Fjöllin á Norðurlandi er há og tignarleg. Þau eru misjöfn eins og þau eru mörg og er hægt að njóta þeirra allt árið. Móbergsstapar, sprengigígar og margra milljóna ára bergmyndanir setja svo sannarlega svip sinn á umhverfið.
Kverkfjöll
Kverkfjöll erul megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls. Fjöllin eru nefnd eftir kverkinni sem skriðjökullinn Kverkjökull rennur niður úr. Í honum er stórfenglegur íshellir. Á svæðinu eru mjög áhugaverðar gönguleiður um eitt mesta háhitasvæði landsins. Frá svonefndri Austurleið (F910) liggur Kverfjallaleið (F902) suður til Kverkfjalla. Skammt austar liggur Hvannalindaleið (F903) suður í Hvannalindir og áfram þar sem hún kemur inn á veg F902.
Vegir að Kverkfjöllum eru einungis opnir á sumrin frá lok júní til loka ágústs. Einungis er fært jeppum, hægt að sjá frekari upplýsingar á www.vegagerdin.is.
.
View
Fjörður
Á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa eru mörg há og tignarleg fjöll, Kaldbakur er eitt þeirra. Á milli fjallanna eru iðjagrænir og gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum en eru allir komnir í eyði.
Úti fyrir mynnum dalanna eru víkur fyrir opnu hafi og með undirlendinu sem fylgir þeim kallast þeir í einu lagi Fjörður.Vegurinn um Fjörður er 27 km langur og einungis fær jeppum á sumrin.
View
Hverfjall
Í Hverfjalli er stór, hringlaga sprengigígur, um 140 m djúpur og um 1000 m í þvermál. Hverfjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má víst að gígurinn hafi myndast við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800-2900 ár.
View
Spákonufell
Spákonufell er svipmikið og virðulegt fjall fyrir ofan Skagaströnd. Það er bæjarfjall Skagstrendinga og fjöldi fólks nýtir sér það til útiveru, jafnt sumar sem vetur. Þar eru líka margar góðar gönguleiðir og nokkrir staðir sem að margra mati eru gulls ígildi. Sömu sögu er að segja að vetrarlagi. Þá taka heimamenn fram gönguskíðin, ganga í kringum Spákonufell og jafnvel upp á það.
Gefnir hafa verið út bæklingar um gönguleiðir á Spákonufell og Spákonufellshöfða. Þeir eru til á íslensku, ensku og þýsku og má fá víða í bænum og upplýsingamiðstöðum á Norðurlandi. Í þeim eru góðar myndir, ítarleg kort og áhugaverður fróðleikur.
View
Herðubreið
Fjallið Herðubreið er svo tignarlegt að það gengur undir nafninu drottning íslenskra fjalla. Fjallið er svo reglulegt, hreint í línum og fagurskapað að vart finnst líki þess í íslenskri fjallagerð.Vegurinn að Herðubreið er einungis fær yfir sumartímann.
View
Súlur
Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Vinsæl gönguleið liggur upp á tindana og tekur gangan um 5-6 klukkustundir fram og til baka.
Ekið er upp Súluveg og gengið frá bílastæðinu sem er við enda vegarins í Glerárdalnum. Nær Akureyri rís Ytri-súla en litlu sunnar er Syðri-súla sem er hærri, eða 1.213 metrar. Súlur eru að mestu gerðar úr ljósu líparíti sem á uppruna í Öxnadalseldstöðinni, sem var virk fyrir 8-9 milljónum ára.
Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á fjallið. Algengast er að ganga upp frá bílaplaninu sem komið er á ef Súluvegurinn er ekinn til enda.Lengd (fram og tilbaka) 10.471 mHækkun 905 m (byrjað er í 274 m)Hægt er að nota gönguappið wapp.is til að fræðast, skoða leiðina og fylgjast með framgangi göngunnar og staðsetningu í rauntíma. Leiðin er ókeypis í appinu.
Hér má finna góða lýsingu á gönguleiðinni með hnitum.
View
Gunnólfsvíkurfjall
Gunnólfsvíkurfjall stendur við Finnafjörð á Langanesi sunnanverðu. Það er hæsta fjall Langanes, 719 metra hátt. Brattur akvegur liggur upp á fjallið sem er lokaður almenningi en þar er ratsjárstöð sem NATO reisti og tekin var í notkun 1989. Heimilt er að ganga eftir veginum uppá fjallið og á góðviðrisdögum er útsýnið þaðan stórkostlegt, allt suður til Dyngjufjalla.
View