskíðaspori svo lengi sem veður leyfir.
Skíðasvæðið Tindaöxl
Á Ólafsfirði eru kjöraðstæður til vetraríþrótta. Hægt er að fara í vélsleðaferðir um fjöll og dali í nágrenninnu og aðstaða til skíðaiðkunar er óvíða betri. Ólafsfirði er ein lyfta, 650 m löng. Brekkur við allra hæfi. Göngubrautir eru lagðar víða um bæinn og Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir gönguferðum í nágrenni bæjarins. Á skíðasvæðinu í Tindaöxl eru skíðalyftur og góðar svigbrautir. Brettamenn fá stór ótroðin svæði. Í skíðaskála Skíðafélagsins er hægt að kaupa veitingar, og í skálanum er svefnloft þar sem u.þ.b. 25.manns geta gist í svefnpokaplássum. 
Viking Heliskiing
Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið frá Sigló Hóteli á Siglufirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður. Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír. Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar. Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.
Skíðasvæði Húsavíkur
Skíðasvæði Húsavíkur er á Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk. Lyftan sem áður var í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019.  Gönguskíðapor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu skíðasvæða Norðurþings. Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar - fram að vori (apríl/maí). Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatn um 7 km. frá Húsavík. Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja.  Yfirleitt eru lagðar eru 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi.   Taka þarf mið af snjóalögum enda býður svæðið upp á mikla möguleika hvað varðar brautarlagningu. Um er að ræða tvöfalt spor ásamt troðnu skautaspori við hliðina. Opnun svæðisins er háð snjóalögum og veðri.  Mánudaga er lokað.  Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 18:30.  Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.    Stakan dag og árskort er hægt að kaupa á opnunartíma skíðasvæðisins, í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk. Árskort má einnig versla í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/nordurthing  Gjaldskrá Skíðasvæðis má finna á vef Norðurþings.  Daglegar færslur um opnun er hægt að sjá á Facebook-síðu skíðasvæða Norðurþings. Einnig eru upplýsingar inná síðu Skíðagöngudeildar Völsungs á Facebook. Sími á skíðsvæði er 8239978  Allar frekari upplýsingar veitir íþrótta-og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100 eða hafrun@nordurthing.is  

Aðrir (1)

Jóhann Garðar Þorbjörnsson Aðalstræti 15 600 Akureyri 848-7023