Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurland er þekkt fyrir merkilega sögu og ferðaþjónustan þar er menningartengd. Möguleikar á að skoða fornar slóðir merkra Íslendinga eru margir og anda þeirra má finna svífa yfir viðkomandi stöðum. 
Á Norðurlandi eru fjölmörg söfn og fræðasetur sem mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli bæði innanlands og erlendis. Sem dæmi má nefna söfn eins og Textílsafnið á Blönduósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Nonnahús á Akureyri auk fjölda byggðasafna og listasafna. Öll eru söfnin óþrjótandi uppspretta fróðleiks, fegurðar og skemmtunar. 

Sjón er sögu ríkari. 
Komdu, sjáðu, skoðaðu og umfram allt njóttu alls þess besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða!

Fuglasafn Sigurgeirs
Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008. Markmið safnsins er að veita fræðslu um fugla, lífríki Mývatns og hvernig Mývetningar nýttu vatnið sér til samgangna og framfærslu. Í safninu eru nánast allir íslenskir varpfuglar ásamt um 100 tegundum af eggjum.Auk þessa er á sér-sýningu ýmiss búnaður sem heimamenn notuðu við veiðar á Mývatni í gegnum tíðina.  Opnunartími:1. júní-31. ágúst: 12:00-17:00 alla daga.1. sept-31. maí: 14:00-16:00 alla daga. Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað.
Könnunarsögusafnið
Könnunarsögusafnið (The Exploration Museum) er safn um sögu land og geimkönnunar. Aðal sýningarrými safnsins er helgað geimferðum, æfingum amerískra tunglfara á Íslandi árin 1965 og 1967, sem og tilraunageimskotum frakka sem áttu sér stað hér á landi frá 1964 til 1965. Þá er ýtarlega fjallað um landkönnun víkinga og norrænna manna. Einnig er hægt að kynna sér kapphlaupið á pólana og margt annað sem tengist ferðum manna á ókunnar slóðir.
Holt - Hús Öldu Halldórsdóttur
Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net. 
Minjasafnið Mánárbakka
Minjasafnið á Mánárbakka var opnað 18. júní 1995 í húsinu Þórshamri sem flutt var frá Húsavík að Mánárbakka. Húsnæði safnsins hefur nú verið stækkað og byggður þriggja bursta bær sem nefndur er Lækjarbakki og hýsir þá safnmuni sem ekki var rúm fyrir í Þórshamri.  Safnið er opið alla daga, ár hvert, frá 10. júní til 31. ágúst og eftir samkomulagi utan þess tíma. Opnunartímar: 10-18 alla daga
Snartarstaðir
Snartarstaðir hýsa Byggðasafn Norður-Þingeyinga og eru staðsettir í aðeins 1 km. fjarlægð frá Kópaskeri. Safnið var opnað árið 1991 í gamla skólahúsi staðarins og eru þar rúmlega 2000 munir til geymslu, en undirbúning safnsins má rekja aftur til ársins 1950 þegar söfnun á munum og minningum hófst. Einkennist sýningin í húsinu aðallega af annars vegar einstöku safni fjölbreyttra hannyrða sem unnar voru flestar af konum í Norður-Þingeyjarsýslu á síðustu öld, en hins vegar er þar að finna 9000 binda bókasafn hjónanna Helga og Andreu frá Leirhöfn á Melrakkasléttu. Athygli er vakin á að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er ekki gott. Opið frá 15. júní til 15. ágúst. Lokað á þriðjudögum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.husmus.is
Safnahúsið á Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig að finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins.  Opið allan ársins hring.  15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17  1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16  
Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta. Því hefur safnið stórkostlegt menningarlegt gildi fyrir okkur og komandi kynslóðir. Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna. Boðið er uppá leiðsögn um safnið, leikhorn fyrir börnin, Smámunabúð með handverki og ilmandi vöfflukaffi á Kaffistofu safnsins. Eyjafjarðarsveit fann safninu stað í Sólgarði, 27 km sunnan Akureyrar. Saurbæjarkirkja, ein af 6 torfkirkjum á Íslandi er rétt við safnið og hægt er að skoða nánar. 1.júní - 15. september er opið alla daga 13:00-17:00 Einnig opið fyrir hópa eftir samkomulagi.         
Sögusetur Íslenska hestsins
Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal var stofnsett 2001 og er staðsett í gamla hesthúsinu á Hólum sem byggt var árið 1931 á grunni gamla skólahússins sem brann. Árið 2010 var húsið gert upp og í því opnuð yfirlitssýningin Íslenski hesturinn. Sýningin er byggð upp með leikmyndum, kvikmyndum, myndskeiðum og munum og er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga. Auk þess er ein sérsýning í Sögusetrinu, Uppruni kostanna, sem er kynning á helstu stofnfeðrum og –mæðrum í íslenskri hrossarækt frá upphafi skipulegra kynbóta fram til dagsins í dag. Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt en bikarinn hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti, er geymdur á Sögusetrinu milli Landsmóta og er til sýnis. Bikarinn á sér merkilega og í raun ævintýralega sögu.  Sumaropnun í júní - ágúst: Opið alla daga frá 11-17 Vetraropnun: Sögusetur íslenska hestsins er opið fyrirhópa yfir veturinn samkvæmt pöntunum sem gerðar skulu fyrirfram. Áhugasamirhafi samband við forstöðumann, Hjördísi Kvaran Einarsdóttur, í síma 8458473 eðameð að senda póst á netfangið sogusetur@sogusetur.is.
Víðimýrarkirkja í Skagafirði
Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif hennar, en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menningarverðmæti að ræða. Þjóðminjasafn Íslands hefur staðið fyrir viðgerðum á kirkjunni. Kirkjan var reist árið 1834, hún er með torfveggjum til hliðanna og torfþekju en timburstöfnum í bak og fyrir. Opnunartími1. júní - 31. ágúst: þriðjudaga-sunnudaga 12:00-18:00, lokað á mánudögum.    Utan auglýsts opnunartíma er opið eftir samkomulagi við Byggðasafn Skagfirðinga. Aðgangseyrir 2023 og 2024:Fullorðnir (18 ára og eldri): 1.000 kr. Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 700 kr.Börn (17 ára og yngri): frítt Sameiginlegur aðgangsmiði í Víðimýrarkirkju og Glaumbæ :Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.300 kr.Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 2.000 kr.Börn (17 ára og yngri): frítt Miðana má kaupa í Víðimýrarkirkju eða í Glaumbæ. Gilda fyrir samdægurs heimsókn í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju. Séropnun utan almenns opnunartíma: 15.000 + aðgangseyri.ATH. Nauðsynlegt að bóka með fyrirvara og aðgangseyrir greiðist að auki.
Davíðshús - Skáldið frá Fagraskógi
Komdu í leiðangur um fagurt heimili skáldsins frá Fagraskógi. Davíðshús var reist árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem bjó þar til dánardags. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum og handritum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms. Heimili Davíðs var gert að safni 1965. Akureyrarbær keypti bókasafn hans, erfingjar ánöfnuðu safninu persónulegum munum og innanstokksmunum hússins en efnt var til landssöfnunar til kaupa á Bjarkarstíg 6 sem var afhent bænum til umsjár. Bókasafn hans var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu með fágætum prentunum af ýmsum toga og handritum. Í húsinu er einnig að finna listaverk eftir Kjarval, Sölva Helgason, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Mugg. Í leiðsögninni kynnumst við skáldinu og leyndardómunum sem þar er að finna í hverjum kima hússins. Leiðsagnir kl. 13, 14 og  15.  Verð: 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri– Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr. Miðinn gildir allt árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás.  Opnunartími:1.6.-1.9.Leiðsagnir kl.13, 14 og 15.Einnig opið á veturna sjá minjasafnid.is
Safnasafnið - Alþýðulist Íslands
Safnasafnið safnar verkum listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur um 140.000 skissur og fullgerð listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Settar eru upp 10 til 12 nýjar sýningar á vorin, en að auki eru 2 fastar sýningar sem breytast lítillega frá ári til árs. Í safninu er 67m2 íbúð í risi sem er leigð í minnst 2 nætur í röð, annars eins lengi og hentar fólki.  Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, austan megin við Eyjafjörð, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri.  Opið kl. 10oo til -17oo, frá fyrsta laugardegi í maí til annars sunnudags í september. Opið eftir samkomulagi fyrir hópa út október.   safngeymsla@simnet.is Sími 461-4066
Spákonuhof
Spákonuhof á Skagaströnd Sýning, sögustund og spádómar.    Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni. Lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.   Handverk / Kaffiveitingar.   Litla sölubúðin okkar er með úrval af íslensku handverki og hönnun.   Opnunartími:  Júní - sept. Þriðjudaga - sunnudaga          13:00 – 18:00 Lokað á mánudögum   Sept. - júní  er opið eftir þörfum. Hafið samband í síma 861 5089  / 452 2726
Fræðasetur um forystufé
Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði er einstakt setur á heimsvísu. Hvergi í heiminum er til forystufé annars staðar en á Íslandi. Þarna er safn upplýsinga um forystufé, safn sagna, mynda og annars þess sem gerir forystufé sérstakt en það er viðurkennt sem sérstakur fjárstofn. Auk upplýsinga er lítil sölubúð á staðnum sem selur vörur unnar úr ull, hornum, beinum og öðrum afurðum forystufjár. Ullin af forystufé er mýkri en ull af öðru íslendku fé. Fræðasetur um forystufé hefur fengið viðurkenningu frá ICELANDIC LAMB fyrir metnaðarfulla og nýstárlega nýtingu ullar af forystufé. ,,Ef þú klæðist fatnaði sem unninn er úr ull af forystufé ratar þú alltaf heim”. Á staðnum er rekið lítið kaffihús þar sem boðið er upp á sérblandaða kaffiblöndu ,,Ærblöndu” auk annars góðgætis. Ein listsýning er í Fræðasetri um forystufé hvert sumar og er hún uppi allt sumarið. Þegar eru bókaðar sýningar 10 ár fram í tímann. Einnig er rekið á staðnum lítið gistihús, ÞISTILL GISTIHÚS, þar sem er gisting fyrir 12 í rúmum. Mjög góð aðstaða er þar, vel búið eldhús og setustofa.Opið frá 11-18, júní-ágúst. Þess utan eftir samkomulagi.
Pálshús - Náttúrugripasafnið Ólafsfirði
Pálshús - Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði Pálshús, eitt elsta hús Ólafsfjarðar, er í dag safn og menningar- og fræðslusetur staðsett við Strandgötu 4 í Ólafsfirði. Elsti hluti hússins var reistur 1892 og því er að finna mikla sögu í kringum það. Húsið dregur nafn sitt af Páli Bergssyni, sem í byrjun nítjándu aldar kláraði, ásamt konu sinni Svanhildi Jörundsdóttur, að reisa húsið í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Páll var einn aðalhvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði. Heimamenn hafa í sameiningu komið húsinu í sýningarhæft ástand og hýsir það í dag Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar og hina skemmtilegu grunnsýningu ,,Flugþrá”. Þar má skoða alla íslensku fuglaflóruna ásamt því að fjallað er um flugþrá mannsins og draum hans að geta flogið. Börn hafa sérstaklega gaman af fuglasýningunni og hefur hún mikið fræðslugildi.   Að auki er í húsinu að finna glæsilegt einkasafn hjónanna Birnu Kristínar Finnsdóttur og Jóns Gunnars Sigurjónssonar ásamt því að fjölbreyttir tón- og myndlistar viðburðir eru haldnir þar reglulega. Aðgangur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er til fyrirmyndar og er stólalyfta til að komast á neðri pall hússins. Heimasíða safnsins er: www.palshusmuseum.is/Heimilisfang: Strandgata 4, ÓlafsfirðiSími: 466-2255 / 848-4071Netfang: fjallasalir@gmail.com  Sumaropnun:15. maí 2021 - 15. september 2021: Opið alla daga frá kl. 13.00 - 17.00.Hafðu samband til að bóka heimsókn fyrir hópa, og á tímum utan opnunartíma.
Grenjaðarstaður - Gamli bærinn
Grenjaðarstaður í Aðaldal er forn landnámsjörð og prestssetur sem staðsett er um 30 km. suður af Húsavík. Þar er að finna einn stærsta torfbæ landsins, sem sérstakur er fyrir þær sakir að vera einangraður með hrauni úr næsta nágrenni hans, undir þiljum unnum úr rekaviði. Gamli bærinn er í eigu Þjóðminjasafns Íslands en Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) sér um rekstur byggðasýningarinnar sem þar er að finna og endurspeglar hún lifnaðarhætti gamla bændasamfélagsins. Sýningin samanstendur af um 2000 munum úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga sem varpa ljósi á líf fólks sem bjó í bænum.   Á Grenjaðarstað er einnig að finna kirkju sem byggð var 1865 og er ennþá í notkun og í kirkjugarðinum geta gestir skoðað rúnastein frá miðöldum. Gamla hlaðan hefur verið endurgerð og hýsir í dag móttöku safnsins, snyrtingar, kaffisölu og handverkssölu úr héraði.   Opið yfir sumartímann.   1. júní - 15. ágúst: alla daga 11-17  
Byggðasafnið Hvoll
Sumarið 2023:Vegna framkvæmda verður safnið ekki opið almenningi sumarið 2023. Hægt er að hafa samband við Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumann safnsins, í gegnum netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík er í senn byggða-, náttúrugripa- og mannasafn. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð og haganlega gerðir skrautmunir unnir af hagleiksfólki af svæðinu. Ánáttúrugripasafninu er fjöldi íslenskra fugla og spendýra, þar sem ísbjörninn vekur mesta athygli. Minningarstofur eru um Jóhann Svarfdæling, sem var um tíma hæsti maður heims og Kristján Eldjárn forseta. Árið 1934 reið jarðskjálfti yfir Dalvík (6,2 á Richter). Jarðskjálftanum eru gerð skil í sérstakri stofu safnsins. Opnunartími:1. júní – 31. ágúst: 10.00-17.00 alla daga1. september – 31. maí. Lokað . Opið eftir samkomulagi og við tökum á móti hópum allt árið. Pantanir fyrir hópa fara í gegnum bjork@dalvikurbyggd.is
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu. Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld og grunnur þess að landsmenn hurfu frá áralangri fátækt og gátu byggt upp nútíma samfélag. Atburðirnir í kring um síldina voru svo mikilvægir fyrir fólkið og landið að talað var um ævintýri – síldarævintýrið. Við hverja höfn, norðanlands- og austan risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna.  Opnunartímar eru sem hér segir:Maí og september: 13 – 17Júní, júlí og ágúst: 10 – 17Vetur: Eftir samkomulagi  Siglufjörður er aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri!
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000. Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús. Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.  Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
Árnes
Árnes nefnist elsta húsið á Skagaströnd. Sveitarfélagið lét gera það upp og tók í notkun sumarið 2009. Húsið er nú einstak dæmi um vistarverur fólks á fyrri hluta 20. aldar. Það er dæmigert timburhús frá þessum tíma og hið eina þessarar gerðar sem mögulegt var að varðveita á staðnum. Húsið er búið húsgögnum og munum úr Muna- og minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins. Í Árnesi geta gestir fengið spáð í spil, bolla eða látið lesa í lófa alla daga yfir sumarið.  OpnunartímiJúní, júlí og ágúst:Opið mánudaga til laugardaga frá 13 til 16.Lokað á sunnudögum. September til maíloka:Opið eftir samkomulagi. Umsjón með húsin hefur Sveitarfélagið Skagaströnd, sími á skrifstofutíma er 455 2700.
Glaumbær í Skagafirði
Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa og á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Glaumbær er torfríkasti bær landsins þar sem grjót í veggjahleðslu er vanfundið í Glaumbæjarlandi á meðan torfrista er góð. Veggirnir í bænum eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng en rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð en fólk byggði húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.  Sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ í kringum árið 1000. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um 1100 og færð þangað sem þau eru nú.   Það skipti sköpum fyrir varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938. Bærinn var síðan friðlýstur árið 1947 og sama ár fluttu síðustu íbúarnir út. Árið 1948 var Byggðasafn Skagfirðinga stofnað og fékk það Glaumbæ fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrsta sýning safnsins var síðan opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum.   Opnunartími:20. maí - 20. september: daglega 10:00 - 18:0021. september - 20. október: virka daga 10:00 - 16:0021. október - 31. mars: eftir samkomulagi1. apríl - 19. maí: virka daga 10:00 - 16:00 Aðgangseyrir í Glaumbæ 2023 og 2024: Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.000 kr.Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 1.700 kr.Börn (17 ára og yngri): frítt. Aðgangur ókeypis fyrir korthafa FÍSOS, ICOM og ICOMOS.  Almenn leiðsögn um safnsvæði fyrir stærri hópa: 2.000 kr.Einkaleiðsögn (gjald leggst ofaná aðgangseyri - mest 12 manns) 15.000 kr. Séropnun utan almenns opnunartíma: 15.000 kr. + aðgangseyrir.ATH. Nauðsynlegt að bóka með fyrirvara og aðgangseyrir greiðist að auki. Sameiginlegur aðgangsmiði í Víðimýrarkirkju og Glaumbæ:Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.300 kr.Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 2.000 kr.Börn (17 ára og yngri): frítt Miðana má kaupa í Víðimýrarkirkju eða í Glaumbæ. Gilda fyrir samdægurs heimsókn í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.
Hús Hákarla-Jörundar
Hús Hákarla- Jörundar er elsta hús Hríseyjar og byggt á árunum 1885-86 fyrir hákarlaveiðimanninn Jörund Jónsson. Það var reist af smiðnum Jóhanni Bessasyni úr timbri norskra skipa sem fórust í Gjörningaveðrinu við Hrísey 11. september 1884. Upphaflega stóð húsið í landi Syðstabæjar en var flutt að Norðurvegi 3 árið 1917 þegar nýtt hús var byggt á hólnum. Hákarla-Jörundur var öflugur hákarlaformaður og hófst uppbygging í Hrísey fyrir alvöru með tilkomu hans til eyjunnar. Bjó hann ásamt stórfjölskyldu sinni í húsi þessu síðustu æviárin.  Í húsi Hákarla-Jörundar er að finna safnvísi sem geymir muni er tengjast bæði heimilishaldi Jörundar en einnig hákarlaveiðunum sem gerð eru ágæt skil með sýningu á veiðarfærum og öðrum þar til gerðum áhöldum. Í Húsinu er einnig að finna muni og minningar sem tengjast byggða- og annarri atvinnusögu Hríseyjar og er þannig stiklað á stóru í sögu eyjunnar. Þar má kynnast síldarævintýrinu í Hrísey, verslunarsögu staðarins, kvenfélaginu og skóaranum, svo fátt eitt sé nefnt, en einnig einstaka mönnum og málefnum sem sett hafa svip á lífið í eynni.  Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samband með tölvupósti. Opnunartími - virkir dagar:1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:001. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi.
Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri er í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum og Fjörunni. Í sýningarsafnsins gefa innsýn sögu íbúa svæðisins með fjölbreyttum og fjölskylduvænum sýningum. Skelltu þér í búðarleik, prófaðu trommusettið eða skelltu þér í búning. Miðinn gildir á 5 söfn og tilvalið að grípa Safnapassa fjölskyldunnar með í ferðalagið.  Minjasafnið á Akureyri er handhafi Íslensku safnaverðlaunanna 2022. Sýningar: Tónlistarbærinn Akureyri. Akureyri bærinn við Pollinn. Ástarsaga Íslandskortanna – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. (maí-október) Jólasýning Minjasafnsins (nóvember-janúar) Með lífið í lúkunum. (júní - september) Kjörbúðin - leikrými  Fyrir framan safnið er einn elsti skrúðgarður landsins,  rúmlega aldargamall, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum og útileikföngum.  Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan byggð 1846 sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika. Minjasafnið er á sömu lóð og Nonnahús og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu.  Opnunartími: 1.6.-30.9.: Daglega frá 11-17. 1.10-31.5.: Daglega frá 13-16. Verð:2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á 5 söfn: Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás. 
Sauðaneshús á Langanesi
Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður sem staðsettur er 7 km norðan við Þórshöfn. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi, Sauðaneshús, er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum, hlaðið úr grágrýti árið 1879, afar sjaldgæf bygging og er einstakt á landsvísu. Í kringum 1957 fór Sauðaneshús í eyði og stóð það kalt og yfirgefið í nærri 40 ár. Um 1990 var ákveðið að endurreisa húsið, sem þá var að hruni komið, og var reist nánast frá grunni, stein fyrir stein og fjöl fyrir fjöl, en endurbyggingin tók um 11 ár. Fallega endurbyggða húsið hýsir nú sýninguna “Að sækja björg í björg” sem unnin var á árunum 202-21. Þar er hægt að fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi og hvernig prestsbústaðurinn var í raun miðpunktur samfélagsins á svæðinu. Opið frá 15. júní til 15. ágúst, 11-17. Lokað á mánudögum. Nánari upplýsingar: http://www.husmus.is 
Nonnahús
Þekkir þú Nonna? Vissir þú að í því var einu sinni skóli? Þar bjuggu um tíma fjórar fjölskyldur í einu? Þar var gistihús og veitingasala um tíma? Nonnahús geymir margar sögur. Stærst þeirra er saga Nonna og fjölskyldu hans. Nonnahús er bernskuheimili barnabókarithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar "Nonna". Húsið er meðal þeirra  elstu á Akureyri, byggt upp úr 1850. Safnið geymir marga muni tengda Nonna, m.a Nonnabækur á fjölmörgum tungumálum. Húsið sjálft hefur verið varðveitt sem dæmigert kaupstaðarheimili þessa tíma.  Nonni flutti 12 ára frá Akureyri einn síns liðs sumarið 1869 til að fara í skóla  í Frakklandi og varð þekktur rithöfundur barnabók um víðaveröld. Þannig varðveitir safnið bækur frá yfir 30 löndum t.d. á kínversku og japönsku, pólsku og esperantó. Nonnahús er á meðal þeirra elstu á Akureyri byggt um 1850 og varðveitt sem kaupstaðarheimili og þess tíma og safn um Nonna. Síðasti íbúi Nonnahúss flutti úr húsinu 1945 en Nonnahús hefur verið safn síðan 1957. Nonnahús er á sömu lóð og Minjasafnið  og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu. Opnunartími:1.6.-30.9.: Daglega frá 10-17.1.10-31.5.: Daglega frá 13-16. Verð:Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás allt árið.
Flugsafn Íslands
Á Flugsafni Íslands er yfir 100 ára sögu flugs á Íslandi miðlað til gesta á lifandi hátt. Sýningar safnsins leiða gesti í gegnum þróun íslensks flugs og flugfélaga frá árinu 1919 og til dagsins í dag með flugvélum af ýmsum stærðum og gerðum, björgunarþyrlu og flugmódelum auk fjölda annarra áhugaverðra muna og ljósmynda. Sumar flugvélanna eru enn í flughæfu ástandi og er m.a. flogið á Flugdegi safnsins sem haldinn er árlega í júní, og gestum er velkomið að ganga um vél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN. Verið velkomin á Flugsafn Íslands! --- Opnunartími:15. maí til 15. september: Opið alla daga kl. 11:00 -17:0016. september til 14. maí: Opið laugardaga kl. 13:00 -16:00Einnig er opið eftir samkomulagi. --- Aðgangseyrir:Fullorðnir:                                                1500 kr.Lífeyrisþegar og námsmenn:               1000 kr.Aðgangseyrir fyrir hópa (10+):            1000 kr. á mannÓkeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum
Iðnaðarsafnið
Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Þar er að finna fjölda véla og tækja sem notuð voru til framleiðslu á allskyns nytjahlutum og iðnvarningi. Á efri hæð safnsins er sýning á hinni víðtæku fata- og skóframleiðslu sem fram fór á Akureyri á liðinni öld. Hver man ekki eftir Duffys gallabuxum, Skinnu mokkajökkum, Hekluúlpum og Iðunnarskóm? Opnunartími:1. júní - 31. ágúst: 10-17 alla daga. 1. sept - 31. maí: 13-16 föstudaga til sunnudaga. Lokað mánudaga til fimmtudaga.
Listasafnið á Akureyri
 Listasafnið á Akureyri er yngsta listasafnið á landinu. Hugmyndin að stofnun þess kom upphaflega frá Jónasi Jónssyni frá Hriflu í blaðagrein sem hann skrifaði árið 1960. Þrír áratugir liðu uns hugmyndin um Listasafnið á Akureyri komst aftur í umræðuna og varð hún loksins að veruleika á afmælisdegi bæjarins þann 29. ágúst 1993. Listasafnið á Akureyri er til húsa þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Listasafnið á Akureyri er miðpunktur og sameiningartákn þessarar Listamiðstöðvar í Grófargili.

Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á norðurlöndum. Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum.
Samgönguminjasafnið Ystafelli
Samgönguminjasafnið Ystafelli er elsta bílasafn á Íslandi, var opnað 8. júlí árið 2000. Það hefur að geyma bíla og muni sem tengjast samgöngum á Íslandi í 115 ár, elsti hluturinn er af næst fyrsta bílnum sem kom til Íslands, en það var árið 1907. Einnig er þar Delorean árgerð 1981, samskonar bíll og var notaður í "Back to the future" myndirnar. Það eru rúmlega 100 vélknúin tæki innandyra núna. Safnið er opið á sumrin en veturnir eru notaðir til endurbyggja sýningargripi, mest áhersla hefur verið lögð á varðveita íslenska handverkið, þ.e. íslenskar yfirbyggingar og breytingar á bílum.  Opið 25. maí - 25. september, alla daga frá 11.00 til 18.00  
Hælið - Setur um sögu berklanna
HÆLIÐ setur um sögu berklanna  Andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og sagan er allt í kring. Áhrifarík og sjónræn sýning um sorg, missi og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi og lífsþorsta. Opnunartímar:Júní-ágúst: Alla daga 13:00-17:00Maí og september: Um helgar 14:00-17:00 Opnum fyrir hópa eftir samkomulagi.
Leikfangahúsið á Akureyri
Í elsta bæjarhluta Akureyrar eru húsin nánast eins og dúkkuhús. Einu þeirra hefur verið breytt í Leikfangahús, fullu af leikföngum frá síðustu 100 árum. Bílar, dúkkur, spil, brúður, ofurhetjur… Hver ímyndaði sér ekki að fá að leika sér í leikfangaverslun. Komdu og upplifðu æskuna og taktu krakkana með þér. VARÚÐ! Það gengur oft hægt að fá krakkana út, þið vitið hver þið eruð! Húsið heitir Friðbjarnarhús eftir Friðbirni Steinssyni sem það reisti og bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Í húsinu var Góðtemplarastúka Íslands stofnuð og á efri hæðinni er fundarherbergi hennar. Leikfangahúsið er 200 metrum frá Nonnahúsi, Minjasafninu og Minjasafnsgarðinum. Opnunartími:1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17. Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Leikfangahúsið. Verð:Stök heimsókn 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1000 kr.Miðinn gildir út árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás.
Heimilisiðnaðarsafnið
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er eina sérgreinda textílsafnið á Íslandi. Safnið er í glæsilegu húsi þar sem aðgengi gesta er með ágætum. Munir safnsins mynda nokkrar ólíkar og sjálfstæðar sýningar: útsaumssýning, sýning á íslenskum þjóðbúningum, Halldórustofa sem helguð er lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981), ullarsýning og árlega ný sérsýning íslensks textíllistafólks. OpnunartímiVirkir dagar:Laugardagar:Sunnudagar:1. júní - 31. ágúst:10:00-17:0010:00-17:00   10:00-17:00
Hvalasafnið á Húsavík
Hvalasafnið á Húsavík var stofnað árið 1997. Meginmarkmið þess er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra. Í 1.600 m2 sýningarrými er að finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar. Opið frá 09-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. .    
Byggðasafn Húnv. & Strandamanna
Byggðasafn Húnvetninga- og Strandamanna býður ykkur velkomin í heimsókn. Safnið er í eigu sveitarfélaga við Húnaflóa og var stofnað fyrir fimmtíu árum síðan. Á safninu er margt einstakra muna sem geyma sögu og menningu byggðalagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst hákarlaveiðiskipið Ófeig úr Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er inni á safninu baðstofa frá Syðsta-Hvammi við Hvammstanga auk fjölda fallegra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tuttugustu aldar. Velkomin á safn í sókn! Þjónustugjald: 1000 kr fyrir fullorðna, 700 kr fyrir öryrkja og eldriborgara. Ókeypis fyrir börn. Opið alla daga milli 09 og 17. Yfir vetrartímann er opið eftir samkomulagi.
Gamli bærinn Laufási
Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni. Þegar þú gengur inn bæjargöngin ferðastu aftur í söguna. Vissir þú að í Laufási var skóli, þar er leyniherbergi og brúðarhús? Laufás var heimili prestsins, fjölskyldu hans og vinnufólks. Stundum bjuggu þar allt að 40 manns , því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi. Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni og hluta gamla bæjarins má finna viði frá 16. og 17. öld. Laufásbærinn var endurbyggður á árunum 1853-1882 í tíð séra Björns Halldórssonar. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Hann er búinn gripum og húsmunum frá aldamótunum 1900. Laufáskirkja var byggð 1865 en meðal merkra gripa í henni er fagurlega útskorinn predikunarstóll frá 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855. Húsin í Laufási eru 13 og mynda mikla rangala. Engin útihús hafa varðveist. Opnunartími:1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17. Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Laufási. Verð:Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og í Laufási.
Útgerðaminjasafnið á Grenivík
Opið 1. júní-31.ágúst, alla daga frá 13-17.Safnið var opnað sumarið 2009 í gömlum beitinga­skúr sem heitir Hlíð­ar­endi og var byggð­ur um 1920 á grunni gam­allar sjó­búðar. Í safninu eru ýmis veið­ar­færi, munir og verk­færi sem til­heyrðu línu­út­gerð smærri báta á fyrri hluta 20. ald­ar. Þar eru m.a. báru­fleygur, seil­ar­nál, heillás, fiska­sleggja, súgur, bora, fuða, hneif, pilk­ur, díxill og drífholt. Safnið á einnig tvo báta.Ýmiss konar starf­semi hefur farið fram í húsinu. Þar hefur verið beitt, gert að og salt­að, sof­ið og dans­að. Við ákveðin tæki­færi er að Hlíðar­enda bar­inn bút­ungur og rifnir haus­ar og gest­um boðið að smakka harð­fisk gamla tím­ans.
Mótorhjólasafn Íslands
Mótorhjólasafn Íslands er safn um sögu mótorhjóla á Íslandi í yfir 100 ár. Mótorhjól, myndir og munir í glæsilegri nýrri 800 fermetra byggingu sem hönnuð er sérstaklega fyrir mótorhjólasafn.OpnunartímiVirkir dagar:Laugardagar:Sunnudagar:1. september - 15. maí:Lokað15:00-19:00Lokað16. maí - 31. ágúst:11:00-17:0011:00-17:0011:00-17:00Einnig opið eftir samkomulagi.

Aðrir (7)

Minjastofa Kvennaskólans Árbraut 31 540 Blönduós 892-4928
Þingeyrakirkja Þingeyrum 541 Blönduós 895-4473
Safnahúsið Faxatorg 550 Sauðárkrókur 455-6050
Pakkhúsið Suðurbraut 565 Hofsós 530-2200
Bænahúsið á Gröf Skagafjörður 566 Hofsós 453-8373
Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði Stóra Gerði 566 Hofsós 845-7400
Verksmiðjan á Hjalteyri Hjalteyri 601 Akureyri 461-1450