Á Norðurlandi er hægt að ferðast um svæðið og kynna sér sögufræga staði, hvort sem það tengist landnámi, bardögum, skáldum eða lifnaðarháttum fyrri tíma.
1238: The Battle of Iceland
Sögusetrið 1238 Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar í gagnvirkri sýningu sem gengur skrefinu lengra en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni, í miðlun og sýndarveruleika, bjóðum við gestum á öllum aldri að taka þátt og upplifa söguna sem aldrei fyrr.
Áhersla er lögð á þá stóru bardaga sem einkenndu öld Sturluna, einkum Örlygsstaðabardaga, sem fram fór árið 1238. Í anddyri sýningarinnar er einnig rekin minjagripaverslun, upplýsingamiðstöð og veitingastaðurinn Grána Bistró.
Sumaropnunartími: Opið alla daga 10:00 – 16:00Vetraropnunartími: Opið mán-lau 10:00 - 16:00
Þið finnið okkur á Facebook.
View
Local tours ATV
Fjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland.
Smellið á Facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar.
Skipuleggjum fjórhjólaferðir á Norðausturlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum
Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.
View
Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri er í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum og Fjörunni. Í sýningarsafnsins gefa innsýn sögu íbúa svæðisins með fjölbreyttum og fjölskylduvænum sýningum. Skelltu þér í búðarleik, prófaðu trommusettið eða skelltu þér í búning. Miðinn gildir á 5 söfn og tilvalið að grípa Safnapassa fjölskyldunnar með í ferðalagið.
Minjasafnið á Akureyri er handhafi Íslensku safnaverðlaunanna 2022.
Sýningar:
Tónlistarbærinn Akureyri.
Akureyri bærinn við Pollinn.
Ástarsaga Íslandskortanna – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. (maí-október)
Jólasýning Minjasafnsins (nóvember-janúar)
Með lífið í lúkunum. (júní - september)
Kjörbúðin - leikrými
Fyrir framan safnið er einn elsti skrúðgarður landsins, rúmlega aldargamall, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum og útileikföngum. Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan byggð 1846 sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika.
Minjasafnið er á sömu lóð og Nonnahús og einungis 200 metrum frá Leikfangahúsinu.
Opnunartími:
1.6.-30.9.: Daglega frá 11-17.
1.10-31.5.: Daglega frá 13-16.
Verð:2300 kr. fyrir 18 ára og eldri – Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á 5 söfn: Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás.
View
Spákonuhof
Spákonuhof á Skagaströnd
Sýning, sögustund og spádómar.
Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni. Lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.
Handverk / Kaffiveitingar.
Litla sölubúðin okkar er með úrval af íslensku handverki og hönnun.
Opnunartími: Júní - sept.
Þriðjudaga - sunnudaga
13:00 – 18:00
Lokað á mánudögum
Sept. - júní er opið eftir þörfum.
Hafið samband í síma
861 5089 / 452 2726
View
Kakalaskáli
Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar.
Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi.
Við Kakalaskála er að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen.
Hægt er að kaupa app (smáforrit) þar sem Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Sjá nánar á https://www.kakalaskali.is/appid
Í Kakalaskála er hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði og veislur. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika.
Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt.
Opnunartími sögu- og listasýningar:
Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní - 31. ágúst nema mánudaga.
Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther)
Aðgangur: 3000 kr. / Eldri borgarar 2500 kr. Frítt fyrir yngri en 12 ára
Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins): Alltaf opið, Frítt inn
Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)
View
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu.
Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld og grunnur þess að landsmenn hurfu frá áralangri fátækt og gátu byggt upp nútíma samfélag. Atburðirnir í kring um síldina voru svo mikilvægir fyrir fólkið og landið að talað var um ævintýri – síldarævintýrið. Við hverja höfn, norðanlands- og austan risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna.
Opnunartímar eru sem hér segir:Maí og september: 13 – 17Júní, júlí og ágúst: 10 – 17Vetur: Eftir samkomulagi
Siglufjörður er aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri!
View
Safnahúsið á Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig að finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins.
Opið allan ársins hring.
15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17
1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16
View
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.
Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.
Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.
Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
View
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.
Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.
Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
View
Aðrir (3)
Þingeyrakirkja | Þingeyrum | 541 Blönduós | 895-4473 |
Miðaldadagar á Gásum | Þelamerkurskóli | 604 Akureyri | 462-4162 |
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar | Strandgata 2 | 625 Ólafsfjörður | 466-4044 |