Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sundlaugar

Fjölmargar sundlaugar eru á Norðurlandi.  Flestar eru útilaugar sem eru hitaðar með jarðhitavatni.  Einstaka sundlaugar eru hitaðar upp með öðrum hætti og eru það oftast innilaugar.  Sundlaugarnar voru í fyrstu byggðar sem kennslulaugar, en með árunum hafa verið bætt við þjónustuna með heitum pottum, eimböðum, gufuböðum, ljósabekkum, vatnsrennibrautum, barna og busllaugum ásamt leiktækjum fyrir börn.

Sundlaugin Varmahlíð
Sundlaugin í Varmahlíð er vinsæl fjölskyldulaug með tvær rennibrautir. Önnur er lítil og góð fyrir þau minnstu en hin er stór og hentar betur fyrir eldri börn. Laugin skiptist í 25 metra laug og 8 metra laug sem er grynnri og heitari og hentar einstaklega vel fyrir alla fjöslkylduna. Stutt er í Reykjarhólinn frá Sundlauginni í Varmahlíð, en þar er að finna skemmtilegar gönguleiðir fyrir alla aldurshópa og einstakt útsýni. Við hliðina á sundlauginni er körfuboltavöllur og aðeins ofar er að finna sparkvöll og ærslabelg.
Sundlaugin Þórshöfn
-
Sundlaugin Skagaströnd
Opnunartími í sumar:Mánudaga-föstudaga: 10:00-20:200Helgar: 13:00-17:00
Sundlaugin Siglufirði
Sundöllin á Siglufirði er innilaug 10 x 25 metrar. Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna. Opnunartíma sundlaugarinnar má nálgast á heimasíðu okkar: https://www.fjallabyggd.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/ithrottamidstod-fjallabyggdar 
Sundlaugin Hvammstanga
Afgreiðslutími Sumaropnun 1. júní til 31. ágúst Mánudaga – föstudaga: 07:00 – 21:00 Laugar- og sunnudaga: 10:00 – 18:00 Vetraropnun, 1. september til 31. maí Mánudaga – fimmtudaga: 07:00- 21:30 Föstudaga: 07:00 – 19:00 Laugar – og sunnudaga: 10:00-16:00 Um sundlaugina Sundlaug: 25m x 11m útilaug með fjórum brautum Heitur pottur með vatnsnuddi Barnapottur Vaðlaug Gufubað Þvottavél og þurrkari til afnota fyrir gesti Þrektækjasalur Rennibraut Verið velkomin að nota þá fyrirmyndar aðstöðu sem við bjóðum upp á.
Sundlaugin Húsavík
Opnunartímar eru sem hér segir: Sumar:Virkir dagar: 06:45-21:00Laugardagar og sunnudagar: 10:00-18:00  Vetur:Virkir dagar: 06:45-09.30 og 14:30-21:00Laugardagar og sunnudagar: 11:00-16:00 Finnið okkur á Facebook hér.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Sundlaugin Grenivík
Sumaropnun Mánud. – föstud. 11:00 – 19:00Laugard. og sunnud. 10:00 – 18:00 Vetraropnun:Mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar og föstudagar: 15:30-18:30.Fimmtudagar: 17:00-21:00Laugardagur og sunnudagur: 11:00-15:00
Sundlaugin Svalbarðseyri
Sundlaugin Raufarhöfn
Opnunartími: Sumaropnun júní-ágúst: Mánud-föstud 14:00-19:30 laugard-sunnud 12:00-16:30   VetraropnunMán, mið, fös 17:00-19:30Laugardaga 14:00-16:30  Finnið okkur á Facebook hér.
Sundlaugin á Hofsósi
Sundlaugin á Hofsósi þykir sérstaklega falleg og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga frá því hún var tekin í notkun. Sundlaugin og umhverfi hennar er einkar glæsilegt. Lauginni var valinn staður niður á sjávarbakka, sunnarlega í þorpinu, ofan við svonefnda Staðarbjargarvík. Laugin er þannig frágengin að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey. Það voru athafnakonurnar Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir sem gáfu íbúum á Hofsósi sundlaugina á kvennréttindadaginn 19. júní árið 2007.
Sundlaugin Ólafsfirði
Í Ólafsfirði er úti sundlaug 8 x 25 m, 2 heitir pottar 38° og 40° og er annar m/nuddi. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl . Opnunartíma sundlaugarinnar má nálgast á heimasíðu okkar: https://www.fjallabyggd.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/ithrottamidstod-fjallabyggdar  Hlökkum til að fá ykkur.
Sundlaug Akureyrar
Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi Afgreiðslutími: Sjá https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools
Sundlaugin Illugastöðum
-
Sundlaugin Þelamörk
Opnunartímar 2024:Sumartími: 6. júní-23. ágúst:Sunnudaga - fimmtudaga kl. 11-22Föstudaga - laugardaga kl. 11-18  Vetur: 24. ágúst-5. júní: Mánudaga - fimmtudaga kl. 17:00-22:30 Föstudaga kl. 17:00-20:00Laugardaga kl. 11:00-18:00Sunnudaga kl. 11:00-22:30
Sundlaugin Stórutjarnarskóla
Opnunartíma og verð sundlaugarinnar má nálgast á vefsíðu okkar: http://www.storutjarnaskoli.is/default.asp?sid_id=8889&tre_rod=023|&tId=1 Við hlökkum til að fá ykkur.
Sundlaug Sauðárkróks
Heitu pottunum í Sundlaug Sauðárkróks hefur verið lýst sem þeim bestu á landinu, en pottarnir eru tveir, annar 39°C og hinn 41°C. Í báðum pottum er loftnudd. Sundlaugin er 25x8 metrar.
Sundlaugin Laugum
Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug. Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.    Sumaropnun sundlaugar og líkamsræktar (júní-ágúst)  Opið alla daga frá 10-21   Vetraropnun (september-maí) Mánudaga - fimmtudaga 7:30-9:30 and 16-21:30 Föstudaga 7:30-9:30Laugardaga og sunnudaga 12-16    Þú finnur okkur á Facebook: Sundlaug Laugum  
Sundlaugin Dalvík
 Sundlaug Dalvíkur var tekin í notkun haust 1994. Sundlaugin er þekkt fyrir fallegan byggingarstíl og hið frábæra útsýni hvort sem er úr pottum eða turni. Sundlaugin er afar vinsæl meðal ferðamanna sem njóta hvíldar og sólbaða á sumrin og þeirra sem heimsækja okkur og upplifa norðurljósin á meðan slappað er af í pottunum. Hér má finna 12,5m x 25m sundlaug, heita potta, barna- og hvíldarlaug, vatnsrennibraut, vatnssvepp og eimbað. Íþróttahús sem byggt var við sundlaugarbygginguna var tekið í notkun í október 2010. Þar eru 25m x 44m íþróttasalur, tveir búningsklefar (í öllu húsinu eru því nú 6 búningsklefar), áhaldageymslur, aðalandyri þar sem gengið er inn bæði að íþróttasal og til laugar. Undirgöng tengja íþróttahús við aðstöðu ungmennafélagsins á neðri hæð sundlaugarbyggingar. Ííþróttahúsbyggingunni er líkamsræktaraðstaða með lyftingartækjum, hlaupabrettum og öllum helstu upphitunartækjum. Í sundlaugarbyggingunni er einnig að finna lítinn æfingarsal án tækja þar sem hóptímar fara fram. Þegar keyptur eraðgangur að líkamsræktinni fylgir aðgangur að sundlaug. Opnunartími Mánudagar - fimmtudagar:06:15-20:00  föstudagar:06:15-19:00  laugardagar - sunnudagar: 09:00-17:00
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið. Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins. Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Sundlaugin Blönduósi
Glæsilega útbúin íþróttamiðstöð, þrek- og lyftingasalur, sundlaug, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, ísbað og tvær stórar rennibrautir og hellingur af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum. Upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá má finna á heimasíðu og Facebook-síðu íþróttamiðstöðvarinnar.
Sundlaugin Hrafnagili
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heitur pottur, kalt kar (yfir sumartímann) og eimbað að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barnafjölskyldum, enda skipulagt þannig að gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti.  Í sundlauginni er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina.  Að auki er rampur frá bakka og niður að sundlaug sem auðveldar aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól. Vetraropnun íþróttamiðstöðvar: Mánudaga-fimmtudaga:06:30-08:00 og 14:00-22:00Föstudaga:06:30-08:00 og 14:00-19:00Laugardaga og sunnnudaga: 10:00-19:00 Sumaropnun íþróttamiðstöðvarOpið virka daga frá kl. 06:30-22:00Opið um helgar frá kl. 10:00-20:00 Fullorðnir Eitt skipti - 950 kr. 10 miðar - 5.200 kr. 30 miðar - 10.500 kr. Árskort - 33.000 kr. Börn 6-17 ára Eitt skipti - 300 kr. 10 miðar - 2.500 kr. Árskort - 2.500 kr. Eldri borgarar 67+ Eitt skipti - 450 kr. 30 miðar - 10.500 kr. Árskort - 16.500 kr. Leiga Sundföt - 700 kr. Handklæði - 700 kr. Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.100 kr. Sund + leiga á handklæði og sundfötum - 1.700 kr. Öryrkjar fá frítt í sund
Sundlaugin Grímsey
Í Grímsey er 12,5 metra innilaug, ásamt heitum potti og köldu keri. Sundlaugin í Grímsey er ekki með séraðstöðu fyrir fatlað fólk. Innanhúss kemst hjólastóll um húsið en þar er innilaug og innipottur. Afgreiðslutími:Sjá https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools 
Sundlaugin Hrísey
Sundlaugin í Hrísey er 12,5 metra útilaug. Þar er einnig heitur pottur, vaðlaug og kalt ker að ógleymdri sólbaðsaðstöðu. Afgreiðslutími:Sjá https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools
Glerárlaug
Glerárlaug er frábær 16 metra innilaug sem hentar vel til sundkennslu barna og unglinga, auk allra annarra kosta sem innilaugar hafa upp á að bjóða. Á svæðinu eru einnig tveir heitir nuddpottar og vaðlaug auk útiklefa. Á svæðinu er einnig kalt ker og sólbaðsaðstaða á útisvæði. Afgreiðslutími: https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools  
Sóti Lodge
Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga. Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik. Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa. Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta. 

Aðrir (3)

Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Heiðarbær Reykjahverfi 641 Húsavík 464-3903
Sundlaugin í Lundi Lundur 671 Kópasker 465-2248