Kaffihúsaflóran á Norðurlandi er þekkt fyrir heimabakað bakkelsi og hlýlegheit. Ekki láta þau framhjá þér fara í þinni dagsrká fyrir Norðan.
Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta. Því hefur safnið stórkostlegt menningarlegt gildi fyrir okkur og komandi kynslóðir.
Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna. Boðið er uppá leiðsögn um safnið, leikhorn fyrir börnin, Smámunabúð með handverki og ilmandi vöfflukaffi á Kaffistofu safnsins. Eyjafjarðarsveit fann safninu stað í Sólgarði, 27 km sunnan Akureyrar. Saurbæjarkirkja, ein af 6 torfkirkjum á Íslandi er rétt við safnið og hægt er að skoða nánar.
1.júní - 15. september er opið alla daga 13:00-17:00
Einnig opið fyrir hópa eftir samkomulagi.
View
Menningarhúsið Berg
Menningarhúsið Berg er staðsett á Dalvík, í hjarta bæjarins. Bókasafn Dalvíkurbyggðar hefur fast aðsetur í húsinu en auk þess er þar glæsilegur fjölnota salur, kaffihús og stór pallur. Húsið hefur að geyma fjölbreytta starfsemi s.s. tónleika, sýningar, fundaraðstöðu og fl. en fjölbreytt dagskrá er í boði allt árið. Í hvejum mánuði opnar ný myndlistasýning í salnum.
Nánari upplýsingar á https://www.dalvikurbyggd.is/berg og á facebook síðunni Menningarhúsið Berg
Opnunartími í Bergi: Virka daga 10:00-17:00 Laugardaga 13:00-16:00Sunnudaga 12:00-16:00
Bókasafnið er opið er 10:00 -17:00 virka daga og 13:00 -16:00 á laugardögum. Lokað á sunnudögum.
View
Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum.
View
Akureyri Backpackers
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna. Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.
Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi. Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.
Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.
• Morgunverður • Uppábúin rúm • Eldhús og grillaðstaða • Veitingasala • Þráðlaust internet • Sturtur • Gufubað • Skíðageymsla • „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk • Þvottavélar • Upplýsingamiðstöð • Læstir skápar • Farangursgeymsla • Hópar velkomni
Bestu kveðjur/Best regards
Akureyri Backpackers staff
View
Kaffi Rauðka
Kaffi Rauðka stendur í nýuppgerðu rauðu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði. Staðurinn er vinsæll meðal bæjarbúa og því heppilegur til að kynnast lífinu á Sigló. Á sumrin myndast skemmtilegt andrúmsloft við Kaffi Rauðku og Hannes Boy þegar fjöldi manns kemur þar saman til að njóta lífsins. Kaffi Rauðka sem opnaði árið 2011 er opin allan ársins hring og býður upp á fjölbreyttan matseðil við flestra hæfi en þar má finna allt frá kökum og samlokum til plokkfisks og BBQ rifja. Staðurinn er því heppilegur fyrir fjölskyldufólk sem vill hafa fjölbreytt úrval í heimsókn sinni til Siglufjarðar. Í hádeginu á virkum dögum er boðið upp á heitan heimilismat. Á sumrin er hægt að spila strandblak, minigolf og risaskák á útisvæði Rauðku. Norðurhluti Kaffi Rauðku er einnig notaður sem tónleikasalur og eru haldnir tónleikar þar reglulega.
Kaffi Rauðka er einn af þremur veitingastöðum Sigló Hótels. Hinir tveir veitingastaðirnir eru Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna sem er staðsettur inn á hótelinu.
View
Fræðasetur um forystufé
Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði er einstakt setur á heimsvísu. Hvergi í heiminum er til forystufé annars staðar en á Íslandi. Þarna er safn upplýsinga um forystufé, safn sagna, mynda og annars þess sem gerir forystufé sérstakt en það er viðurkennt sem sérstakur fjárstofn.
Auk upplýsinga er lítil sölubúð á staðnum sem selur vörur unnar úr ull, hornum, beinum og öðrum afurðum forystufjár. Ullin af forystufé er mýkri en ull af öðru íslendku fé. Fræðasetur um forystufé hefur fengið viðurkenningu frá ICELANDIC LAMB fyrir metnaðarfulla og nýstárlega nýtingu ullar af forystufé.
,,Ef þú klæðist fatnaði sem unninn er úr ull af forystufé ratar þú alltaf heim”.
Á staðnum er rekið lítið kaffihús þar sem boðið er upp á sérblandaða kaffiblöndu ,,Ærblöndu” auk annars góðgætis.
Ein listsýning er í Fræðasetri um forystufé hvert sumar og er hún uppi allt sumarið. Þegar eru bókaðar sýningar 10 ár fram í tímann.
Einnig er rekið á staðnum lítið gistihús, ÞISTILL GISTIHÚS, þar sem er gisting fyrir 12 í rúmum. Mjög góð aðstaða er þar, vel búið eldhús og setustofa.Opið frá 11-18, júní-ágúst. Þess utan eftir samkomulagi.
View
Múlaberg Bistro & Bar
Múlaberg Bistro & Bar er veitingastaður og kokteilabar staðsettur á Hótel Kea.
Veitingastaðurinn er í hjarta bæjarins og hefur að geyma stórt útisvæði með útsýni til Akureyrarkirkju þar sem gestir sitja oft á góðviðrisdögum.
Markmið Múlabergs og metnaður liggur í því að koma gestum á óvart í mat og drykk þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemmningu og notalegu umhverfi.
Smáréttir og fjölbreytt steikarúrval spilar stærstan þátt á matseðli Múlabergs þar sem íslensk og evrópsk matargerð mætist.
Á Múlabergi er lifandi kokteilbar þar sem áhersla er lögð á að framreiða flotta og bragðgóða kokteila með skemmtilegum áherslum ásamt því að vínseðillinn státar sig af gríðarlegu úrvali hágæða léttvína.
Hægt er að bóka borð á Múlabergi beint inn á heimasíðunni www.mulaberg.is
View
LYST - Lystigarðurinn
LYST er veitingastaður og menningarvettvangur staðsettur í hjarta Lystigarðsins á Akureyri. Best þekkt fyrir hádegismatseðilinn okkar þar sem fiskur & grænmeti eru í aðalhlutverki, og leggjum áherslu á að búa til bragðgóða rétti úr fersku, staðbundnu hráefni til að skapa hina fullkomnu hádegisupplifun. Njóttu dagsins með glasi af náttúruvíni eða hágæða handverkskaffi fyrir fullkomna heildarupplifun. Í fallegu umhverfi Lystigarðsins er LYST einnig einstakur vettvangur fyrir tónleika og aðra viðburði.
View
Gistiheimilið Lyngholt
Gistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum.
Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar.
Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.
Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum.
View
Apótekarastofan
Apótekarastofan sem er í raun hluti af Hótel Blönduósi, er í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr.
Við bjóðum upp á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins. Við erum einnig með ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Við leggjum áherslu á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður. Von okkar er að takist að skapa heimilislegt andrúmsloft og að gestum okkar líði vel. Við bjóðum upp á prjónasamverur og ýmislegt fleira.
View
Dalakaffi
Litla huggulega kaffihúsið okkar opnaði 3 júní 2023. Við bjóðum upp á heimagert gamaldags bakkelsi, súpur og gott kaffi frá Kvörn sem brenna baunirnar sínar sjálf í Skagafirði.
Við erum með pláss fyrir 25 manns til að sitja inni eða úti á pallinum okkar sem er góð leið til að njóta útiverunar.
Upplifðu kaffibollann í íslenskri náttúru inn í Unadal þar sem árniðurinn, fjallasýnin og fuglarnir syngja fyrir þig á meðan.
Opið yfir sumarið frá júni til ágúst.
Tökum móti hópum frá maí - september.
Fylgið okkur á Instagram (Dalasetur_ehf) eða á Facebook.
View
B&S Restaurant
B&S Restaurant er notalegur veitingastaður á Blönduósi við þjóðveg 1.
Okkar markmið er að bjóða upp á framúrskarandi veitingar með þægilegri þjónustu á sanngjörnu verði og veita gestum okkar góða og eftirminnilega stund sem verkar upplyftandi fyrir sál og líkama.
Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil sem samanstendur meðal annars af kjöt- og fiskréttum úr úrvals hráefnum, grænmetis- og pastaréttum, úrvali af súpum og smáréttum, auk hefðbundinna hraðrétta, svo sem pizzum og hamborgurum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Opnunartími: 11:00-21:00 allt árið
EinkasamkvæmiB&S Restaurant býður einnig upp á hópamatseðla og hlaðborð fyrir hvers konar tilefni, svo sem afmæli, fermingar eða giftingar. Ert þú að skipuleggja slíkan viðburð? Settu þig í samband við okkur og við kynnum þér hvað við höfum að bjóða og leysum málið í samræmi við þínar óskir.
View
Fuglasafn Sigurgeirs
Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008. Markmið safnsins er að veita fræðslu um fugla, lífríki Mývatns og hvernig Mývetningar nýttu vatnið sér til samgangna og framfærslu. Í safninu eru nánast allir íslenskir varpfuglar ásamt um 100 tegundum af eggjum.Auk þessa er á sér-sýningu ýmiss búnaður sem heimamenn notuðu við veiðar á Mývatni í gegnum tíðina.
Opnunartími:1. júní-31. ágúst: 12:00-17:00 alla daga.1. sept-31. maí: 14:00-16:00 alla daga.
Ef hópar eru á ferðinni á öðrum tíma er alltaf hægt að hringja og ath hvort við getum ekki opnað.
View
Gísli, Eiríkur, Helgi - Kaffihús
Kaffihús Bakkabræðra, Gísl, Eiríkur, Helgi.
Á Dalvík finnur þú kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal. Á kaffihúsinu er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað og skreytt með sögurnar og anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður skíðafólks á vetrum til að mynda fjallaskíðafólks mars - maí. Við bjóðum vinsæla fiskisúpu með bjórbrauði (bakað úr Kalda bjór), fersku salati, uppáhellt kaffi eða te fylgir. Heimabakaðar kökur ásamt bjórnum Kalda úr héraði! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða (svið og sæti fyrir allt að 95 manns) fyrir uppákomur, tónleika og sýningar t.d.
Á okkar vegum er einnig gisting á Dalvík í hosteli/gistiheimili og í smáhýsum.
Upplýsingar í símum 666 3399 og 865 8391.
View
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.
Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.
Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.
Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.
Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
View
Gistiheimilið Gullsól
Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.
Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi.
Þrjú einstaklingsherbergi.
Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns)
Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.
Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.
Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar.
Frítt WIFI er innifalið í gistingu.
Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota.
Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti.
Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum.
Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.
Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi;
Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma.
Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.
Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is
View
Gamli bærinn Laufási
Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni.
Þegar þú gengur inn bæjargöngin ferðastu aftur í söguna. Vissir þú að í Laufási var skóli, þar er leyniherbergi og brúðarhús?
Laufás var heimili prestsins, fjölskyldu hans og vinnufólks. Stundum bjuggu þar allt að 40 manns , því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.
Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni og hluta gamla bæjarins má finna viði frá 16. og 17. öld. Laufásbærinn var endurbyggður á árunum 1853-1882 í tíð séra Björns Halldórssonar.
Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Hann er búinn gripum og húsmunum frá aldamótunum 1900.
Laufáskirkja var byggð 1865 en meðal merkra gripa í henni er fagurlega útskorinn predikunarstóll frá 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.
Húsin í Laufási eru 13 og mynda mikla rangala. Engin útihús hafa varðveist.
Opnunartími:1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17.
Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Laufási.
Verð:Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri – Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og í Laufási.
View
Husavik Cape Hotel
Cape hótel staðsett í hjarta bæjarins, Húsavík. Frá því er mjög gott útsýni yfir bæinn og höfnina og tekur aðeins um 5 mínútur að ganga t.d. að Hvalasafninu.
Frábær staðsetning til að ferðast um Norðurland og skoða helstu náttúruperlur svæðisins eins og Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss og fleiri staði.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Áskaffi góðgæti
Verið velkomin í félagsheimilið Héðinsminni í Skagafirði þar sem Áskaffi góðgæti býður matseðilfyrir hópa sem eru áhugasamir um að bragða heimilislegan mat.
Héðinsminni er við hringveginn (þjóðveg nr. 1) í Blönduhlíðinni, um 10 mín akstur frá Varmahlíð þegar ekið er austur um til Akureyrar.
Um nær tveggja áratuga skeið rak undirrituð kaffistofuna Áskaffi í einu húsa Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ. Í dag er Áskaffi góðgæti í félagsheimilinu Héðinsminni í Skagafirði.
Ég hlakka til að taka á móti ykkur á nýjum áfangastað þar sem ég mun áfram leggja áherslu á að bjóða góðgæti sem kitlar bragðlaukana í notalegu umhverfi.
Ýmsar nýjungar verða á boðstólum og um að gera að heyra í mér ef þið hafið áhuga að koma með hópinn ykkar í hádegismat, miðdagskaffi eða kvöldmat. Veitingar þarf að panta með fyrirvara.
Lágmarksfjöldi í hóp er sex manns.
Verið hjartanlega velkomin í sveitina.
Nánari upplýsingar á www.askaffi.is
View
Hælið - Setur um sögu berklanna
HÆLIÐ setur um sögu berklanna
Andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og sagan er allt í kring. Áhrifarík og sjónræn sýning um sorg, missi og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi og lífsþorsta.
Opnunartímar:Júní-ágúst: Alla daga 13:00-17:00Maí og september: Um helgar 14:00-17:00 Opnum fyrir hópa eftir samkomulagi.
View
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.
Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.
Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.
View
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós
Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.
Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.
Morgunverður
Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.
Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.
Veitingastaður
Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.
Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.
Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.
Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.
View
Aðrir (21)
Sauðárkróksbakarí | Aðalgata 5 | 550 Sauðárkrókur | 455-5000 |
Frida súkkulaðikaffihús | Túngata 40a | 580 Siglufjörður | 467-1117 |
Sykurverk ehf. | Brekkugata 3 | 600 Akureyri | 571-7977 |
Flugkaffi | Akureyrarflugvöllur | 600 Akureyri | 462-5017 |
Bakaríið við brúna | Dalsbraut 1 | 600 Akureyri | 461-2700 |
Brauðbúðin kaffihús - Kristjáns bakarí | Hafnarstræti 108 | 600 Akureyri | 460-5930 |
Axelsbakarí | Hvannavellir 14 | 600 Akureyri | 4614010 |
Ketilkaffi | Kaupvangsstræti 8 | 600 Akureyri | 869-8447 |
Penninn Café | Hafnarstræti 91-93 | 600 Akureyri | 5402000 |
Ísbúðin Akureyri | Geislagata 10 | 600 Akureyri | 461-1112 |
Bláa Kannan | Hafnarstræti 96 | 600 Akureyri | 461-4600 |
Berlín | Skipagata 4 | 600 Akureyri | 772-5061 |
Ak-inn Hörgárbraut | Hörgárbraut | 600 Akureyri | 464-6474 |
Brauðbúðin kaffihús - Kristjáns bakarí | Hrísalundur | 600 Akureyri | 460-5930 |
Holtsels-Hnoss | Holtsel | 605 Akureyri | 866-1618 |
Brúnir - Horse, Home food and Art | Brúnir | 605 Akureyri | 863-1470 |
Gallerí Sól | Sólberg | 611 Grímsey | 467-3190 |
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar | Strandgata 2 | 625 Ólafsfjörður | 466-4044 |
Skútaís - Heimaafurð úr Mývatnssveit | Skútustaðir 2b | 660 Mývatn | - |
Skerjakolla | Bakkagata 10 | 670 Kópasker | 465-1150 |
Ásbyrgi veitingar og verslun | Kelduhverfi | 671 Kópasker | 465-2260 |