Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Golf nýtur mikilla vinsælda og fjöldi karla og kvenna í öllum aldurshópum sem stundar golf fer vaxandi. Á Norðurlandi hefur verið lögð mikil áhersla á að byggja upp góða golfvelli sem henta bæði byrjendum og einnig þeim sem eru lengra komnir. Jaðarsvöllurinn á Akureyri er 18 holu golfvöllur og er nyrsti golfvöllur heims í fullri stærð. Þar eru haldin mörg golfmót á hverju ári eins og Arctic open o.fl. Á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, í Eyjafirði og á Húsavík eru 9 holu golfvellir og í Reykjahlíð í Mývatnssveit er 6 holu völlur. Allir hafa þessir vellir sína sérstöðu með tilliti til legu og landslags og útiveran og hreyfingin endurnærir sál og líkama. Að leika golf í miðnætursólinni á Norðurlandi á síðsumarskvöldum er engu líkt.

Golfklúbbur Siglufjarðar - Sigló Golf
Golfvöllurinn á Siglufirði er níu holur, byggður á endurheimtu landi fyrir neðan skógræktarsvæði í Skarðsdal. Völlurinn er hannaður af Edwin Roald. Nafn golfvallar: Hólsvöllur  Holufjöldi: 9 Par: 70 Facebooksíða klúbbsins:https://www.facebook.com/gksgolf/ Heimasíða golfvallar:https://www.facebook.com/siglogolf/
Golfklúbbur Akureyrar
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par: Jaðarsvöllur 18   71   www.arcticopen.is
Golfklúbbur Skagafjarðar
Hlíðarendavöllur á Nöfunum á Sauðárkróki er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins og fær einróma lof þeirra sem hann sækja. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar. Golfklúbbur Skagafjarðar hefur starfað frá árinu 1970 og er því orðinn 50 ára. Mótahald skipar stóran sess í starfi klúbbsins, en árlega eru haldin a.m.k. 6 opin mót og yfir 20 innanfélagsmót á Hlíðarendavelli.
Golfklúbbur Húsavíkur
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par: Katlavöllur 9   70

Aðrir (8)

Golfklúbburinn Ós Vatnahverfi 540 Blönduós 666-2261
Golfklúbbur Skagastrandar Höfði 545 Skagaströnd 892-5089
Golfklúbburinn Lundur Fnjóskadalur 601 Akureyri 897-0760
Golfklúbburinn Hamar Arnarholti Svarfaðardal 620 Dalvík 466-1204
Golfklúbbur Fjallabyggðar Skeggjabrekka 625 Ólafsfjörður 466-2611
Golfklúbbur Mývatnssveitar Krossdalsvöllur, Reykjahlíð 660 Mývatn 856-1159
Golfklúbburinn Gljúfri Ekrugata 6 670 Kópasker 8982873
Golfklúbbur Vopnafjarðar Skúlatún 690 Vopnafjörður 894-4521