Sjálfbærni og ferðalög
Sjálfbærni
Sjálfbær ferðaþjónusta er áskorun, en í henni felast líka tækifæri. Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi taka ábyrgðina sem felst í því að gera ferðaþjónustu sjálfbæra alvarlega.
Þetta er gert m.a. með því að bjóða upp á þjónustu árið um kring og þannig dreifa heimsóknum erlendra gesta á mismunandi árstíðir. Með þessu er dregið úr álaginu sem skapast vegna fjölda ferðamanna á sumrin og íbúar svæðanna fá reglubundnari tekjur. Þetta gæti jafnvel hvatt fjölskyldur til að snúa aftur frá höfuðborgarsvæðinu og flytja til heimkynna sinna á landsbyggðinni og vekja afskekkt þorp aftur til lífsins.
Ísland býr yfir mörgum náttúruauðlindum, t.d. fersku lofti og hreinu vatni, og ferðaþjónustuaðilar leggja mikla áherslu á að koma fram af virðingu við náttúruna. Forgangsatriði þeirra er ávallt að halda álagi á umhverfið í algjöru lágmarki. Fleiri og fleiri ferðaþjónustuaðilar á svæðunum fjárfesta í umhverfisvænum aðgerðum, m.a. kolefnishlutlausum samgöngum, endurvinnslu og náttúruvernd, og taka þátt í vistfræðirannsóknum.
Veitingastaðir og matvælaframleiðendur leggja aukna áherslu á notkun hráefna úr nærsveitum samkvæmt markmiðinu „frá framleiðanda til viðskiptavinar“, ekki aðeins til að tryggja gæði matarins heldur einnig til að flytja hann styttri vegalengdir og styðja bændur héraðsins.
Hvernig geta gestir tekið þátt í sjálfbærri ferðaþjónustu?
- Kaupa íslenskar vörur þegar þeir versla, bæði mat og handunnar vörur
- Ekki kaupa vatn í flöskum – kranavatnið okkar er ferskt, hreint og drykkjarhæft
- Flokkaðu rusl. Það eru endurvinnslugámar í öllum bæjum og þorpum. Spyrjið íbúana.
- Halda sig á göngustígum og virða mörk þeirra til að vernda gróður, jarðveg og dýralíf.
- Virða náttúruverndarsvæði þar sem aðgangur er bannaður vegna fuglavarps og búsvæða æðafugla.
- Ekki eyðileggja viðkvæman mosa eða fléttur.
- Virða íslensk lög og reglur um gistingu í tjöldum.
- Velja gististaði sem hafa fengið viðurkenningu fyrir fagmennsku.
Við höfum einnig þróað verkefni sem stuðla sérstaklega að ábyrgari ferðaþjónustu, eins og Norðurstrandarleið og Fuglastígar, sem bæði stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna og draga þannig úr álagi á einstaka áfangastaði. Þessi verkefni hvetja einnig ferðamenn til að dvelja lengur, ferðast hægar og heimsækja fáfarnari svæði. Í tengslum við uppbyggingu á áfangastöðum og afþreyingu á þessum fáfarnari svæðum nýtist þessi þróun efnahagslega veikari samfélögum, þar sem hún veitir nýja, eða aukna, tekjulind fyrir heimamenn.
Þetta hvetur íbúa til að finna að starfa í heimabyggð og hjálpar til við að draga úr byggðaröskun. Með auknu þjónustuframboði og tækifærum allt árið dreifist fjöldi ferðamanna betur yfir árið, sem dregur úr háannatíma á sumrin og skapar stöðugri tekjur fyrir íbúa svæðisins. Við höfum meðal annars unnið að verkefna sem stuðlar að nýjungum og auknu framboði á veitingastöðum og kaffihúsum, en í tengslum við unnum við verkefni sem kallast Bragð af Norðurlandi. Verkefnið dregur fram matarmenningu Norðurlands og leggur áherslu á staðbundinn mat unninn úr hráefni úr héraði.
Um árið hófum við verkefni um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu. Verkefnið, Engage North Iceland, var sett af stað í samstarfi við svissnesku ferðaskrifstofuna og ráðgjafarfyrirtækið Kontiki Reisen, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Fyrirtækið aðstoðaði við að skipuleggja vinnustofur og vettvang til að þróa sameiginlega framtíðarsýn ásamt skýrum aðgerðaáætlunum. Þetta starf hefur leitt til þess að fjögur lykilsvið hafa verið skilgreind til að leggja áherslu á í náinni framtíð:
- Að stuðla að velferð heimamanna
- Að auka verðmætasköpun á staðnum (allt árið)
- Að vernda náttúru og dýralíf
- Að stuðla að endurnýjanlegri orku og loftslagsvænum valkostum
Hjá Markaðsstofu Norðurlands höfum við ákveðið að leggja sérstaka áherslu á fyrstu tvö sviðin til að byrja með, þar sem þau falla best innan okkar áhrifasviðs. Að sjálfsögðu munum við áfram styðja við vinnu að hinum tveimur sviðunum og vinna að kynningu á þeim frábæru aðgerðum sem þar eiga sér stað.