Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hús Hákarla-Jörundar

- Söfn

Hús Hákarla- Jörundar er elsta hús Hríseyjar og byggt á árunum 1885-86 fyrir hákarlaveiðimanninn Jörund Jónsson. Það var reist af smiðnum Jóhanni Bessasyni úr timbri norskra skipa sem fórust í Gjörningaveðrinu við Hrísey 11. september 1884. Upphaflega stóð húsið í landi Syðstabæjar en var flutt að Norðurvegi 3 árið 1917 þegar nýtt hús var byggt á hólnum. Hákarla-Jörundur var öflugur hákarlaformaður og hófst uppbygging í Hrísey fyrir alvöru með tilkomu hans til eyjunnar. Bjó hann ásamt stórfjölskyldu sinni í húsi þessu síðustu æviárin. 

Í húsi Hákarla-Jörundar er að finna safnvísi sem geymir muni er tengjast bæði heimilishaldi Jörundar en einnig hákarlaveiðunum sem gerð eru ágæt skil með sýningu á veiðarfærum og öðrum þar til gerðum áhöldum. Í Húsinu er einnig að finna muni og minningar sem tengjast byggða- og annarri atvinnusögu Hríseyjar og er þannig stiklað á stóru í sögu eyjunnar. Þar má kynnast síldarævintýrinu í Hrísey, verslunarsögu staðarins, kvenfélaginu og skóaranum, svo fátt eitt sé nefnt, en einnig einstaka mönnum og málefnum sem sett hafa svip á lífið í eynni. 

Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samband með tölvupósti.

Opnunartími - virkir dagar:
1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:00
1. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi.

Holt - Hús Öldu Halldórsdóttur

Holt - Hús Öldu Halldórsdóttur

Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu
Hús Hákarla-Jörundar

Hús Hákarla-Jörundar

Hús Hákarla- Jörundar er elsta hús Hríseyjar og byggt á árunum 1885-86 fyrir hákarlaveiðimanninn Jörund Jónsson. Það var reist af smiðnum Jóhanni Bess
Sundlaugin Hrísey

Sundlaugin Hrísey

Sundlaugin í Hrísey er 12,5 metra útilaug. Þar er einnig heitur pottur, vaðlaug og kalt ker að ógleymdri sólbaðsaðstöðu. Afgreiðslutími:Sjá https://ww
Verbúðin 66 Restaurant

Verbúðin 66 Restaurant

Veitingastaðurinn er staðsettur í nálægð við höfnina. Opið er alla daga yfir sumartímann. Utan sumartíma er opið um helgar og fyrir hópa eftir samkomu
Ferðamálafélag Hríseyjar

Ferðamálafélag Hríseyjar

Hús Hákarla JörundarÍ þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. H
Hrísey

Hrísey

Hrísey er sú næststærsta við Ísland á eftir Heimaey. Hún er láglend, rís hæst 110 metra yfir sjávarmál, og er vel gróin. Berggrunnur eyjarinnar er blá
Hrísey

Hrísey

Náttúruperlan Hrísey liggur um miðbik Eyjafjarðar. Þar er lítið sjávarþorp sem býður upp á ýmislegt sem ferðafólki kemur til góða, t.d.sundlaug, lítið
Hríseyjarferjan Sævar

Hríseyjarferjan Sævar

Áætlun Sævars Síminn í ferjunni er 695 5544 Gildir allt árið Frá Hrísey Frá Árskógssandi 07:00  07:20  (Virka daga - þarf að panta á laugardög
Hotel Kaldi

Hotel Kaldi

Hotel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett á Árskógssandi. Þar eru 5 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi, flatskjá, skrifborði og kaf
Árskógssandur

Árskógssandur

Árskógssandur í Dalvíkurbyggð er þéttbýliskjarni sem stendur niður við sjó og tengir saman land og eyju en skipið Sævar siglir milli Árskógssandar og
Bjórböðin

Bjórböðin

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í a

Aðrir (1)

Bruggsmiðjan Öldugata 22 621 Dalvík 861-3007