Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land
Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum.
View
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.
Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.
Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.
View
Sjóböðin-Geosea
Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring.
Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum
GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Flugfélagið Ernir flýgur á Aðaldalsflugvöll, rétt fyrir utan bæinn og Air Iceland Connect flýgur á Akureyrarflugvöll þaðan sem er tæplega klukkustundar akstur til Húsavíkur. Strætó gengur frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan eru fastar ferðir til Húsavíkur.
Opnunartímar:September-Maí er opið alla daga: 12:00-22:00Júní-Ágúst: 12:00-00:00
View
Jarðböðin við Mývatn
Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði.
Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.
Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn.
Opnunartími:Sumar: 10:00-23:00 Vetur: 12:00-22:00
View
Skógarböð
Skógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta nátturulauganna, þurrsánu, baða sig í kaldri laug, panta sér drykki af tveimur börum sem staðsettir eru í lauginni. Á staðnum er einnig að finna Skógar Bistró - þar sem hægt er að sitja inni og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi eða sitja úti á palli fyrir utan.
View
Heitir pottar á Hauganesi
Heitu pottarnir á Hauganesi njóta sífelldra vinsælda. Þeir eru opnir allt árið. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum.
Í fjörunni hafa verið settir upp þrjár stórir heitir pottar auk Víkingaskipsins, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Aðgangseyrir er 1.000 kr á mann á dag, 500 kr fyrir börn 12 ára og yngri, hægt er að greiða með AUR í síma 892 9795. Pottarnir eru opnir frá 9-20 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita (pottarnir kólna sjálfkrafa eftir kl 20) og skrá ábyrgðarmann. Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035.Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum en allir eru á eigin ábyrgð og við biðjum alla að ganga vel um!
View