Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kálfshamarsvík er ein af leyndu perlum Norðurstrandarleiðar. Þar er stórkostlegt stuðlaberg og fallegur viti en jafnframt á Kálfshamarsvík sem mikla sögu og er hægt að sjá gamlar leifar af þorpinu sem þar stóð eitt sinn. Keyra áfram Skagann og njóta þess að vera einn í heiminum, stoppa og njóta stórkostlegs útsýnis og landslags. Rétt áður en komið er á Sauðárkrók er gaman að stoppa við Grettislaug. Þar er hægt að leggjast í laugina og láta þreytuna líða úr sér, eða einfaldlega njóta stundar og staðar í firðinum fagra.

Það er notalegt að stoppa á Sauðárkrók og þar er fjölbreytt þjónusta. Hægt er að fara í bátaferðir útí hina fögru Drangey, kíkja á söfn eða njóta annarrar afþreyingar. Brekkurnar fyrir ofan bæinn kallast Nafir og eru fornir sjávarkambar. Á Nöfunum er útsýnisskífa þar sem hægt er að njóta þess að horfa yfir fjörðinn. Ótal gönguleiðir er að finna á Sauðárkróki og nágrenni og enginn ætti að missa af hinni tæplega 4km löngu sandfjöru sem er austan við bæinn, Borgarsandi.

Hótel og gistiheimili eru á Sauðárkrók og nágrenni.

Skagafjörður er þekktur fyrir að vera mekka íslenska hestsins og ef þið hafið áhuga á hestaferðum þá eruð þið sannarlega á réttum stað. Margar hestaleigur er að finna í Skagafirði með fjölbreyttu úrvali af styttri og lengri ferðum.

Í Skagafirði eru fyrirtæki sem bjóða uppá flúðasigingar, tilvalið fyrir þá sem leita eftir meiri spennu í líf sitt og er mikið fjör fyrir alla fjölskylduna. Það eru mismunandi leiðir í boði, allt eftir reynslu og áhuga hvers og eins.

Í Varmahlíð og nágrenni er næg gisting í boði, hvort sem það er hótel, gistiheimili, sumarhús, tjaldsvæði eða bændagisting. Einnig er veitingastaður á Hótel Varmahlíð.

Hofsós á sér langa og áhugaverða sögu. Þar er stuðlabergið gríðarlega fallegt og eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Ekki má gleyma sundlauginni sem er sögð sú fegursta á landinu.

Nokkrir fallegir áningastaðir eru á leiðinni til Siglufjarðar þegar keyrt er áfram og útsýnið stórkostlegt þar sem snarbrött fjöllin mæta opnu hafi.

Hægt er að gista í Fljótunum en einnig hægt að keyra til Siglufjarðar þar sem eru gistiheimili og hótel.

Kálfshamarsvík
Drangey
Sauðárkrókur
Skagaströnd
Hofsós
Varmahlíð
Hólar
Sundlaugin á Hofsósi
Flúðasiglingar
Hestaafþreying

Bæir og þorp

Skagaströnd

Skagaströnd

Á Skagaströnd er að finna fagra náttúru í fjölbreyttu landslagi og gróðri hvert sem litið er. Glæsileiki Spákonufells trónir yfir bænum en þar eru sti
Varmahlíð

Varmahlíð

Varmahlíð er skemmtilegur áningarstaður ferðamanna við þjóðveg nr. 1; byggðakjarni með fjölbreytt framboð þjónustu.
Sauðárkrókur

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur stendur við botn Skagafjarðar að suðvestan. Á Sauðárkróki er fjölbreytt þjónusta; sýningar, söfn, verslanir, veitingar, gisting, sjúkrahú
Hofsós

Hofsós

Hofsós er lítið kauptún við austanverðan Skagafjörð. Saga Hofsóss, sem lengi var aðal verslunarstaður Skagfirðinga, spannar allt að 400 ár.
Hólar

Hólar

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Kirkja hefur staðið á Hólum frá 11. öld, en núverandi kirkja var reist 1763. Hún