Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hópefli og hvataferðir

Norðurland er frábær vettvangur fyrir hverskonar hópefli. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi. 

Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjallasýn
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum. AKSTUR og trúss með útivistarhópa Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl. Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.
Viðburðastofa norðurlands ehf.
Viðburðastofa norðurlands býður upp á úrvalsþjónustu í tengslum við hvers konar viðburði og skemmtanahald.  Viðburðastofa norðurlands er framsækið fyrirtæki og mun alltaf leitast við að vera með ferska þjónustu og þær nýjungar sem markaðurinn óskar eftir hverju sinni. Viðburðastofa norðurlands mun skila af sér þjónustu sem prýðir hvern þann viðburð og hverja þá veislu sem gjöra skal. Viðburðarstofa norðurlands sérhæfir sig í verkefnum og viðburðum af ýmsu tagi. Innanborðs eru einstaklingar sem undanfarin ár hafa myndað tengsl sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að sækja þjónustu sem byggð er á þekkingu og tengslum á svæðinu. Ef þú ert með fyrirspurn varðandi verð eða þjónustu þá er einfaldast að hafa samband við okkur á netfangið vidburdastofa@vidburdastofa.is
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Iceak
IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á. Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar. Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði. Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á: Vacated valley Off-road Tour Mývatn  Off-road Tour Laugarfell Off-road Tour Flateyjardalur Off-road Tour Askja Off-road Tour The Diamond circle Tour Mývatn  Tour Dettifoss Tour Laufás Tour Goðafoss Tour Fleiri ferðir koma fljótlega. ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Zipline Akureyri
Ekki missa af þessu ævintýri í Glerárgili! Falin náttúruperla inni í miðjum bæ þar sem fimm sviflínur bíða eftir að zippa þér yfir iðandi á og snarbratta kletta. Leiðsögumenn leiða þig örugglega í gegnum ævintýralegt árgljúfrið með sviflínum, léttum gönguferðum og misgáfulegum fróðleik. Kíktu á vefsíðuna okkar til að fá frekari upplýsingar, bóka ferðir eða versla gjafabréf.
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Aðrir (10)

Arctic Surfers Eyjaslóð 3 101 Reykjavík 5512555
Pink Iceland Hverfisgata 39 101 Reykjavík 562-1919
ONE LUXURY Skútuvogur 8 104 Reykjavík +3548242255
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429
Ómur Yoga & Gongsetur Lyngholti 20 603 Akureyri 862-3700
Alkemia Helgafell 606 Akureyri 847-4133