Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrirtæki á Demantshringnum

Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi.

Á Demantshringnum eru 5 lykil áfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar sem grænu og bláu litirnir ljá staðnum yfirbragð annars heims, hin ógurlega hvíta orka Dettifoss sem er aflmesti foss í Evrópu, náttúruundrið Ásbyrgi sem er í laginu eins og hálfmáni og Húsavík, sem er hvalaskoðunarhöfuðborg landsins hvaðan stutt er út á blátt og opið hafið.

Frekari upplýsingar á www.demantshringurinn.is 

Minjasafnið Mánárbakka
Minjasafnið á Mánárbakka var opnað 18. júní 1995 í húsinu Þórshamri sem flutt var frá Húsavík að Mánárbakka. Húsnæði safnsins hefur nú verið stækkað og byggður þriggja bursta bær sem nefndur er Lækjarbakki og hýsir þá safnmuni sem ekki var rúm fyrir í Þórshamri.  Safnið er opið alla daga, ár hvert, frá 10. júní til 31. ágúst og eftir samkomulagi utan þess tíma. Opnunartímar: 10-18 alla daga
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Camping 66.12° north
Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum yst á Tjörnesi með óhindruðu útsýni til hafs. Óvíða er sólarlagið fegurra og talsvert fuglalíf á svæðinu. Góð snyrtiaðstaða með sturtum. Salernisaðstaða fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og hægt að borða  inni. Um 35 km eru í Ásbyrgi og 24 km til Húsavíkur. Þá eru 80 km til Mývatns og 100 km til Akureyrar.
Gistiheimilið Brekka
Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns. Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar. Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Vogar, ferðaþjónusta
Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Norðursigling Hvalaskoðun
Norðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum. Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.  Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu. Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“. Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum. 
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Gljúfrastofa er ein af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er falleg fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir gesti. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúruperlur, sögu og þjónustu. Gljúfrastofa er hluti af Norðurstrandarleið og Demantshringnum. Þar er rafhleðslustöð frá ON Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2024:16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudagmaí: 10-16 alla dagajún - ágú: 9-17 alla dagasept - okt: 11-16 alla daganóv - des: 11-15 virka daga Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .
Skíðasvæðið í Kröflu
Skíðasvæðið í Kröflu er frábær viðbót í vetrarafþreyingu við Mývatn. Skíðasvæðið er opið samkvæmt auglýsingu hverju sinni sem er birt á heimasíðu skíðasvæðisins. Vinsæll möguleiki er að leigja skíðasvæðið fyrir sinn hóp gegn vægu gjaldi og þá er einnig hægt að kaupa auka þjónustu eins og sérstakt gönguskíðaspor.  Mývetningar ætla í sameininguað reyna að halda úti gönguskíðaspori í vetur en oftast eru spor í kring umSkútustaði, í Kröflu, Vogum og við Jarðböðin. Mikilvægt er að kynna sér hvar sébúið að spora áður en haldið er af stað en Jarðböðin ætla sér að halda útigönguskíðaspori svo lengi sem veður leyfir.
Slow Travel Mývatn
Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Grenjaðarstaður - Gamli bærinn
Grenjaðarstaður í Aðaldal er forn landnámsjörð og prestssetur sem staðsett er um 30 km. suður af Húsavík. Þar er að finna einn stærsta torfbæ landsins, sem sérstakur er fyrir þær sakir að vera einangraður með hrauni úr næsta nágrenni hans, undir þiljum unnum úr rekaviði. Gamli bærinn er í eigu Þjóðminjasafns Íslands en Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) sér um rekstur byggðasýningarinnar sem þar er að finna og endurspeglar hún lifnaðarhætti gamla bændasamfélagsins. Sýningin samanstendur af um 2000 munum úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga sem varpa ljósi á líf fólks sem bjó í bænum.   Á Grenjaðarstað er einnig að finna kirkju sem byggð var 1865 og er ennþá í notkun og í kirkjugarðinum geta gestir skoðað rúnastein frá miðöldum. Gamla hlaðan hefur verið endurgerð og hýsir í dag móttöku safnsins, snyrtingar, kaffisölu og handverkssölu úr héraði.   Opið yfir sumartímann.   1. júní - 15. ágúst: alla daga 11-17  
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!
Fjallasýn
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum. AKSTUR og trúss með útivistarhópa Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl. Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.
Saltvík ehf.
Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi.  EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa.  Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum.  Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.
Veitingahúsið Salka
Er í hjarta bæjarins í gömlu kaupfélagshúsunum. Opið allt árið. Fjölbreyttur matseðill, steikur, sjávarréttir, súpur, hamborgarar og pizzur. Frábærir kokteilar og húsvískur bjór. Á Sölku finna allir eitthvað við sitt hæfi. Yndislegt að sitja á útisvæðinu okkar, njóta matar og drykkar og fylgjast með mannlífinu. 
Fuglasafn Sigurgeirs
Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008. Markmið safnsins er að veita fræðslu um fugla, lífríki Mývatns og hvernig Mývetningar nýttu vatnið sér til samgangna og framfærslu. Í safninu eru nánast allir íslenskir varpfuglar ásamt um 100 tegundum af eggjum.Auk þessa er á sér-sýningu ýmiss búnaður sem heimamenn notuðu við veiðar á Mývatni í gegnum tíðina.  Opnunartími:1. júní-31. ágúst: 12:00-17:00 alla daga.1. sept-31. maí: 14:00-16:00 alla daga. Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað.
Nordic Natura
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.  Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is __________________________________________________________________________________ Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk  Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.  Tímabil: júní – septemberNánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is  __________________________________________________________________________________  Dagsferðir með Nordic Natura  Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.  Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
Sjóböðin-Geosea
Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring. Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Flugfélagið Ernir flýgur á Aðaldalsflugvöll, rétt fyrir utan bæinn og Air Iceland Connect flýgur á Akureyrarflugvöll þaðan sem er tæplega klukkustundar akstur til Húsavíkur. Strætó gengur frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan eru fastar ferðir til Húsavíkur. Opnunartímar:September-Maí er opið alla daga: 12:00-22:00Júní-Ágúst: 12:00-00:00  
Snow Dogs
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Husavik Cape Hotel
Cape hótel staðsett í hjarta bæjarins, Húsavík. Frá því er mjög gott útsýni yfir bæinn og höfnina og tekur aðeins um 5 mínútur að ganga t.d. að Hvalasafninu. Frábær staðsetning til að ferðast um Norðurland og skoða helstu náttúruperlur svæðisins eins og Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss og fleiri staði.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Gistiheimilið Árból
Gistiheimilið Árból er gamalt, fyrrum sýslumannssetur, hús með sál og sjarma og stendur í “hjarta bæjarins.” Herbergin eru frá 1 – 4 manna. Góður morgunverður, notalegt viðmót og fallegt umhverfi, ætti að tryggja þér ánægjulega dvöl. Góð staðsetning til ferða í Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur o.fl. af perlum Þingeyjarsýslu.
Fosshótel Húsavík
  Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns. 63 standard herbergi 47 deluxe herbergi Morgunverður í boði Samtengd fjölskylduherbergi Veitingahús og bar Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Veitingastaðurinn Moby Dick Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.
Dalakofinn
Við leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði og góða þjónustu. Í veitingastaðnum finnur þú fjölbreytt úrval af spennandi réttum, meðal annars ljúffengar heimagerðar pizzur, hamborgara úr Reykdælsku nautakjöti, alvöru íslenska kjötsúpu og gratíneraðan plokkfisk að hætti hússins. Eftir matinn geturðu verslað allar helstu nauðsynjar í versluninni okkar í hinum enda hússins.Við veitum afslátt gegn framvísun KEA korts, 5% (þó ekki af tóbaki og drykkjum).  Kíktu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér!  Opið alla daga. Opnunartíma má finna á dalakofinn.is. 
Sel-Hótel Mývatn
Sel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar.  Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla. 54 herbergi Einstök staðsetning Frábær veitingarstaður Happy hour Persónuleg og góð þjónusta Morgunverðarhlaðborð innifalið
Einishús
Glæsileg gistiaðstaða í fullbúnum heilsárshúsum, heitur pottur og grill með hverju húsi. Loka þrif innifalin. Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágrenni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík. Stærri húsin eru tvö: eins uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu, einnig hárþurrku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur. Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurrku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélar helluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.
Skjálfandi apartments
Skjálfandi apartments er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel á Húsavík. Það er staðsett miðsvæðis í bænum og í göngufæri frá höfninni. Í boði er fullbúin studió-íbúð, tveggja svefnherbergja íbúðir og deluxe tveggja manna herbergi.  
Gamli Baukur
Innandyra er Baukurinn hlýlegur, sjórekinn viðurinn kallast á við ýmsa muni tengda sjósókn og gömul gildi eru í hávegum höfð, gamlir skipakastarar og koparluktir skapa þægilega og rólega stemningu og fyrir utan gluggann vagga bátarnir í höfninni. Á Gamla Bauk er rekinn metnaðarfullur veitingastaður þar sem matseðillinn samanstendur af réttum úr ýmsum áttum og er hráefnið ávallt fengið brakandi ferskt frá birgjum úr nágrenninu. Bjór- og vínseðlar eru fjölbreyttir og starfsfólkið boðið og búið til ráðlegginga varðandi val á vínum með mat. Kaffidrykkir fást í úrvali ásamt eftirréttum. Á kvöldin skapast þægileg kráarstemning á Bauknum. Mikið úrval drykkja prýðir barinn og hægt er að panta sér smárétti eða grípa í spil. Um helgar dunar dansinn á Skipasmíðastöðinni, tónleikar, böll og diskótek meðan rólegri gestir geta haft það náðugra á Gamla Bauk yfir drykk.
Svartaborg
Svartaborg Lúxus í Norðri. Húsin 6 standa í hlíð með góðu útsýni yfir dalinn og sólsetrið í norðri. Staðsetning er mjög góð þegar kemur að helstu perlum Norðurlands eystra. Mætti þar nefna dagsferðir til að skoða Goðafoss og Mývatnssveit, Ásbyrgi og Dettifoss, Sjóböðin Geosea og hvali á Húsavík, Melrakkasléttu og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Húsin voru opnuð sumarið 2020 og eru fallega hönnuð með þægindi í fyrirrúmi. Einstök hús hönnuð af eigendunum og hönnuðunum Róshildi og Snæbirni sem búa á staðnum á gamla sveitabæ forfeðra Róshildar.   
Tjaldsvæðið Vogum - Vogar ferðaþjónusta
Samgönguminjasafnið Ystafelli
Samgönguminjasafnið Ystafelli er elsta bílasafn á Íslandi, var opnað 8. júlí árið 2000. Það hefur að geyma bíla og muni sem tengjast samgöngum á Íslandi í 115 ár, elsti hluturinn er af næst fyrsta bílnum sem kom til Íslands, en það var árið 1907. Einnig er þar Delorean árgerð 1981, samskonar bíll og var notaður í "Back to the future" myndirnar. Það eru rúmlega 100 vélknúin tæki innandyra núna. Safnið er opið á sumrin en veturnir eru notaðir til endurbyggja sýningargripi, mest áhersla hefur verið lögð á varðveita íslenska handverkið, þ.e. íslenskar yfirbyggingar og breytingar á bílum.  Opið 25. maí - 25. september, alla daga frá 11.00 til 18.00  
Jarðböðin við Mývatn
Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði. Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu. Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn. Opnunartími:Sumar: 10:00-23:00 Vetur: 12:00-22:00
North E-bike
North E-bike bíður upp á rafmagnshjólaferðir fyrir allan aldur á skemmtilegum og miskrefjandi stígum í bakgarði Húsavíkur.
Daddi’s Pizza
Við bjóðum góðar pizzur, bjór og léttvín. Ásamt fallegustu náttúru Íslands.
Gistihúsið Narfastöðum
Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar. Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi. Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
Veggur veitingahús
Veggur veitingahús er við Dettifossveg í Kelduhverfi, við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs og hinn svokallaða Demantshring. Náttúran umhverfis staðinn státar af mikilli fegurð og eru nokkrar af helstu náttúruperlum landsins á svæðinu í kringum okkur, til dæmis Ásbyrgi, Vesturdalur, Hólmatungur og Dettifoss. Við bjóðum upp á spennandi rétti úr héraði sem gestir okkar geta snætt í björtum og fallegum veitingasal með stórkostlegu útsýni yfir Kelduhverfi. Megin uppistaða matseðils Veggs veitingahúss er úr héraði og nærumhverfinu, enda vilja eigendur stuðla að minna kolefnisspori en ella og leitast við að færa söluna nær uppruna sínum. Þannig stuðlum við einnig að atvinnusköpun í fallegu sveitinni okkar. 
Fljótsbakki sveitahótel
Fljótsbakki er fullkomlega staðsett á milli Akureyrar, Mývatnssveitar og Húsavíkur í töfrandi umhverfi fjalla, vatna og dýra.  Það er stutt til allra átta og margt að sjá og geri í nágrenninu. Fljótsbakki er fjölskylduvænt þar sem börnin geta notið sín í öruggu umhverfi.  í boði eru 12 ný tveggja manna herbergi, árið 2016 var allt tekið í gegn og ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi áður verið fjós.  Veitingastaðurinn er opinn frá júní til september þar sem hægt er að fá heimagerðan mat í hádeginu og kvöldin. Reynt er eftir fremsta megni að vinna með mat úr sveitinni og að hann sé sem ferskastur.     
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu. Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt. Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.  Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu. Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði. Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu. Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.  
Hótel Laxá
Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað.  Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.   Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Fosshótel Mývatn
Fosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið. Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.  Ókeypis þráðlaust net Morgunverður í boði Ókeypis bílastæði Veitingastaður  Bar Fundaraðstaða Hleðslustöð  Hluti af Íslandshótelum.
Gestastofan Gígur
Gestastofan Gígur í Mývatnssveit er opin allan ársins hring. Þar veita landverðir og þjónustufulltrúar gestum fræðslu og upplýsingar um náttúrufar, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Opið alla daga, frá 10:00-14:00.
Húsavík Guesthouse
Gistiheimili Húsavíkur stendur við Laugarbrekku 16 á Húsavík. Húsið var reist árið 1947 og er á tveim hæðum. Í tíu ár var húsið heimili fyrir starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík sem kemur víðs vegar að úr heiminum, en haustið 2009 var því breytt í gistiheimili fyrir ferðafólk og þar er nú boðin gisting á góðu verði.Í gistiheimilinu eru sjö herbergi, fimm á jarðhæð og tvö á efri hæð. Á efri hæð eru einnig morgunverðarsalur, eldhús og gestamóttaka. Morgunverður er innifalinn í öllum okkar verðum og við leggjum mikið upp úr góðum og fjölbreyttum morgunverði fyrir gesti okkar. Allir gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti í herbergjum sínum, en þeir sem eru ekki með tölvu meðferðis geta fengið aðgang að tölvu og prentara hjá starfsfólki.Gistiheimili Húsavíkur er í göngufjarlægð frá öllum helstu kennileitum á Húsavík. Innan við mínútu gangur er í sundlaug, bensínstöð og verslun.Gistiheimili Húsavíkur býður einnig upp á hópgistingu sem hentar íþróttafélögum og félagasamtökum eða starfsmannahópum í afþreyingar- eða vinnuferðum.
Skíðasvæði Húsavíkur
Skíðasvæði Húsavíkur er á Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk. Lyftan sem áður var í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019.  Gönguskíðapor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu skíðasvæða Norðurþings. Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar - fram að vori (apríl/maí). Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatn um 7 km. frá Húsavík. Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja.  Yfirleitt eru lagðar eru 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi.   Taka þarf mið af snjóalögum enda býður svæðið upp á mikla möguleika hvað varðar brautarlagningu. Um er að ræða tvöfalt spor ásamt troðnu skautaspori við hliðina. Opnun svæðisins er háð snjóalögum og veðri.  Mánudaga er lokað.  Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 18:30.  Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.    Stakan dag og árskort er hægt að kaupa á opnunartíma skíðasvæðisins, í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk. Árskort má einnig versla í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/nordurthing  Gjaldskrá Skíðasvæðis má finna á vef Norðurþings.  Daglegar færslur um opnun er hægt að sjá á Facebook-síðu skíðasvæða Norðurþings. Einnig eru upplýsingar inná síðu Skíðagöngudeildar Völsungs á Facebook. Sími á skíðsvæði er 8239978  Allar frekari upplýsingar veitir íþrótta-og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100 eða hafrun@nordurthing.is  
Gamli bærinn
Það ríkir vinalega stemning í Gamla bænum frá opnun og fram á kvöld. Boðið er uppá úrval ljúffengra rétta af grillinu eins og hamborgara og ferskan fisk sem og smárétti til að deila. Að Sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast „þjóðarréttur“ Mývetninga. Opið alla daga frá 12:00 til 22:00 Eldhúsið er opið frá klukkan 12:00 til 15:00 og aftur frá klukkan 18:00 til 21:00 Drykkir og kaffihúsaveitingar eru í boði allan daginn. Innilega velkomin til okkar í Gamla Bæinn.
Tungulending
Tungulending er einstakt hús á Norðurlandi, staðsett í ótrúlegu umhverfi við strendur Skjálfandaflóa. Húsið er aðgengilegt með bíl og er 12 km norður af Húsavík. Tungulending er endurnýjuð og býður upp á allt sem þú þarft til að líða vel. Húsið er með fjölbreytt herbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu og fullbúið eldhús. Dáist að útsýni yfir flóann og slakið á í vinalegu og náttúrulegu andrúmslofti við hliðina á Norður-Atlantshafi. Njóttu einkalífsins og upplifðu friðsæla og skemmtilega tíma á Tungulending! Upplýsingar um Tungulending - Húsið getur hýst allt að 15 gesti í 7 herbergjum - Eins manns, tveggja og þriggja manna svefnherbergi - Öll herbergin eru með uppbúnum rúmum, hör og handklæði - Baðherbergi með sturtu og salerni - Sameignin býður upp á nóg af þægilegu rými - Fullbúið eldhúsaðstaða til eldunaraðstöðu - Kæli- og frystihús - Þvottavélar og þurrkarar - Útiverönd til að dást að stórkostlegu útsýni yfir hafið - Ókeypis WiFi   Upplýsingar um nágrennið - Sérstök staðsetning - Falinn staður í afskekktum hluta strandlengju Norðurlands - Óvenjulegt útsýni yfir hafið í átt að snjóþöktum fjöllum - Miðnætur sól - Norðurljós - Foss nálægt - Hlustaðu á öldurnar, hljóð hafsins - Fylgstu með ríkulegu fuglalífi
Safnahúsið á Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig að finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins.  Opið allan ársins hring.  15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17  1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16  
Breiðamýri
Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við. Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur.  Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin. Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum. Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum. 
Húsavík Adventures ehf.
Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík.  Smelltu hér til að skoða kynningarmyndbandið okkar!
Mývatn | Berjaya Iceland Hotels
Löng hefð er fyrir því að taka vel á móti ferðamönnum á Mývatnssvæðinu og Berjaya Iceland Hotels hlakka til að viðhalda þeirri hefð. Staðsetning hótelsins er frábær og tilvalin dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni. Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum. Opnað í júlí 2018 59 hótelherbergi Herbergi með hjólastólaaðgengi Frábær staðsetning Veitingastaður og bar Frítt internet Stórbrotin náttúra
Hvalasafnið á Húsavík
Hvalasafnið á Húsavík var stofnað árið 1997. Meginmarkmið þess er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra. Í 1.600 m2 sýningarrými er að finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar. Opið frá 09-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. .    
Friends of Moby Dick
Hafið samband vegna bókana.
Gistiheimilið Dimmuborgir
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista bókana.

Aðrir (1)

Original North Vað 641 Húsavík 847-5412