Stjórn og saga
Núverandi stjórn Markaðsstofu Norðurlands
Kjörin af samstarfsfyrirtækjum
Aðalmenn
Viggó Jónsson, Drangeyjarferðir- formaður
Sara Sigmundsdóttir, Akureyri Whale Watching
Edda Hrund Skagfield Guðmundsdóttir, Berjaya hótel
Ármann Örn Gunnlaugsson, Geosea/Sjóböðin
Örn Arnarson, Hótel Laugarbakki
Varamenn
Tómas Árdal, Arctic Hotels
Þorbjörg Jóhannsdóttir, Höldur
Tilnefnd af SSNV og SSNE
Aðalmenn
Katrín M. Guðjónsdóttir, SSNV
Hilda Jana Gísladóttir, SSNE
Varamenn
Hrund Pétursdóttir, SSNV
Gerður Sigtryggsdóttir, SSNE
Staðfest skipulagsskrá
Staðfest skipulagsskrá Markaðsstofu Norðurlands 22.06.2021
Fyrri stjórnir
2023-2024, kosin á aðalfundi í maí 2023: Viggó Jónsson, Örn Arnarson, Sara Sigmundsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Ármann Örn Gunnlaugsson, Hilda Jana Gísladóttir (SSNE), Jóhanna Ey Harðardóttir (SSNE). Til vara: Þorbjörg Jóhannsdóttir, Tómas Árdal, Gerður Sigtryggsdóttir (SSNE) og Hrund Pétursdóttir (SSNV).
2022-2023, kosin á aðalfundi í maí 2022: Viggó Jónsson, Örn Arnarson, Heba Finnsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Guðmundur Þór Birgisson, Hilda Jana Gísladóttir (SSNE), Jóhanna Ey Harðardóttir(SSNV). Til vara: Þorbjörg Jóhannsdóttir, Tómas Árdal, Gerður Sigtryggsdóttir (SSNE) og Hrund Pétursdóttir (SSNV).
2021-2022, kosin á aðalfundi í maí 2021: Viggó Jónsson, Örn Arnarson, Heba Finnsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Guðmundur Þór Birgisson, Hilda Jana Gísladóttir (SSNE), Álfhildur Leifsdóttir (SSNV). Til vara: Þorbjörg Jóhannsdóttir, Tómas Árdal, Axel Grettisson (SSNE) og Ingibjörg Huld Þórðardóttir (SSNV).
2020-2021, kosin á aðalfundi í maí 2020: Viggó Jónsson, Örn Arnarson, Heba Finnsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir. Til vara; Þórdís Bjarnadóttir og Tómas Árdal.
2019-2020, kosin á aðalfundi í maí 2019: Viggó Jónsson, Baldvin Esra Einarsson, Sigurður Líndal Þórisson, Arngrímur Arnarson og Edda Hrund Guðmundsdóttir. Til vara; Þórdís Bjarnadóttir og Tómas Árdal.
2018-2019, kosin á aðalfundi í maí 2018: Viggó Jónsson, Baldvin Esra Einarsson, Edda Hrund Guðmundsdóttir, Arngrímur Arnarson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Til vara; Þórdís Bjarnadóttir og Tómas Árdal.
Þann 10. desember 2018 sagði Unnur Valborg Hilmarsdóttir sig úr stjórninni og varamenn sitja fundi í hennar stað.
2017-2018 kosin á aðalfundi í maí 2017: Sigríður María Róbertsdóttir, Sigríður Káradóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir, Arngrímur Arnarson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Til vara; Þórdís Bjarnadóttir og Tómas Árdal.
2016-2017 kosin á aðalfundi í maí 2016: Svanhildur Pálsdóttir, Sigríður María Róbertsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Sigríður Káradóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, til vara; Þórdís Bjarnadóttir, Unnur Valborg Hilmarsdóttir
2015-2016 kosin á aðalfundi í maí 2015: Svanhildur Pálsdóttir, Birna Lind Björnsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Sigríður Káradóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, til vara; Karl Jónsson, Tómas Árdal
2014-2015 kosin á aðalfundi í maí 2014: Svanhildur Pálsdóttir(formaður), Birna Lind Björnsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Sigríður Káradóttir, Ólafur Aðalgeirsson, til vara; Karl Jónsson, Tómas Árdal
Skipulagsskrá Markaðsstofu Norðurlands 20.05.2014
Staðfest breyting á skipulagsskrá frá Sýslumanninum á Sauðárkróku fyrir Markaðsstofu Norðurlands 20.06.2014
2013-2014 kosin á aðalfundi í maí 2013: Svanhildur Pálsdóttir(formaður), Steingrímur Birgisson, Gunnar Jóhannesson, Katrín María Andrésdóttir, Ólafur Aðalgeirsson, til vara; Rósa María Vésteinsdóttir, Bergþór Erlingsson
2012 -2013 kosin á aðalfundi í maí 2012: Bergþór Erlingsson, Steingrímur Birgisson, Heimir Harðarson, Jón Óskar Pétursson,Svanhildur Pálsdóttir
2012, frá janúar til maí - fyrsta stjórn sjálfseignarfélagsins: Bergþór Erlingsson, Steingrímur Birgisson, Heimir Harðarson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Svanhildur Pálsdóttir
Stjórnir Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi
Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi var rekin sem einkahlutafélag til áramóta 2011, í jafnri eigu tveggja hluthafa, Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra.
Stjórnir þessara tveggja samtaka sem skipuðu fólk í stjórn, skv. lögum hlutafélagsins.
Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi (MFN) ehf. hætti rekstri um áramótin 2011/2012, og í desember 2011 var sjálfseignarstofnunin Markaðsstofa Norðurlands (MN) stofnuð, af eigendum MFN ehf. Öll gögn, eignir og skuldir MFN ehf gengu inn í nýja sjálfseignarstofnun.
Staðfest skipulagsskrá frá sýslumanni á Sauðárkróki, 13.12.2011.
Frá stofnun Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi árið 2003 og til ársloka 2011, sátu eftirtaldir aðilar í stjórn
2003: Ásbjörn Björgvinsson, Yngvi Ragnar Kristjánsson, Páll Þór Jónsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Jóhanna G. Jónasdóttir
2004: Ásbjörn Björgvinsson, Yngvi Ragnar Kristjánsson, Páll Þór Jónsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Jóhanna G. Jónasdóttir, Gudrun Kloes (áheyrnafulltrúi)
2005: Ásbjörn Björgvinsson, Yngvi Ragnar Kristjánsson, Páll Þór Jónsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Jóhanna G. Jónasdóttir, Gudrun Kloes (áheyrnafulltrúi)
2006: Ásbjörn Björgvinsson, Yngvi Ragnar Kristjánsson, Páll Þór Jónsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Jóhanna G. Jónasdóttir, Pétur Jónsson (áheyrnafulltrúi
2007-fjölgað í stjórn í 7 manns: Ásbjörn Björgvinsson, Bergþór Erlingsson, Steingrímur Birgisson,Eyrún Björnsdóttir, Svanhildur Pálsdóttir, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Hrafnhildur Víglundsdóttir.
2008: Bergþór Erlingsson, Steingrímur Birgisson,Eyrún Björnsdóttir, Heimir Harðarson, Svanhildur Pálsdóttir, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Hrafnhildur Víglundsdóttir
2009: Sigurður Jónsson, Bergþór Erlingsson, Heimir Harðarson og Steingrímur Birgisson,Svanhildur Pálsdóttir, Sigurður Jóhannesson og Áskell Heiðar Ásgeirsson.
2010-11: Sigurður Jónsson, Bergþór Erlingsson, Heimir Harðarson og Steingrímur Birgisson, Svanhildur Pálsdóttir, Sigurður Jóhannesson og Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Sagan
Undirbúning að stofnun markaðsskrifstofunnar má rekja allt aftur til ársins 1999, og til eru gögn frá janúar 2001 þar sem er verið að funda, að frumkvæði Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra um það hvernig staðið verði saman að sameiginlegri markaðssetningu landshlutans undir merkjum sérstakrar markaðs-og kynningarskrifstofu fyrir Norðurland. Þátttakendur eru fulltrúar sveitarfélaga, samtaka þeirra og ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Forsagan er sú að umræða hafði verið nokkuð lengi innan greinarinnar um samstöðuleysi á svæðinu og þörf á kröftugri aðkomu heimamanna að markaðs-og sölumálum greinarinnar. Haustið 2001 var, fyrir tilstuðlan Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra ákveðið að fela Háskólanum á Akureyri að gera úttektarskýrslu um málið. Í október 2002 var ákveðið að hefjast handa við framkvæmd hugmyndarinnar, sem síðan var kynnt fyrir öllum hagsmunaaðilum á svæðinu frá Hrútafirði að Bakkaflóa, með kynningarfundum og dreifingu upplýsingarits. Verkefnið var einnig kynnt fyrir þingmönnum svæðisins, lykilmönnum í ferðaþjónustu og markaðsfólki hjá Ferðamálaráði og Flugleiðum og ferðaskrifstofum erlendis.
Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi (MFN) var formlega stofnuð 1.júlí 2003, sem hlutafélag í jafnri eigu Ferðamálasamstaka Norðurlands eystra og Ferðamálasamstaka Norðurlands vestra.
Gerðir voru þjónustusamningar við all-flest sveitarfélögin á Norðurlandi, auk þess sem hafist var handa við gerð samstarfssamninga við fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Markmið MFN sem sett voru fram við stofnun hennar:
- Að styrkja ímynd Norðurlands sem vænlegs ferðamannasvæðis.
- Að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og gera ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi sýnilegri.
- Að vera vettvangur samstarfs og umræðu um ferðaþjónustu á Norðurlandi.
- Að hvetja til nýsköpunar í ferðaþjónustu á svæðinu.
- Að styrkja samstarf upplýsingamiðstöðvar á Norðurlandi og samræma upplýsingagjöf til ferðamanna.
- Að halda vöku fyrir sveitarfélögin um nýjungar og þróun í ferðaþjónustu á hverjum tíma.
- Að koma á samstarfi milli hins opinbera og einkaaðila um að móta stefnu fyrir svæðið og kynna það út á við.
- Að leitast við að lengja ferðamannatímann, og styrkja fyrst jaðartímann.
Hlutverk/ Skilgreining á þjónustu:
- Sjá um almenna kynningu á Norðurlandi sem ferðamannasvæðis í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækin og sveitarfélögin á svæðinu
- Framleiða og dreifa kynningarefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi.
- Útbúa og annast vefsíðu fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og tengja inn á hana vefsíður sveitarfélaga eftir óskum þeirra.
- Samræma stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Norðurland í samvinnu við ferðaþjónustufyrirtækin og sveitarfélögin á Norðurlandi.
- Framleiða og dreifa kynningarefni, samræma og sjá um almenna kynningu á Norðurlandi sem ferðamannasvæði í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækin.
- Samræma kynningarmál upplýsingastöðva á svæðinu.
- Aðstoða hagsmunaaðila við að útbúa, setja saman og markaðssetja nýjungar og viðburði á svæðinu.
Þau gildi sem liggja til grundvallar allri starfsemi Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi eru:
- Fagmennska
- Samstarf
- Framsýni