Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Landnám Íslands hófst um 874 og á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands. Landbúnaður hefur verið stór hluti af lifibrauði Íslendinga allt frá landnámi og byggðist landið að mestu leyti upp þar sem góð ræktunar- og búskaparskilyrði voru til staðar. Íslendingar voru meðal fátækustu þjóða heims á seinni hluta 19. aldar. Landbúnaður er, eins og gefur að skilja, viðkvæmur fyrir sveiflum í náttúrunni og hart árferði af völdum kulda eða náttúruhamfara hafði því oft hungursneyðir í för með sér. Allur þorri fólks bjó í sveitum og bóndabærinn var hornsteinn samfélagsins. 

Lesa meira

Húsdýr

Torfbæir

Torfbær er hús sem er reist úr torfi að mestu eða nær öllu leyti. Torfbæir voru með timburgrind (og/eða steinhleðslum), og voru helsta hústegund á Íslandi frá 9. til 19. aldar. Torfbæir eru því mikilvægur hluti menningararfleifðar Íslendinga og standa til vitnis um lífshætti fyrri tíma. Elsta gerð híbýla hér á landi er svokallað langhús, sem hafði einar eða tvennar dyr nærri gafli á framhlið. Á 11. öld stækkuðu húsin og urðu aðalhúsin þá þrjú; skáli eða eldhús, stofa og búr og var aðeins gengt úr skálanum í önnur hús.

Talið er að á 14. öld hafi skálabæir farið að víkja fyrir gangabæjum en sú breyting mun hafa orðið til þess að skapa hlýindi. Einkenni gangabæja voru göngin sem lágu frá bæjardyrunum, venjulega á miðjum langvegg og gegnum húsin og voru göngin nokkurs konar aðalgangvegur. Gangabæir héldust að mestu óbreyttir til um 1900. Á síðari hluta 18. aldar varð til nýr stíll torfbæja, burstabærinn, sem hafði það einkenni að gaflar bæjarhúsanna sneru fram að hlaði.

Torfbæirnir voru misjafnlega stórir en eins og nú, fór stærð bæjanna eftir efnahag íbúanna. Hægt er að hugsa sér að bæirnir á ríkustu jörðunum hafi verið sannkallaðar hallir á íslenskan mælikvarða.

Torfbæirnir voru býsna vel einangraðir, þ.e. héldu vel heitu innandyra þó kalt væri úti, og þurftu enga upphitun. Torf var líka töluvert notað sem einangrun milli þilja í timburhúsum á fyrri hluta 20. aldar. Annar kostur við torfbæi var að byggingarefnið var ódýrt og yfirleitt auðvelt að nálgast það.

Heimsókn í torfbæi

Þjóðskógar á Norðurlandi

Skógrækt

Á Íslandi eru 25 þjóðskógar og af þeim eru 8 á Norðurlandi. Þjóðskógar eru á ábyrgð skógræktarinnar sem sér um ræktun og vernd skógana. Þjóðskógar eru opnir öllum en aðgengi þeirra er mismunandi. Einkenni þjóðskóga á Íslandi eru ósnertir birkiskógar þar sem þú getur upplifað fjölbreitilega útivistarmöguleika, eins og gönguleiða, bálskýli og tjaldsvæði. Auk þeirra er fjöldi annarra skóga sem ekki eru þjóðskógar. Í 80% til 90% tilfella eru trjátegundir þessara skóga birki, rússalerki, sitkagreni, stafafura og alaskaösp. Skógar landsins eru á 37.900 hekturum og þar eru um 56 milljónir trjáa.

Aðrir skógar á Norðurlandi

Kirkjuhvammur - https://www.skogargatt.is/kirkjuhvammur

Hrútey - https://www.skogargatt.is/hrutey

Gunnfríðarstaðarskógur - https://www.skogargatt.is/gunnfridarstadaskogur

Reykjarhólaskógur - https://www.skogargatt.is/reykjarholsskogur

Skógarhlíð - https://www.skogargatt.is/skogarhlid

Skarðsdalur - https://www.skogargatt.is/skardsdalsskogur

Hánefsstaðir - https://www.skogargatt.is/hanefsstadir

Laugalandsskógur - https://www.skogargatt.is/laugalandsskogur

Kjarnaskógur- https://www.skogargatt.is/kjarnaskogur

Leyningshólar - https://www.skogargatt.is/leyningsholar

Vaðlaskógur - https://www.skogargatt.is/vadlareitur

Akurgerði - https://www.skogargatt.is/akurgerdi

 

Vilt þú gista í sveitinni?

Aðrir (25)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Stóra-Giljá Ásar 541 Blönduós 845-2684
Stekkjardalur Stekkjardalur 541 Blönduós 452-7171
Keldudalur Hegranesi 551 Sauðárkrókur 846-8185
Ferðaþjónustan Glæsibær Skagafjörður 551 Sauðárkrókur 892-5530
Bændagistingin Hofsstöðum Hofsstaðir 551 Sauðárkrókur 453-6555
Gistihúsið Syðra-Skörðugil Syðra-Skörðugil 560 Varmahlíð 897 0611
Saurbær Saurbær v / Vindheimamela 560 Varmahlíð 453-8012
Sumarhúsin Fögruvík Hörgársveit 601 Akureyri 6900007
Gistiheimilið Pétursborg Akureyri 604 Akureyri 461-1811
Syðri-Hagi Syðri-Hagi, Árskógsströnd 621 Dalvík 849-8934 (e
Gistiheimilið Rauðaskriða Rauðaskriða, Aðaldal 641 Húsavík 8956730
Hótel Rauðaskriða Rauðaskriða, Aðaldalur 641 Húsavík 8956730
Hagi I Hagi 1, Aðaldalur 641 Húsavík 899-3527
Þinghúsið Hraunbær Aðaldalur 641 Húsavík 464-3695
Klambrasel / Langavatn Aðaldalur 641 Húsavík 852-8222
Gistiheimilið Kiðagil Barnaskóla Bárðdæla 645 Fosshóll 464-3290
Öndólfsstaðir - Bed & breakfast Öndólfsstaðir 650 Laugar 891-7607
Vallakot Gistiheimili Vallakot 650 Laugar 847-7682
Stóru-Laugar Reykjadal 650 Laugar 464-2990
Gistiheimilið Stöng Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4252
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun Helluhraun 15 660 Mývatn 899-6203
Ferðaþjónusta bænda Skútustöðum Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4212
Keldunes Keldunes II 671 Kópasker 465-2275

Vilt þú hitta dýrin í sveitinni?