Kristnesskógur í Eyjafirði
Kristnes er í Eyjafirði um 8 km frá Akureyri. Skógurinn er í brekkunni ofan við Kristneshæli.
Kristnesskógur er fjölbreyttur útivistarskógur og margar gönguleiðir eru merktar. Þar er um 300 metra langur malbikaður útivistarstígur sem fær er hreyfihömluðum. Malbikaðir stígar eru einnig á flötinni sunnan við Hælið. Úr Kristnesskógi er víða fallegt útsýni um sveitir Eyjafjarðar.
Heilsuhælið að Kristnesi í Eyjafirði tók til starfa 1927, einkum sem berklahæli. Útivist var snar þáttur í meðferð við berklum og var því var þegar hafist handa við að gera umhverfi hælisins nýtilegt til útivistar með gróðursetningu trjágarðs í sama anda og gert var á Vífilsstöðum. Árið 1940 var trjágarðurinn svo stækkaður upp í 27 hektara og gróðursett í það land fram til 1956, eða um það leyti sem farið var að lækna berkla með lyfjum.
Segja má að Kristnesskógur hafi verið fyrsti skógur á Íslandi sem ræktaður var fyrst og fremst til heilsueflingar. Svæðið er nú að heita má fullplantað og trén í eldri hluta hans orðin stór og mikil.
Nánari upplýsingar: Kristnesskógur í Eyjafirði