Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrir þá sem kjósa að hafa það sérstaklega náðugt er fjölmargt í boði. Glæsilega gistimöguleika má finna um allt land, matargerð á heims mælikvarða og heilsulindir sem dekra við viðskiptavininn frá toppi til táar. Einnig er mögulegt að ráða leiðsögumenn og bílstjóra sem sjá um einka leiðsögn og akstur.

Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Imagine Iceland Travel ehf.
Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu.    Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.   Dæmi um ferðir. Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss) Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss) Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð) Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn ) Northern Lights ( Norðurljósaferð) Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð ) Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari. Við bjóðum upp á:• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru; - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi. - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi. - Rescue diver – björgunarköfun - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun. Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan HjalteyriVið bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Saga Travel
Saga Travel er dagsferðafyrirtæki á Akureyri og selur skipulagðar dagsferðir og afþreyingu á Norðurlandi. 
Bergmenn ehf.
Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku. Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir. Sjáumst á fjöllum. www.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com                                         
Arctic Heli Skiing
Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandiog bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing varstofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku áTröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com).  Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, alltfrá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvaðvið sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur ímiðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einusinni á lífsleiðinni. Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júnímeð frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk ogað sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum viðskíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða meðlöngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekkilengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma ásólarhring. Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til aðfræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjumokkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.www.arcticheliskiing.comwww.bergmenn.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com
Fjallasýn
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum. AKSTUR og trúss með útivistarhópa Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl. Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !   Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.  Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig. Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Viking Heliskiing
Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið frá Sigló Hóteli á Siglufirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður. Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír. Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar. Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
The Traveling Viking
The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa. The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa. Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Aðrir (7)

ONE LUXURY Skútuvogur 8 104 Reykjavík +3548242255
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429