Norðurland er land vetrarævintýra. Norðurland býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir þá sem bæði vilja slaka á og njóta ævintýralegrar skemmtunar í sannkallaðri náttúruparadís. Á Norðurlandi eru fjölmargir möguleikar til útivistar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Það eru sjö skíðasvæði á Norðurlandi og eru þau með allra skemmtilegustu skíðasvæðum landsins, þar eru brekkur sem henta bæði börnum og fullorðnum og góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk. Skíðakennsla og leiga er í boði fyrir einstaklinga og hópa. Auk þess er önnur afþreying í boði eins og snjósleðaferðir, hestaferðir, jeppaferðir og skautahöll.
Norðurland býður uppá fjölbreytta gistiaðstöðu, veitingastaði, áhugaverð söfn sem og blómstrandi leikhúslíf.
Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.