Fosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið.
Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.
- Ókeypis þráðlaust net
- Morgunverður í boði
- Ókeypis bílastæði
- Veitingastaður
- Bar
- Fundaraðstaða
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.