Það er fátt skemmtilegra en að finna barnið í sjálfum sér og leika í fjörunni. Þar er oftar en ekki að finna marga skemmtilega steina, gömul bein, rekavið og ef maður er heppinn gæti maður rekist á flöskuskeyti. Svo er auðvitað mikið fjör að leika sér í flæðarborðinu og sulla í vatninu. Það er um að gera að keyra aðeins útfyrir þjóðveginn og skoða fjörurnar á Norðurlandi.
Gásir í Eyjafirði
Gásir er einn af merkustu minjastöðum á Norðurlandi enda best varðveitti miðaldakaupstaður hér á landi. Gásir er einstakur sögustaður sem er víða getið í rituðum heimildum og er sú elsta frá 1162. Á Gásum var verslað, unnið var að handverki og iðnaði. Hugsanlegt er að verslun á Gásum hafi staðið allt þar til verslun hófst á Akureyri um 1550. Á Gásum fór fram fornleifa- og gróðurfarsrannsókn 2001-2006 undir stjórn Minjasafnins á Akureyri. Rústir hins forna kaupstaðar er friðlýstur og í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Svæðið hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna fuglalífs en þar eru einnig sjálfgæfar plöntutegundir. Nánari upplýsingar á www.gasir.is
View
Borgarsandur
Austan við Sauðárkrók er falleg svört sandströnd. Auðvelt er að leggja bílnum við vesturenda strandarinnar og fara í göngutúr til að njóta útsýnisins yfir Skagafjörð. Auðveld ganga sem hentar öllum og skemmtilegt að týna gersemar sem finnast á ströndinni.
View
Ánastaðastapi
Skilti merkt Ánastaðastapi við veg nr.711 sýnir hver bílastæðið er. Notið stigann til að fara yfir girðinguna og gangið stuttan spöl niður hlíðina, meðfram litlum læk og niður á strönd. Hér finnur þú fallegan sjóklett, Ánastaðastapa. Vinsamlegast athugið að þessi staður er lokaður fram í júlí vegna sauðburðar.
View
Fjaran á Ólafsfirði
Hægt er að leggja bílnum í bænum og fara í göngutúr að fallegri svartri strönd, gengið er í átt að Kleifum. Einnig er hægt að komast að ströndinni á bíl en verið viss um að leggja á afmörkuð bílastæði.
View
Höfðagerðissandur
Höfðagerðissandur heitir breið sandfjara milli Héðinshöfða og Eyvíkur. Höfðagerðissandur er vinsælt útivistarsvæði Tjörnesinga og Húsvíkinga og er talvalin staður fyrir göngu- og hlaupatúra. Frá fjörunni sést til Lundeyjar. Höfðagerðissandur er 5km norðan við Húsavík, keyrt er úr bænum framhjá PCC og átt að Tjörnesi og er afleggjari til vinstri þar sem er hægt að leggja bílnum.
View
Fjaran á Dalvík
Í Dalvíkurhöfn er lítil trébrú þar sem hægt er að komast að svartri sandströnd. Hægt er að ganga að Svarfaðardalsá. Takið ykkur tíma, stoppið og fylgist með fjölbreyttu fuglalífi á leiðinni.
View
Hvítserkur
Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár. Hægt er að labba niður í fjöruna og skoða klettinn enn nánar, skemmtileg fjöruferð fyrir börnin.
Sagan segir að Hvítserkur sé steinrunninn tröllkarl. Þjósaga er um Hvítserk að hann hafi í forneskju verið tröll sem bjó norður á Ströndum sem vildi brjóta niður kirkjuklukkur Þingeyraklausturskirkju. Leiðin var torsóttari en hann gerði ráð fyrir og þegar sólin reis um morguninn hafði honum ekki tekist að ljúka ætlunarverki sínu og breyttist hann því í stein er hann leit fyrstu sólargeislana.
View
Lambanes
Malarvegur nr. 869 leiðir þig á Langanesið. Nálægt bænum Ytra-Lóni er falleg fjara, ein fárra fjara á Íslandi sem er ekki með svörtum sand. Hér gefst gott tækifæri til að fylgjast með ríku fuglalífi svæðisins og er lítið fuglahús í nágrenninu. Ekki missa af því að ganga þessa fallegu strönd.
Lambanes er aðgengilegt á sumrin.
View
Illugastaðir
Illugastaðir, er frægur selaskoðunar- og sögustaður. Á Illugastöðum á vestanverðu Vatnsnesi hefur verið byggður upp góður selaskoðunastaður. Gott bílaplan er á staðnum og þjónustuhús með salernisaðstöðu. Lagðar hafa verið lagðar gönguleiðir með sjónum. Á skerjum fyrir utan og syndandi í sjónum má flesta daga ársins sjá fjölmarga seli. Einnig hefur verið reist selaskoðunarhús út í tanga. Þar eru upplýsingar um selina og góð aðstaða til að fylgjast með selunum á sundi og liggjandi í skerjum. Athugið! Vegna mikils æðarvarps sem er á Illugastöðum þá er selaskoðunasvæðið lokað frá 30. apríl til 20. júní ár hvert[6].
Morðin á Illugastöðum. Agnes Magnúsdóttir (fædd 27. október 1795, dáin 12. janúar 1830) varð síðasta konan til að vera tekin af lífi á Íslandi. Hún var dæmd til dauða ásamt Friðriki Sigurðssyni fyrir morð á Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði þann 14. mars 1828. Þau voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830.[7]
View
Hraunhafnartangi
Hraunhöfn dregur nafn sitt af náttúrulegri höfn, sem þótti sæmilegt skipalægi áður fyrr og er hennar getið í heimildum frá 13. öld. Á Hraunhafnartanga er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar hugprúðu, Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu.
Hraunhafnartangi og Rifstangi eru nyrstu tangar fastalands Íslands, aðeins rúmum kílómetra sunnan við norður heimskautsbaug. Gestir sem koma með mynd af sér við vitann geta fengið vottorð hjá þjónustuaðilum um að hafa komið á nyrsta odda landsins.
Hafa þarf í hugsa að æðarfugl er alfriðaður á Íslandi og er öll umferð bönnuð í og við æðarvarpið frá 15.apríl til 14.júlí.
View
Fjallahöfn
Leiðin austur eftir vegi nr.85, liggur eftir bröttum klettum Tjörnes og niður á flata svæðið í Öxarfirði. Þegar komið er niður brekkuna blasir við löng sandströnd og er lítið bílastæði vinstramegin við veginn. Kjörið tækifæri til að leggja bílnum þar og taka sér göngutúr eftir svartri sandströndinni og njóta ferska sjávarloftsins og útsýnisins.
Vinsamlegast ekki reyna að keyra eftir ströndinni.
View