Hlíðarendavöllur á Nöfunum á Sauðárkróki er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins og fær einróma lof þeirra sem hann sækja. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.
Golfklúbbur Skagafjarðar hefur starfað frá árinu 1970 og er því orðinn 50 ára. Mótahald skipar stóran sess í starfi klúbbsins, en árlega eru haldin a.m.k. 6 opin mót og yfir 20 innanfélagsmót á Hlíðarendavelli.