Sundlaugin Varmahlíð
Sundlaugin í Varmahlíð er vinsæl fjölskyldulaug með tvær rennibrautir. Önnur er lítil og góð fyrir þau minnstu en hin er stór og hentar betur fyrir eldri börn. Laugin skiptist í 25 metra laug og 8 metra laug sem er grynnri og heitari og hentar einstaklega vel fyrir alla fjöslkylduna.
Stutt er í Reykjarhólinn frá Sundlauginni í Varmahlíð, en þar er að finna skemmtilegar gönguleiðir fyrir alla aldurshópa og einstakt útsýni. Við hliðina á sundlauginni er körfuboltavöllur og aðeins ofar er að finna sparkvöll og ærslabelg.
View