Á Norðurlandi er að finna magnaða náttúru, mikið úrval afþreyingar, frábær veitinga- og kaffihús og fjölbreytta möguleika fyrir gistingu. Hér eru nokkrar tillögur fyrir ferðalanga sem vilja ferðast um Norðurland og miðað er við að komið sé inn á Norðurland að vestan, en að sjálfsögðu má snúa því við og byrja austan megin frá.