Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þetta er þitt tækifæri til að skoða og kynnast íslensku handverki og hönnun. Heimsæktu heimamenn og lærðu um einstaka og sérstaka hönnun frá Norðurlandi.

Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr
Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.   Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.   Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum. Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.
Safnasafnið - Alþýðulist Íslands
Safnasafnið safnar og miðlar listaverkum og handverki listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur fjölda verka, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Safnasafnið hefur algera sérstöðu meðal safna á Íslandi og er eina safnið sem markvisst heldur utan um Alþýðulistir með þessum hætti. Settar eru upp nýjar sýningar árlega sem opna á vorin, og safnið stendur fyrir viðburðum og útgáfum sem miðla og fagna alþýðulistum. Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Opið kl. 10:00 til 17:00, frá öðrum laugardegi í maí til annars sunnudags í september.
Sauðaneshús á Langanesi
Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður sem staðsettur er 7 km norðan við Þórshöfn. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi, Sauðaneshús, er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum, hlaðið úr grágrýti árið 1879, afar sjaldgæf bygging og er einstakt á landsvísu. Í kringum 1957 fór Sauðaneshús í eyði og stóð það kalt og yfirgefið í nærri 40 ár. Um 1990 var ákveðið að endurreisa húsið, sem þá var að hruni komið, og var reist nánast frá grunni, stein fyrir stein og fjöl fyrir fjöl, en endurbyggingin tók um 11 ár. Fallega endurbyggða húsið hýsir nú sýninguna “Að sækja björg í björg” sem unnin var á árunum 202-21. Þar er hægt að fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi og hvernig prestsbústaðurinn var í raun miðpunktur samfélagsins á svæðinu. Opið frá 15. júní til 15. ágúst, 11-17. Lokað á mánudögum. Nánari upplýsingar: http://www.husmus.is 
Safnahúsið á Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig að finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins.  Opið allan ársins hring.  15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17  1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16  
Ullarvinnslan Gilhagi
Ullarvinnsla heima á bæ þar sem hægt er kynnast ferlinu við vinnslu ullar allt frá sauðkind í ullarflík. Gestastofan er lokuð yfir haust og vetrarmánuðiÍ gestastofunni er hægt að nálgast vörur okkar og frá framleiðendum úr nágrenni okkar ásamt léttri hressinguVinnslan er lítil í sniðum og hefur sterka tengingu við handverkið við ullarvinnslu. Hrein ólituð íslensk ull beint frá bændum spunnin í náttúrulegum sauðalitum. Íslenska kindin hefur einstaka ull og eiginleika sem skila sér í bandinu og fullkláraðri flík.Ullarbandið er ólitað í náttúrulegum litum íslensku sauðkindarinnar.Tengingin við náttúruna er mikil og gott að njóta kyrrðarinnar sem henni fylgir.(Yfir vetrarmánuði mælum við með að hafa samband til að athuga með færð og opnunartíma)
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Gistiheimilið Gullsól
Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.   Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi. Þrjú einstaklingsherbergi. Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns) Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.   Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.   Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar. Frítt WIFI er innifalið í gistingu. Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota. Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti. Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum. Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.   Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi; Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma. Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.   Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is
Kakalaskáli
Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar. Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi. Við Kakalaskála er að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen. Hægt er að kaupa app (smáforrit) þar sem Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Sjá nánar á https://www.kakalaskali.is/appid  Í Kakalaskála er hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði og veislur. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika. Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt. Opnunartími sögu- og listasýningar:  Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní - 31. ágúst nema mánudaga.  Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther) Aðgangur: 3000 kr. / Eldri borgarar 2500 kr. Frítt fyrir yngri en 12 ára Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins): Alltaf opið, Frítt inn Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)
Daladýrð
Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin.  Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.  Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.   Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt. 
KIDKA Wool factory shop
KIDKA - Íslenskar ullarvörur framleiddar á Íslandi Framleiðslan Þátið og Framtíð
Sillukot – Sælusápur
Sillukot ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett á Gunnarsstöðum í Þistilfirði sem framleiðir, handgerðar sápur, kerti og varasalva ásamt að reka sauðfjárbú. Lögð er áhersla á að nota náttúruleg og góð hráefni við framleiðsluna.  Samhliða sápu- og kertagerð er rekið lítið Gallerí á Gunnarsstöðum og vefverslun sem selur vörur fyrirtækisins.
Menningarhúsið Hof
Í Hofi er framúrskarandi aðstaða fyrir allar gerðir viðburða. Fjölbreytt úrval rýma í húsinu gefur kost á að halda þar allt frá litlum stjórnarfundum og námskeiðum upp í fjölmennar ráðstefnur, stórtónleika og glæsilegar veislur. Starfsfólk Menningarhússins Hofs hefur mikla reynslu af skipulagningu fjölbreyttra viðburða og veitir faglega ráðgjöf auk þess að vera skipuleggjendum innan handar við undirbúning og framkvæmd. Menningarfélag Akureyrar á heima í Menningarhúsinu Hofi. Menningafélag Akureyrar er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af þremur menningarstofnunum á Akureyri; Leikfélagi Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélaginu Hofi. Sameiningin tók í gildi árið 2014 og er markmiðið að skapa öflugan vettvang fyrir þrjár af stærstu menningarstofnunum á Norðurlandi til að starfa saman, sækja fram í menningarlífi á Akureyri og efla enn frekar þá starfsemi sem þessir aðilar hafa staðið að. 
Hólabak Sveitaverslun
Á býlinu Hólabaki í Húnabyggð er rekin verslun sem býður upp á einstakar hágæða vefnaðar- og gjafavörur, með sterka tengingu við íslenska náttúru og líf og starf í íslenskri sveit. Staðsetningin og vöruúrvalið býður upp á óvanalega og vandfundna verslunarupplifun.
Listakot Dóru / Gallery og vinnustofa
Listakot Dóru, vinnustofa og gallery á bænum Vatnsdalshólum í Vatnsdal.  Þemasýningar á sumrin þar sem listamenn af norðurlandi vestra taka fyrir þjóðsögu, úr fornritum eða stað. Listamaðurinn sem rekur gallerýið málar olíumálverk-kort og kerti.Hún gerir gjafir eftir persónulegum óskum Hún vinnur lika listaverk sem flokkast undir hringrásarkerfið.

Aðrir (8)

Verslunarminjasafn Bardúsa Brekkugata 4 530 Hvammstangi 451-2747
Leirhús Grétu Litli-Ós 531 Hvammstangi 451-2482
Minjastofa Kvennaskólans Árbraut 31 540 Blönduós 892-4928
Flóra menningarhús Sigurhæðir 600 Akureyri 661-0207
Miðaldadagar á Gásum Þelamerkurskóli 604 Akureyri 462-4162
Arnarnes Álfasetur Arnarnes 604 Akureyri 894-5358
Brúnir - Horse, Home food and Art Brúnir 605 Akureyri 863-1470
Dyngjan - listhús Fíflbrekka 605 Akureyri 899-8770