Selaskoðun
Selaskoðun er mikil upplifun og er hvergi betra að skoða þessi fallegu dýr en þar sem þau njóta sín í sínu náttúrulega umhverfi. Selir eru forvitnir að eðlisfari þannig að með góðri myndavél er vel hægt að ná af þeim góðum myndum, í þeirra rétta umhverfi. Selaskoðun er upplifun sem mun lifa lengi í minnum og skapar svo sannarlega nýja sýn á líf og náttúru.
Selasetur Íslands er á Hvammstanga og þar er hægt að fræðast enn frekar um þessi flottu dýr.
Sellátur er svæði nærri sjó þar sem selir kæpa. Sellátur er að finna víðast hvar þar sem selir halda sig og er Vatnsnesið eitt helsta selaskoðunarsvæði Norðurlands. Einnig er hægt að skoða seli á Melrakkasléttu. Látur eru yfirleitt nærri flæðarmálinu og selirnir liggja þar á fjöru en svamla í sjónum á flóði. Í einu látri geta verið allt frá fáeinum dýrum upp í mörg hundruð.
Selskoðun er frábært afþreying fyrir alla fjölskylduna en við minnum á að fara varlega í kringum selina og passa að trufla þá sem minnst.
Það er gott að hafa eftirfarandi í huga: Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir. Hreyfið ykkur varlega, ekki hafa hátt og aldrei kasta hlutum í kringum selina. Vinsamlegast ekki nota dróna þar sem selirnir hræðast þá.
Aðrir (1)
Brekkulækur | Brekkulækur | 531 Hvammstangi | 451-2938 |