Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Norðurland er land vetrarævintýra. Norðurland býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir þá sem bæði vilja slaka á og njóta ævintýralegrar skemmtunar í sannkallaðri náttúruparadís. Á Norðurlandi eru fjölmargir möguleikar til útivistar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

    Það eru sjö skíðasvæði á Norðurlandi og eru þau með allra skemmtilegustu skíðasvæðum landsins, þar eru brekkur sem henta bæði börnum og fullorðnum og góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk. Skíðakennsla og leiga er í boði fyrir einstaklinga og hópa. Auk þess er önnur afþreying í boði eins og snjósleðaferðir, hestaferðir, jeppaferðir og skautahöll.

    Norðurland býður uppá fjölbreytta gistiaðstöðu, veitingastaði, áhugaverð söfn sem og blómstrandi leikhúslíf.

    Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

    Skíðasvæði

    Vegalengdir frá Akureyri

    Gönguskíði

    Gönguskíði hafa notið sífellt vaxandi vinsælda síðustu ár og í dag má segja að þetta sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga. Þau henta öllum og á Norðurlandi má finna gönguskíðaspor og brautir fyrir öll getustig. Þær geta verið flatar og þægilegar fyrir byrjendur, yfir í lengri og meira krefjandi leiðir. Leiðirnar eru gjarnan opnaðar mun fyrr en brekkurnar á skíðasvæðunum því ekki þarf eins mikinn snjó til að troða spor og í brekkunum, sem er vafalaust mikill kostur. Á fallegum vetrardegi er fátt betra en nokkrir kílómetrar á gönguskíðum.

    Á Norðurlandi eru gönguskíðaspor troðin mjög víða. Nánast öll skíðasvæðin bjóða upp á spor, í Tindastóli, í Skarðsdal við Siglufjörð, á Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík og síðast en ekki síst í Mývatnssveit. Þá er víða hægt að finna gönguskíðaspor, til dæmis í Kjarnaskógi og meðfram göngustígnum sem liggur að Hrafnagilshverfi. Umhverfið í kringum brautirnar er fjölbreytt, sléttur á láglendi, hólar og hæðir í fjöllum og skóglendi. 

    Lesa meira

    Þyrluskíði

    Arctic Heli Skiing
    Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandiog bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing varstofnað árið 200…
    Viking Heliskiing
    Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið frá Sigló Hóteli á Siglufirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem …
    Sóti Lodge
    Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga. Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónu…

    Fjallaskíði

    Aðrir (3)

    Top Mountaineering / Top Trip Hverfisgata 18 580 Siglufjörður 8984939
    Kaldbaksferðir Réttarholt 2 601 Akureyri 867-3770
    Amazing Mountains ehf. Hrannarbyggð 14 625 Ólafsfjörður 863-2406