Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veitingahús á Norðurlandi eru afar fjölbreytt og vinna fyrst og fremst með ferskt og gott hráefni frá Norðurlandi.

Rub 23
Rub23 er íslenskur veitingastaður sem notar hráefni frá Íslenskum fiskimönnum og bændum. Hugvit frá Asíu og Ameríku. Við sérhæfum okkur í sjávarréttum og erum með fjölbreytt úrval fisktegunda og mikið úrval sushi-rétta í bland við steikur og eftirrétti. Það er þó eitt sem öðru fremur skapar veitingastaðnum sérstöðu, bæði á íslenskum og alþjóðlegum markaði, en það er fjölbreytt samsetning matseðils með heimatilbúnum kryddblöndum sem viðskiptavinir geta valið. RUB er orðið þekkt heiti yfir kryddblöndur sem eru settar á og/eða nuddað í hráefnið, eins og nafnið bendir til. Þannig geta viðskiptavinir valið sér hráefni, fisk eðakjöt, og valið svo af lista þá kryddblöndu sem þeir vilja prófa.
Brimslóð Atelier Guesthouse
Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu. Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn. Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta. Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins  www.brimslod.is Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson.  Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi.  Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum  fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku.  Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna. Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
Strikið
Strikið veitingahús býður upp á fjölbreytilegan og vandaðan matseðil, góðan mat og góða þjónustu. Saman gerir þetta heimsókn á veitingahúsið Strikið á Akureyri að upplifun sem þú nýtur og geymir í minningunni. Útiaðstaðan okkar gerir þessa upplifun enn eftirminnilegri á góðum sumardegi. Strikið er á fimmtu (efstu) hæð í Skipagötu 14 á Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri. Salir Striksins eru tveir og rúma 60 og 80 manns en því til viðbótar er pláss fyrir allt að 100 manns úti undir beru lofti. Áherslan er á fjölbreytileika í matargerð og úrval rétta á matseðlinum.   
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun. Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Kontorinn Restaurant
Fjölbreyttur matseðill. Fjölskylduvænn veitingastaður.
Kaffi Krókur Sportbar og grill
Sportbar með veitingum. Á matseðlinum eru m.a. borgarar, 9" pizzur og lokur.  Þá skartar Kaffi Krókur skartaglæsilegum kokteilaseðli. Frábær stemmning stemming í pool og pílu og fullt af leikjum sýndir.
Verbúðin 66 Restaurant
Veitingastaðurinn er staðsettur í nálægð við höfnina. Opið er alla daga yfir sumartímann. Utan sumartíma er opið um helgar og fyrir hópa eftir samkomulagi.  Boðið er upp á ýmsa fiskirétti, súpu dagsins, hamborgara, kökur og kaffi. Í matreiðsluna er nýtt hráefni úr Hrísey og nágrenni.  Opnunartími í sumar:Frá 1. júní er opið alla daga frá 12:00-21:00. Eldhúsið er opið til 20:30  
Kaffi Hólar
Rekstur veitinga- og gistisölu á Hólum í Hjaltadal. Rekstur mötuneytis fyrir Háskólann á Hólum.
Sýslumaðurinn
Sýslumaðurinn er veitingahús Hótels Blönduóss sem opnaði á sama tíma og hótelið, 15. maí síðastliðinn. Sýslumaðurinn er opinn alla daga vikunnar kl. 17:00-21:00 og boðið er upp á fjölbreyttan matseðil en kokkur á Sýslumanninum er hinn ungi en reynslumikli Halldór Örn Halldórsson sem starfað hefur erlendis og nú síðast á 5-stjörnu hóteli í Sviss sem hefur upp á að bjóða 2 Michelin veitingastaði. Borðapantanir eru í síma 699-1200 og í gegnum netfangið info@hotelblonduos.is.  
Dæli Guesthouse
Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu. Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar! Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi. Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .
Akureyri Backpackers
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers. Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara. Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga. • Morgunverður • Uppábúin rúm • Eldhús og grillaðstaða • Veitingasala • Þráðlaust internet • Sturtur • Gufubað • Skíðageymsla • „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk • Þvottavélar • Upplýsingamiðstöð • Læstir skápar • Farangursgeymsla • Hópar velkomni   Bestu kveðjur/Best regards Akureyri Backpackers staff
Krua Siam
Veitingahúsið Krua Siam er staðsett í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Ráðhústorg er skammt frá og Menningarhúsið HOF er handan götunnar. Krua Siam sérhæfir sig í tælenskri matargerð og býður upp á fisk- og kjötrétti ásamt grænmetisréttum. 
Baccalá Bar
Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn. Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00. Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð. Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur. Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 
Hótel Laxá
Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað.  Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.   Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Holtið Kitchen bar
Við erum með sveigjanleg með opnunartíma þegar eitthvað er um að vera. Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil. Leggjum áherslu á nýjan fisk, lambakjöt frá svæðinu, heimabakað brauð, ferskt grænmeti og gómsæta eftirrétti. Allir helstu leikir eru sýndir á stóra skjánum. Skemmtilegt og rúmgott barnahorn. Hafið samband og fáið tilboð fyrir hópa og/eða sérstök tilefni. 
Sveitasetrið Hofsstöðum
Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi. Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar. Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1. Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is ) Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Akureyri | Berjaya Iceland Hotels
Akureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd. 99 hótelherbergi 12 herbergi með hjólastólaaðgengi Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu Frítt internet Flott fundar- og veisluaðstaða Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga High Tea að breskri fyrirmynd
Enn 1 skálinn
– Fjölbreyttur grillmatseðill, grillið er opið kl. 11.30 – 20.30 alla daga.
Veitingahúsið Salka
Er í hjarta bæjarins í gömlu kaupfélagshúsunum. Opið allt árið. Fjölbreyttur matseðill, steikur, sjávarréttir, súpur, hamborgarar og pizzur. Frábærir kokteilar og húsvískur bjór. Á Sölku finna allir eitthvað við sitt hæfi. Yndislegt að sitja á útisvæðinu okkar, njóta matar og drykkar og fylgjast með mannlífinu. 
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Hótel Tindastóll  Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma.  Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni. Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir. Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk. 
Skógarböð
Skógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta nátturulauganna, þurrsánu, baða sig í kaldri laug, panta sér drykki af tveimur börum sem staðsettir eru í lauginni. Á staðnum er einnig að finna Skógar Bistró - þar sem hægt er að sitja inni og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi eða sitja úti á palli fyrir utan.
Hótel í Sveinbjarnargerði
Hótel Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.
Eyri Restaurant
Eyri er fallegur lítill veitingastaður á Hjalteyri. Þar er útsýni inn Eyjafjörðinn og sjarmerandi að hafa gömlu síldarverksmiðjuna í nágrenninu. Boðið er uppá ferskan mat út staðbundnum hráefnum.  Opið er í allt sumar kl.10:00-22:00  
Gistiheimilið Brekka
Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns. Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar. Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Áfangi
Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum.  Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi. Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum.  Svefnpláss á dýnum í setustofu.  Hægt að fá uppábúin rúm. Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa.  Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.Veitingasala og verslun er í Áfanga.  Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat.  Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram.  Bjór, gos og sælgæti er til sölu. Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.   Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag. GPS: N65°08,701 W19°44,148 Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.
B&S Restaurant
B&S Restaurant er notalegur veitingastaður á Blönduósi við þjóðveg 1. Okkar markmið er að bjóða upp á framúrskarandi veitingar með þægilegri þjónustu á sanngjörnu verði og veita gestum okkar góða og eftirminnilega stund sem verkar upplyftandi fyrir sál og líkama.  Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil sem samanstendur meðal annars af kjöt- og fiskréttum úr úrvals hráefnum, grænmetis- og pastaréttum, úrvali af súpum og smáréttum, auk hefðbundinna hraðrétta, svo sem pizzum og hamborgurum.  Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnunartími: 11:00-21:00 allt árið EinkasamkvæmiB&S Restaurant býður einnig upp á hópamatseðla og hlaðborð fyrir hvers konar tilefni, svo sem afmæli, fermingar eða giftingar. Ert þú að skipuleggja slíkan viðburð?  Settu þig í samband við okkur og við kynnum þér hvað við höfum að bjóða og leysum málið í samræmi við þínar óskir.
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið. Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins. Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Pizzasmiðjan
Pizzasmiðjan býður upp á ljúfengar eldbaðakar pizzur í skemmtilegri stemmningu. Við tökum vel á móti þér.  
Sel-Hótel Mývatn
Sel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar.  Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla. 54 herbergi Einstök staðsetning Frábær veitingarstaður Happy hour Persónuleg og góð þjónusta Morgunverðarhlaðborð innifalið
Fosshótel Mývatn
Fosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið. Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.  Ókeypis þráðlaust net Morgunverður í boði Ókeypis bílastæði Veitingastaður  Bar Fundaraðstaða Hleðslustöð  Hluti af Íslandshótelum.
Hótel Laugarbakki
Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík. 198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244. 56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka. Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, tekatli-instant kaffi&te, baðvörum, og sloppum.Restaurant Bakki og Bakki Bar er á hótelinu. Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka, Ásdísarstofa fyrir minni fundi, Grettir fyrir stærri ráðstefnur. Heitir pottar og útisturtur eru á hótelinu frítt fyrir gesti.Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjumFrí bílastæðiÚtileiksvæði fyrir börnÝmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar. Birkividur studios Á Hótel Laugarbakka er aðstaða fyrir æfingar og upptökur á tónlist. Upptökubúnaður er á staðnum.Birkividur studios er ný aðstaða hjá okkur. Tilvalið fyrir tónlistarfólk: einstaklinga, kóra og hljómsveitir.Sigurvald Ivar Helgason er umsjónaraðili fyrir stúdióið og veitir allar upplýsingar: birkividurstudios@laugarbakki.is  Bakki veitingastaður Veitingastaðurinn Bakki er staðsettur á Hótel Laugarbakka. Markmiðið okkar er að vera eitt besta sveitahótel á landinu. Við leggjum áherslu á mat úr héraði, góður og ferskur matur úr sveitinni á sanngjörnu verði. Hráefni úr sýslunni er okkur hjartans mál, allt lambakjöt er úr Húnaþingi, nautakjöt frá bænum Jörfa, silungurinn af heiðinni og salat og jurtir frá gróðurhúsinu Skrúðvangi. Opin fyrir morgunmat og kvöldmat. Hádegishópa þarf að panta fyrirfram. Borðapantanir nauðsynlegar yfir sumartímann. Gestir velkomnir af götunni. Opnunartími veitingastaðar- morgunmatur: 0700 - 1000-hádegisverður: hlaðborð (panta fyrirfram)-kvöldverður: 1800-2200
Sushi Corner
Sushi Corner er sushi veitingastaður með mikið úrval sushi-rétta, bæði í take away og til að borða á staðnum. 
Kaupfélagið Raufarhöfn
Veitingahús og gallerí.
Gamli Baukur
Innandyra er Baukurinn hlýlegur, sjórekinn viðurinn kallast á við ýmsa muni tengda sjósókn og gömul gildi eru í hávegum höfð, gamlir skipakastarar og koparluktir skapa þægilega og rólega stemningu og fyrir utan gluggann vagga bátarnir í höfninni. Á Gamla Bauk er rekinn metnaðarfullur veitingastaður þar sem matseðillinn samanstendur af réttum úr ýmsum áttum og er hráefnið ávallt fengið brakandi ferskt frá birgjum úr nágrenninu. Bjór- og vínseðlar eru fjölbreyttir og starfsfólkið boðið og búið til ráðlegginga varðandi val á vínum með mat. Kaffidrykkir fást í úrvali ásamt eftirréttum. Á kvöldin skapast þægileg kráarstemning á Bauknum. Mikið úrval drykkja prýðir barinn og hægt er að panta sér smárétti eða grípa í spil. Um helgar dunar dansinn á Skipasmíðastöðinni, tónleikar, böll og diskótek meðan rólegri gestir geta haft það náðugra á Gamla Bauk yfir drykk.
Greifinn veitingahús
Veitingahúsið Greifinn á Akureyri er án efa einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar sem verðlagi er stillt í hóf. Greifinn er tilvalinn fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja gera sér glaðan dag yfir mat og drykk.Markmið Greifans hefur frá upphafi verið að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og reka blandaðan veitingastað sem höfðar til allra. Greifinn er byggður á amerískri hugmyndafræði þar sem hröð en jafnframt góð þjónusta er í fyrirrúmi. Þrátt fyrir þetta er lögð áhersla á fjölbreyttan matseðil sem endurnýjaður er reglulega.  Á honum má meðal annars finna pizzur, steikur, fiskrétti, pastarétti og tex mex rétti ásamt ýmsum forréttum og eftirréttum. Einnig má finna á Greifanum mikið og gott úrval léttvína sem eru sérvalin af framreiðslumeistara hússins. Greifinn er fjölskyldustaður af bestu gerð og kappkostar að þjóna sem fjölbreyttustum hópi viðskiptavina. Góð ímynd staðarins er þekkt af þeim fjölda ánægðra gesta sem hafa í gegnum tíðina notið þjónustu Greifans. Einnig bíður greifinn upp á salarleigu sem er einkar hentug fyrir hverskonar hópa, hvort sem um er að ræða fundi eða veislur.
Hótel Norðurljós
Hótel Norðurljós hefur verið hluti af sögu Raufarhafnar síðstliðin 40 ár. Það var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstelpur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstelpurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi, fyrst rekið sem sumarhótel, en sl. 10 ár hefur það verið opið allt árið um kring. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann. Útsýnið er einstakt. Á Hótelinu eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Þar eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á matseðlinum er lögð mikil áhersla á fisk. Þar má finna silung, lax, ýsu, þorsk, kola, lúðu, steinbít og karfa auk annara fisktegunda. Einnig má sjá hvalkjöt, svartfugl, hreindýr og ýmislega villibráð úr náttúru Íslands. Auk þessa er lambakjötið alltaf í sérflokki. Hraðréttir af grilli og pizzur eru ætíð vinsælar máltíðir, en einn réttur hefur notið sérstakrar vinsældar, en það er Skinnalónsborgarinn. Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir þá sem unna fallegri náttúru. Strandlengjan er vogskorin, þar sem skiptist á stórgrýtt annnes og sendnar víkur, sjávarlón og tjarnir. Þar er ekki þverfótað fyrir reka. Inni á Sléttunni eru nokkrir tugir vatna, sem flest eru iðandi af fiski. Fuglalíf er eitthvað það fjölskrúðugasta sem gerist á Íslandi. Gróður er mikill." Þú finnur okkur á Facebook hér Þá erum við á booking.com og hægt er að fá frekari upplýsingar um okkur og bókanir hér
Hótel Varmahlíð
Hótel Varmahlíð er staðsett í hjarta Skagafjarðar, Varmahlíð við þjóðveg 1 og er í u.þ.b. 3 ½ tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og til Akureyrar er einungis klukkustundar akstur. Hótelið býður upp á gistingu í 19 vel búnum herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingu og yfir sumarmánuðina er veitingastaður hótelsins opin öll kvöld og býður upp á matseðil sem inniheldur úrvalshráefni úr héraði.
North West Hotel
North West Hotel er staðsett í Víðidalstungu við hringveginn. Ókeypis WiFi er í boði. Öll herbergin eru með setusvæði og sér baðherbergi með sturtu. Það er einnig veitingastaður á staðnum. Herbergin bjóða upp útsýni til fjalla eða yfir garð. Rúmföt eru í boði. Morgunverður er í boði frá lok maí til miðjan október. Á North West er garður, verönd og bar. Eignin er einnig með sameiginlega setustofu og leiksvæði fyrir börn.Ókeypis bílastæði eru í boði.
Fosshótel Húsavík
  Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns. 63 standard herbergi 47 deluxe herbergi Morgunverður í boði Samtengd fjölskylduherbergi Veitingahús og bar Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Veitingastaðurinn Moby Dick Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.
LYST - Lystigarðurinn
LYST er veitingastaður og menningarvettvangur staðsettur í hjarta Lystigarðsins á Akureyri. Best þekkt fyrir hádegismatseðilinn okkar þar sem fiskur & grænmeti eru í aðalhlutverki, og leggjum áherslu á að búa til bragðgóða rétti úr fersku, staðbundnu hráefni til að skapa hina fullkomnu hádegisupplifun. Njóttu dagsins með glasi af  náttúruvíni eða hágæða handverkskaffi fyrir fullkomna heildarupplifun. Í fallegu umhverfi Lystigarðsins er LYST einnig einstakur vettvangur fyrir tónleika og aðra viðburði.
Gamli bærinn
Það ríkir vinalega stemning í Gamla bænum frá opnun og fram á kvöld. Boðið er uppá úrval ljúffengra rétta af grillinu eins og hamborgara og ferskan fisk sem og smárétti til að deila. Að Sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast „þjóðarréttur“ Mývetninga. Opið alla daga frá 12:00 til 22:00 Eldhúsið er opið frá klukkan 12:00 til 15:00 og aftur frá klukkan 18:00 til 21:00 Drykkir og kaffihúsaveitingar eru í boði allan daginn. Innilega velkomin til okkar í Gamla Bæinn.
Hótel Siglunes
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Veggur veitingahús
Veggur veitingahús er við Dettifossveg í Kelduhverfi, við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs og hinn svokallaða Demantshring. Náttúran umhverfis staðinn státar af mikilli fegurð og eru nokkrar af helstu náttúruperlum landsins á svæðinu í kringum okkur, til dæmis Ásbyrgi, Vesturdalur, Hólmatungur og Dettifoss. Við bjóðum upp á spennandi rétti úr héraði sem gestir okkar geta snætt í björtum og fallegum veitingasal með stórkostlegu útsýni yfir Kelduhverfi. Megin uppistaða matseðils Veggs veitingahúss er úr héraði og nærumhverfinu, enda vilja eigendur stuðla að minna kolefnisspori en ella og leitast við að færa söluna nær uppruna sínum. Þannig stuðlum við einnig að atvinnusköpun í fallegu sveitinni okkar. 
Fish & Chips Lake Myvatn
Veitingastaður í hjarta Mývatnssveitar, Fish & Chips. Bjóðum upp á frábæran sjófrystan fisk og franskar. 
North restaurant
Á North er lögð áhersla á staðbundið og árstíðarbundið hráefni í formi smakkseðils.
Vogar, ferðaþjónusta
Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Múlaberg Bistro & Bar
Múlaberg Bistro & Bar er veitingastaður og kokteilabar staðsettur á Hótel Kea. Veitingastaðurinn er í hjarta bæjarins og hefur að geyma stórt útisvæði með útsýni til Akureyrarkirkju þar sem gestir sitja oft á góðviðrisdögum.  Markmið Múlabergs og metnaður liggur í því að koma gestum á óvart í mat og drykk þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemmningu og notalegu umhverfi. Smáréttir og fjölbreytt steikarúrval spilar stærstan þátt á matseðli Múlabergs þar sem íslensk og evrópsk matargerð mætist. Á Múlabergi er lifandi kokteilbar þar sem áhersla er lögð á að framreiða flotta og bragðgóða kokteila með skemmtilegum áherslum ásamt því að vínseðillinn státar sig af gríðarlegu úrvali hágæða léttvína. Hægt er að bóka borð á Múlabergi beint inn á heimasíðunni www.mulaberg.is 
Centrum Kitchen & Bar
Gistiheimilið Lyngholt
Gistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum. Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar. Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.   Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum. 
Sjanghæ
Veitingastaðurinn Sjanghæ er kínverskur staður á Akureyri. Við bjóðum upp á úrval góðra rétta í hádeginu og á kvöldin. Verið velkomin! Take Away afgreiðsla.
Gistihúsið Narfastöðum
Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar. Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi. Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
Vogafjós
Velkomin í Vogafjós Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað afeftir langan dag.   Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.  Morgunverður Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggjamínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltumsem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,beint úr spenanum.   Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.   Veitingastaður Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.   Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafaeinungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.   Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.  Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  
Grána Bistro
Við bjóðum upp á ferskan og hollan mat úr skagfirsku hráefni og viljum að grænkerar jafnt sem sælkerar njóti þess að borða hjá okkur í notalegu andrúmslofti. Kökurnar okkar eru settar saman á staðnum af ást og alúð og kaffið okkar svíkur engan. Gefðu þér góða stund í Gránu.
Bautinn
Bautinn er í einu elsta og virðulegasta húsi bæjarins, byggt 1902. Við leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði. Opið daglega frá 11:00.
Eyja - Vínbar og Bistro
Eyja er vínbar og Bistro, staðsett í Hafnarstræti 90 miðbæ Akureyrar. Vín­list­inn okk­ar ein­kenn­ist af vín­um frá litl­um líf­ræn­um vín­fram­leiðend­um og gæðavín­um frá vín­inn­flytj­end­um sem við vinn­um náið með.
Daddi’s Pizza
Við bjóðum góðar pizzur, bjór og léttvín. Ásamt fallegustu náttúru Íslands.
Mývatn | Berjaya Iceland Hotels
Löng hefð er fyrir því að taka vel á móti ferðamönnum á Mývatnssvæðinu og Berjaya Iceland Hotels hlakka til að viðhalda þeirri hefð. Staðsetning hótelsins er frábær og tilvalin dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni. Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum. Opnað í júlí 2018 59 hótelherbergi Herbergi með hjólastólaaðgengi Frábær staðsetning Veitingastaður og bar Frítt internet Stórbrotin náttúra
Veitingastaðurinn Sjávarborg
Sjávarborg er veitingahús staðsett við höfnina á Hvammstanga. Sjávarborg bíður upp á fjölbreyttan matseðill allan ársins hring ásamt því að sjá um mötuneyti fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra yfir vetrartímann. OpnunartímiAlla daga kl. 11:00 -22:00. Aðeins hægt að panta af matseðli virka daga frá kl. 17:00 - 21:00Réttur dagsins í hádeginu alla virka daga frá 11:30 - 14:00Pantanir af matseðli um helgar frá kl. 11:00-21:00
Lamb Inn
Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara. Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira. Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina. Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins. Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi. Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.   Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.   Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.  
Hótel Edda Akureyri
Hótelið er staðsett miðsvæðis á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og er starfrækt sem heimavist fyrir menntaskólana á veturna en á sumrin breytast vistirnar í fallegt hótel. Gamla vistin er með 72 herbergi - flest öll með handlaug og sameiginlegri - bað og salernisaðstöðu. Á nýju vistinni eru 132 Eddu Plús herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Stutt er í miðbæinn og sundlaugina frá hótelinu og ekki má gleyma lystigarðinum sem er við hliðina á hótelinu Aðstaða á staðnum: Alls 204 herbergi 132 Eddu PLÚS herbergi m/ baðherbergi, sjónvarpi og síma 72 herbergi m/ handlaug Kaffihús Fundarsalir Frítt internet Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður Afþreying í nágrenninu: Akureyrarlaug   Skrúðgarðar Skógargöngur Fjallaferðir og klifur Hvalaskoðun Hestaferðir Söfn Nyrsti 18 holu golfvöllur heims
Daladýrð
Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin.  Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.  Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.   Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt. 
Dalakofinn
Við leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði og góða þjónustu. Í veitingastaðnum finnur þú fjölbreytt úrval af spennandi réttum, meðal annars ljúffengar heimagerðar pizzur, hamborgara úr Reykdælsku nautakjöti, alvöru íslenska kjötsúpu og gratíneraðan plokkfisk að hætti hússins. Eftir matinn geturðu verslað allar helstu nauðsynjar í versluninni okkar í hinum enda hússins.Við veitum afslátt gegn framvísun KEA korts, 5% (þó ekki af tóbaki og drykkjum).  Kíktu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér!  Opið alla daga. Opnunartíma má finna á dalakofinn.is. 
Jarðböðin við Mývatn
Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði. Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu. Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn. Opnunartími:Sumar: 10:00-23:00 Vetur: 12:00-22:00

Aðrir (44)

Selur matstofa Hvammstangabraut 40 530 Hvammstangi 451-2465
Sveitasetrið Gauksmýri Gauksmýri 531 Hvammstangi 831-1411
Teni Húnabraut 4 540 Blönduós 452-4040
Hólanes veitingar ehf. Hólanesvegur 11, Kantrybaer 545 Skagaströnd 6912361
Harbour restaurant ehf. Hafnarlóð 7 545 Skagaströnd 555-0545
Hard Wok Café Aðalgata 8 551 Sauðárkrókur 453-5355
Retro Mathús Suðurbraut 565 Hofsós 497-4444
Lónkot Sveitasetur Sléttuhlíð 566 Hofsós 453-7432
KS Ketilási Fljót 570 Fljót 467-1000
Harbour house Café Gránugata 5b 580 Siglufjörður 841-7889
Torgið Gránugata 23 580 Siglufjörður 4672323
Torgið Aðalgata 32 580 Siglufjörður 467-2323
Bláa Kannan Hafnarstræti 96 600 Akureyri 461-4600
Serrano Ráðhústorg 7 600 Akureyri 519-6918
Verksmiðjan Restaurant Glerártorg 600 Akureyri 555-4055
Indian Curry House Ráðhústorg 3 600 Akureyri 4614242
Berlín Skipagata 4 600 Akureyri 772-5061
Grillstofan Kaupvangsstræti 23 600 Akureyri 896-3093
Ketilkaffi Kaupvangsstræti 8 600 Akureyri 869-8447
Terían Brasserie Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri 565-8789
Bryggjan Strandgata 49 600 Akureyri 440-6600
Sprettur-Inn Kaupangi v/Mýrarveg 600 Akureyri 4646464
Kurdo Kebab Akureyri Hafnarstræti 99 600 Akureyri 783-8383
Kvikkí Tryggvabraut 22 600 Akureyri 462-2245
Aurora restaurant Þingvallastræti 23 600 Akureyri 518-1000
Gamla Prestshúsið Laufás 601 Akureyri 463-3196
Brúnir - Horse, Home food and Art Brúnir 605 Akureyri 863-1470
Krían veitingastaður Grímsey 611 Grímsey 467-3112
Gregors Goðabraut 3 620 Dalvík 466-1213
Tomman Hafnarbraut 21 620 Dalvík 466-1559
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar Strandgata 2 625 Ólafsfjörður 466-4044
Höllin Hafnargata 16 625 Ólafsfjörður 466-4000
Naustið Ásgarðsvegur 1 640 Húsavík 464-1520
Húsavík Öl Héðinsbraut 4 640 Húsavík 789-0808
Hótel Rauðaskriða Rauðaskriða, Aðaldalur 641 Húsavík 8956730
Heiðarbær Reykjahverfi 641 Húsavík 464-3903
Gistihúsið Staðarhóli Staðarhóll, Aðaldalur 641 Húsavík 464-3707
Gistiheimilið Kiðagil Barnaskóla Bárðdæla 645 Fosshóll 464-3290
Hótel Laugar Laugar 650 Laugar 466-4009
Mylla restaurant Reykjahlid - Mývatn 660 Mývatn 594-2000
Gistiheimilið Stöng Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4252
Kaffi Borgir Dimmuborgir 660 Mývatn 662-4748
Skerjakolla Bakkagata 10 670 Kópasker 465-1150
Hótel Skúlagarður Kelduhverfi 671 Kópasker 465-2280