Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dýragarðar og sveitabæir

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar hjá yngstu kynslóðinni.  

Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000. Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús. Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.  Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr
Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.   Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.   Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum. Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.
Daladýrð
Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin.  Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.  Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.   Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt. 
Snow Dogs
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Hestaleigan Stóra Ásgeirsá
Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni. Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau. Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða. Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum. Lítil sjoppa er á staðnum. Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða. Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.
Sölvanes
Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið.  Frítt WiFi Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020) Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur. Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/ Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur. Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni. Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is

Aðrir (1)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700