Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það eru fjölmörg tjaldstæði um allt Norðurland, flest opin frá maí og fram í september. Hægt er að mæta með gamla góða tjaldið og upplifa alvöru útilegustemmningu. Aðrir kjósa að vera með fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Hvað sem verður fyrir valinu þá myndast alltaf skemmileg stemmning á tjaldsvæðum. Yfirleitt eru aðstæður skemmtilegar fyrir fjölskyldufólk og hreinlætisaðstæður góðar. Það er líka svo gaman að kynnast nýju fólki á ferð um fallega landið okkar og skiptast á sögum úr ferðalaginu. 

Heimilt er að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi. Landeigendur þurfa að gefa til kynna undantekningar á þeirri reglu með merkingum. Af tillitssemi við landið og eigendur þess ættu menn þó að nýta sér merkt tjaldsvæði verði því við komið og ekki tjalda nærri bæjum án leyfis. Hópum ber undantekningarlaust að ráðfæra sig við rétthafa lands ef þeir hyggjast slá upp tjaldbúð utan merktra tjaldsvæða.

Óheimilt er að tjalda innan þéttbýlis, utan tjaldsvæða.

Tjaldsvæðið Reykjum
Á Reykjum er stórt og opið tjaldsvæði með salernis- og eldunaraðstöðu og litlu leiksvæði fyrir börnin. Á svæðinu er einnig gistiheimili, lítið kaffihús og tvær heitar náttúrulaugar, Grettislaug og Jarlslaug. Grettislaugin er þekkt úr Grettissögu því þar baðaði Grettir Ásmundarson sig árið 1030 þegar hann kom að landi eftir sund frá Drangey til að ná sér í eld. Jarlslaug er aftur á móti nefnd í höfuð Jóns Eiríkssonar Drangeyjarjarls sem byggði upp svæðið. Laugarnar eru ca 38-41 gráðu heitar, við þær er sturtuaðstaða. Stutt er í sjóinn fyrir þá sem stunda sjósund. Hægt er að ganga í Glerhallavík eða upp í dalinn, mikil náttúrufegurð er á Reykjum og fuglalíf. Skemmtilegt svæði fyrir einstaklinga sem og hópa, tilvalið fyrir ættarmót. 
Tjaldsvæðið í Ásbyrgi
Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Æskilegt er að bóka tjaldstæði fyrir komu vegna vinsælda tjaldsvæðisins og þá eru einnig meiri líkur á að hægt sé að panta stæði með rafmagnstenglum.
CJA tjaldsvæði
Á bænum Hjalla í Reykjadal er rekið fallegt tjaldsvæði í rólegu umhverfi. Þar sem tjaldsvæðið er allt hólfað niður er auðvelt að láta taka frá fyrir sig pláss. Hafa má samband samdægurs og líka er hægt að panta fram í tímann. Þjónustuhúsnæðið er með upphituðum baðherbergjum (snyrting og sturta) en einföld eldunar- og uppvöskunaraðstaða er óupphitað rými. Upplýsingatafla með helstu afþreyingu í nágrenninu og opnunartíma verslana og sundlauga er utan á þjónustuhúsi en starfsfólkið er líka alltaf innan seilingar og veitir fúslega allar upplýsingar og aðstoð. Mikil áhersla er lögð á vandaða umgerð og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðið er vel vaktað og vandlega hirt og metnaður lagður í að hafa það, umhverfið allt og þjónustuhúsnæðið hreint, snyrtilegt og aðlaðandi. Til að komast á tjaldsvæðið er beygt heim að Laugum af þjóðvegi 1 í Reykjadal á veg 846. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri, suðurfyrir sundlaugina. Í miðri brekku upp úr dalbotninum að austanverðu er svo aftur beygt til suðurs (hægri) á ómerktan malarveg sem liggur fram (inn) dalinn og hann ekinn til enda (2 km). þar er Hjalli og Tjaldsvæði Lífsmótunar. Það eru skilti á brúnni og í brekkunni sem hjálpa til við að vísa veginn. Við gatnamót þjóðvegarins er líka stórt yfirlitskort og annað fyrir framan Íþróttamiðstöðina á Laugum. Upplýsingar um reglur tjaldstæðisins má finna á heimasíðunni sem og á Facebook síðunni okkar. Einnig líka hægt að panta fram í tímann, t.d. á parka.is  
Vogar, ferðaþjónusta
Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Viking Rafting
Viking rafting er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í flúðasiglingum og er staðsett í Skagafirði. Það hefur starfað í 27 ár, og við erum með fjölbreytta og skemmtilega starfsemi. Við erum með eitthvað sem hentar öllum bæði öfgafull fyrir þá ævintýragjörnu og fjölskylduvænt. Flúðasiglingar er svolítið eins og uppáhalds tækið þitt í Disney World, bara án öryggisbeltis! Rétt eins og þar þarft þú ekki að hafa reynslu af flúðasiglingum til að uppgötva hvers vegna ferðir á austur og vestur Jökulsám eru orðnar einkennandi fyrir flúðasiglingar á Íslandi. Við erum reynslumiklir atvinnumenn svo þú þurfir ekki að vera það.
Tjaldsvæðið Þórshöfn
Tjaldsvæðið okkar er ofarlega í þorpinu á kyrrlátum og notalegum stað. Þaðan er öll þjónusta í þorpinu í göngufæri. Aðstaða á tjaldsvæðinu er góð. Þar eru borð og bekkir, salernis- og sturtuaðstaða, og gott rými fyrir hjólhýsi og húsbíla með aðgangi að rafmagni. Í íþróttahúsinu Verinu er aðstaðan til fyrirmyndar, þar er stór innisundlaug og heitir pottar, íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er einnig upplýsingamiðstöðin staðsett og ýmis önnur aðstaða fyrir ferðamenn, t.d. þvottavél. Við íþróttahúsið er sparkvöllur þar sem oftar en ekki er hægt að finna bæði með- og mótspilara. Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er gaman að rölta niður að höfn og kíkja á mannlífið. Þá er einnig gaman að ganga um lystigarðinn og heilsa upp á Valda vatnsbera. Þjónusta á Þórshöfn er mjög góð, þar er heilsugæsla og apótek, verslun, veitingastaður, grillskáli, íþróttahús og sundlaug, sparisjóður, pósthús, bensínstöð, bílaverkstæði ofl. Við hafnargarðinn við Fjarðarveg eru komin fæðandi söguskilti um þorpið. Áhugaverðir staðir í nágrenni Þórshafnar eru t.d. Langanes, Bakkafjörður og Rauðanes. Ef keyrt er út á Langanes er upplagt að heimsækja Sauðaneshúsið og fara út á glæsilegan útsýnispall á Skoruvíkurbjörgum. Að fara út í eyðiþorpið Skála og alla leið út á Font gerir ferðina enn betri.Norlandair er með daglegt flug frá Reykjavík til Þórshafnar með millilendingu á Akureyri, alla virka daga. Bílaleiga Akureyrar er með útibú á Þórshöfn og býður m.a. uppá hentuga bíla til ferða útá Langanes. Einnig er Hertz bílaleiga á Þórshöfn með allar tegundir bíla. 
Camping 66.12° north
Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum yst á Tjörnesi með óhindruðu útsýni til hafs. Óvíða er sólarlagið fegurra og talsvert fuglalíf á svæðinu. Góð snyrtiaðstaða með sturtum. Salernisaðstaða fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og hægt að borða  inni. Um 35 km eru í Ásbyrgi og 24 km til Húsavíkur. Þá eru 80 km til Mývatns og 100 km til Akureyrar.
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu. Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt. Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.  Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu. Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði. Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu. Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.  
Tjaldsvæðið Raufarhöfn
Tjaldsvæðið á Raufarhöfn er staðsett við grunnskólann og íþróttamiðstöð bæjarins. Þjónustuhús með vaski, salerni og sturtu er á staðnum. Tjaldsvæðið er skemmtilega byggt í skeifu sem umliggur svæðið.  Á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar og nestisborð. Finnið okkur á Facebook hér.
Tjaldsvæðið Skagaströnd
Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Í miðju svæðisins er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar stóðu. Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg. Runnar skipta svæðinu upp í nokkra reiti sem skapa þægileg umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.Aðstaðan Í þjónustuhúsinu eru vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til að matast innanhúss fyrir þá sem það vilja og vaskur til uppþvotta. Þar má einnig fá margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn. Framar öllu ber að nefna tvo veglega bæklinga um gönguleiðir á Spákonufellshöfða og á fjallið Spákonufell. Þarna er einnig gestabók og eru ferðalangar beðnir um að rita nöfn sín í hana. Ferðafólk er beðið um að ganga vel um og skilja þannig við bæði tjaldsvæðið og þjónustuhúsið þannig að aðrir geti líka notið dvalarinnar.Opnunartími Tjaldsvæði er opið frá byrjun maí og fram í byrjun september. Verð 2020 Verð fyrir fullorðna: 1.250 kr. Börn (16 ára og yngri): Frítt Rafmagn 1000 kr. sólarhringurinn Þvottavél, Þurrkari; 400 kr. hvert skipti Sturta 500 kr.
Tjaldsvæðið v/ Hegranes
Einkatjaldstæði fyrir hópa!  Frábært svæði fyrir ættarmótið, afmælið, brúðkaupið eða vinahittinginn. Húsið sem er um 270 fm, tekur um 110 manns í sæti (borð og stólar eru á staðanum). Í húsinu eru fjögur salerni, eldhús með uppþvottavél, ískáp, eldavél og kaffikönnu. Í húsinu eru dýnur og gistileyfi fyrir 20 manns. Í kringum húsið er stærðar lóð sem nýtist sem tjaldstæði fyrir hópinn og rafmagn sem hægt er að nýta til að tengja hýsi sem þess þurfa. Stutt er í innigistingu í nágrenninu, svo ef einhverjir í hópnum vilja ekki vera í tjöldum eða á dýnum er hægt að leigja frábær herbergi bæði í Keldudal, Ríp og á Hellulandi en aðeins örfáir km eru í alla þessa ferðaþjónustuaðila.  Verð 2020:Hópatjaldsvæði með inniaðstöðu (Innifalið tjaldstæði, inniaðstaða og rafmagn. Þrif greiðast aukalega).Helgin:  75.000 kr. Eða 95.000 kr með þrifumVirkur dagur:  35.000 kr. Eða 50 þús kr. Með þrifum.
Tjaldsvæðið Dalvík
Tjaldsvæðið er við suðurinnkeyrsluna í bæinn (þegar komið er frá Akureyri) alls 9.500 fermetrar að stærð.  Það stendur við hlið íþróttasvæðisins, skólans og Sundlaugar Dalvíkur. Í kring er góð aðstaða til leikja fyrir börn, grasbalar fyrir leiki og boltaspark, gervigras sparkvöllur, körfuboltavöllur og ýmis leiktæki. Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður. Hægt er að komast í þvottavél, þurrkara og aðstöðu til að þurrka skóbúnað. Einnig er rennandi vatn fyrir áfyllingar á vatnstanka og niðurfall fyrir losun ferðaklósetta. Aldurstakmark er 18 ár nema í fylgd með forráðamönnum. Starfsmenn á vegum tjaldsvæðis munu sjá um að rukka aðgang að tjaldsvæðinu. Þeim tilmælum er þó beint til gesta að hafa samband í síma 625-4775 til að greiða fyrir gistingu og afnot af rafmagni eftir því sem við á ef starfsmenn hafa ekki haft samband fyrir brottför. Í Sundlaug Dalvíkur er einnig að finna upplýsingar um Dalvíkurbyggð og nágrenni og starfsfólk leitast við að aðstoða gesti ef upplýsingar vantar. Opnunartími:15. maí til 15. September  Verðskrá 2024:Fullorðnir: 2.450krBörn: Frítt fyrir 14 ára og yngriEldri borgarar og öryrkjar: 1.500krÞvottavél: 800krÞurkari: 800krRafmagn: 1.300krGistináttaskattur: 333kr á hverja einingu 
Tjaldsvæðið Ólafsfirði
Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Opnunartímar tjaldsvæða er frá 15. maí - 15. október VERÐ : Fullorðnir: 1.400 kr. Eldri borgarar og öryrkjar: 1.200 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri Rafmagn: 1.200 kr. Með hverri gistinótt á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði fylgir einn sundmiði pr. gest.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Tjaldsvæðið Vogum - Vogar ferðaþjónusta
Tjaldsvæðið Vesturdal - Vatnajökulsþjóðgarður
Í Vesturdal er lítið tjaldsvæði sem er alla jafna opið frá miðjum júní og fram í miðjan september. Svæðið er einungis ætlað tjöldum. Hvorki rafmagn né heitt vatn er í boði. Símasamband á svæðinu er slitrótt. Ekki er hægt að bóka fyrirfram gistingu á tjaldsvæðinu í Vesturdal. Landverðir sjá um innheimtu gistigjalda. Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í upplýsingahúsi í Vesturdal áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun.
Dalakofinn Tjaldsvæði
Tjaldsvæði Dalakofans er staðsett við íþróttavöllinn á Laugum. Sundlaugin á Laugum og 6 holu golfvöllur eru í göngufæri við tjaldsvæðið. Í vallarhúsinu eru flestir þjónustupunktar tjaldstæðisins, en þar er að finna salerni, sturtur, þvottavél og þurrkara. Á efri hæðinni er svo eldunaraðstaða, borð, stólar og sófar. Þar er einnig aðstaða fyrir svefnpokagistingu. Tjaldsvæðið er rekið undir sama hatti og verslun og veitingastaður bæjarins, Dalakofinn. Þangað er hægt að sækja hina og þessa þjónustu. Opnunartími 1. maí - 15. september Verð á tjaldsvæði: Fullorðnir: 1.800 kr nóttin á mann Eldri borgarar og öryrkjar: 1.400 kr nóttin á mann Börn: Frítt fyrir yngri en 14 ára Fjórða nóttin frí. Rafmagn: 700 kr nóttin Þvottavél: 700 kr skiptið Þurrkari: 700 kr skiptið Svefnpokapláss: 3.000 kr. Frítt þráðlaust internet.
Tjaldsvæðið á Siglufirði
Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ frá svæðinu við snjóflóðavarnargarðinn. VERÐ : Fullorðnir: 1.600 kr. Eldri borgarar og öryrkir: 1.380 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri Rafmagn: 1.400 kr. Þvottavél; 600 kr. Þurrkari: 600 kr. Gæludýr eru leyfð á svæðinu ef þau eru í taumi og eru ekki með ónæði. Gott eldhús er í aðstöðuhúsi og 2 sturtur.Aðgengi fyrir fatlaða Umsjónarmaður Guðmundur Ingi sími 663-5560Netfang þjónustuaðila: gistihusjoa@gmail.com Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar sími: 464-9215
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun. Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Tjaldsvæðið Bakkafirði
Tjaldsvæðið á Bakkafirði er staðsett í miðju þorpinu. Hægt er tengjast rafmagni, auk þess sem baðaðstaða er í nærliggjandi gistiaðstöðu. Frá Bakkafirði er stutt í fjölmargar gönguleiðir svo sem út á Digranes eða út í Viðvík. Þá er Bakkafjörður við annan enda Norðurstrandarleiðar eða Artic Coast Way, sjá https://www.arcticcoastway.is/ Á Bakkafirði er nú rekið gistiheimili við hliðina á tjaldsvæðinu og lítil verslun og kaffihús við gömlu höfnina r er í uppbyggingu. Þar er einnig bensín og díselolíu afgreiðsla. Leiktæki fyrir ung börn við gistiheimilið. Á Bakkafirði er fiskvinnsla og fiskveiðar og er nýja höfnin ein allra löndundarhæsta smábátahöfn landsins. Í nágrenni Bakkafjarðar er sundaug á Þórshöfn og góð aðstaða þar. Einnig er stutt yfir í sundlaugina í Selárdal frá Bakkfirði. Ein elsta trékirkja landsins og sóknarkirkja Bakkfirðinga, er á Skeggjastöðum, en hún var reist árið 1845.
Tjaldsvæðið v/ Hóla í Hjaltadal
Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið bæði fyrir vana og óvana.   Á tjaldstæðinu er salernisaðstaða með köldu og heitu vatni. Ekkert rafmagn er á tjaldstæðinu en það er einmitt ein af ástæðunum sem gerir þetta svæði eins sjarmerandi og raun ber vitni. Frábært svæði fyrir þá sem vilja ekta gamladags útilegu þar sem tengin við náttúruna er allsráðandi. Um 25 mín akstur er í sundlaugina á Hofsósi, sem er margverðlaunuð fyrir hönnun auk þess að vera með einstakt útsýni yfir Skagafjörðinn. ATH. Tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.
Tjaldsvæði Grímseyjar
Tjaldsvæðið í Grímsey er miðsvæðis í þorpinu, fyrir aftan sundlaugina. Gestir tjaldsvæðisins hafa afnot af sturtu og snyrtingum með heitu og köldu vatni inni í sundlaugarhúsnæðinu. Eitt verð er í gildi fyrir gesti tjaldsvæðisins kr. 1.500 á mann / nóttin. Frítt fyrir börn undir 18 ára.
Tjaldsvæðið Hauganesi
Á Hauganesi er nýtt tjaldsvæði sem er opið yfir sumartímann bæði fyrir tjöld, stærri hýsi og húsbíla. Þar eru rafmagnstenglar, ný salerni og sturtuaðstöðu og stutt á veitingastaðinn Baccalá bar og heitu pottana í Sandvíkurfjöru.   Tjaldsvæðið er á rólegum og skjólsælum stað og með tímanum verður hann í miðjum trjálundi þar sem búið er að gróðursetja í kringum svæðið. Verð: 12 ára og eldri: 1.500 kr sólarhringurinn, Eldri borgarar/öryrkjar: 1.000 kr sólarhringurinn Frítt fyrir börn undir 12 ára Rafmagn 1.000 kr sólarhringurinn. Nánari upplýsingar á Baccalá bar, í síma 620 1035
Tjaldsvæðið v/ Hrafnagil
Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni auk snyrtinga.  Einnig eru snyrtingar og sturta í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun. Gjaldskrá tjaldsvæðis 2022 Frítt fyrir börn 0-17 ára í fylgd með forráðamönnum. Tjald/húsbíll 1.500 kr. pr. mann. nóttin Rafmagn fyrir húsbíl  1000 kr. á sólarhring Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun er í maí og september þegar vel viðrar. Sparkvöllur og íþróttavöllur eru fast við tjaldsvæðið sem og leiksvæði Hrafnagilsskóla þar sem víkingaskip, litlir leikkofar og sandkassar hafa í áranna rás verið vinsæl leiksvæði barna.
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki
Tjaldstæðið á Sauðárkróki er staðsett miðsvæðis í bænum, við hliðina á Sundlauginni. Í þjónustuhúsinu við tjaldsvæðið er heitt og kalt vatn, sturtur, salerni, þvottavél og aðgengi fyrir fatlaða. Hægt er að kaupa rafmagn og losa ferðasalerni. Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslanir, sýningar, veitingastaði, golfvöll o.þ.h. Við hlið tjaldsvæðisins er ærslabelgur  sem tjaldgestum er frjálst að nota. ATH. Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þrem tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.
Tjaldsvæðið Kópaskeri
Tjaldsvæðið á Kópaskeri er við innkeyrsluna inn í þorpið. Þjónustuhúsið með tveim vöskum, sturtu og einu salerni blasir við en tjaldsvæðið sjálft er neðan við bakkann. Þar er mjög skjólgott úr öllum áttum nema sunnanátt. Á tjaldsvæðinu er kolagrill, rafmagnstenglar og þvottasnúra ásamt pikknik borðum. Á Kópaskeri er heilsugæsla, útibú Lyfju, útibú Landsbankans, Skerjakolla (verslun), vínbúð, hárskeri og Röndin vélaverkstæði.  Á Kópaskeri er Skjálftasetur, Byggðasafn sem er rétt utanvið þorpið,  9 holu púttvöllur, leiktæki og margt fleira. Margar góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og eru sýndar á korti við tjaldsvæðið. Í góðu veðri liggja selir á steinum við ströndina en einnig er fjölbreytt fuglalíf í þorpinu og allt í kring.
Tjaldsvæðið Húsavík
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi. Rótgróið tjaldsvæði á Húsavík, í göngufæri frá sundlaug og verslun.  Á tjaldsvæðinu eru tvær sturtur, þvottavél og salerni. Frítt internet. Verð sumar 2024: Fullorðnir: 2.000kr á mann á nóttÖryrkjar og eldri borgarar: 1.500kr á mann á nóttBörn: Frítt fyrir 14 ára og yngri Rafmagn: 1.300kr á dagÞvottavél: 800krÞurrkari: 800kr Gistináttagjald: 333kr
Vaglaskógur Tjaldsvæði
Skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði fyrir tjöld, hýsi og húsbíla sem bjóða upp á salerni fyrir hreyfihamlaða og með góðu aðgengi fyrir hjólastóla á flestum svæðum. Allar bókanir fara fram á parka.is. Stórarjóður (B) býður upp á rafmagn og salerni fyrir hreyfihamlaða og er rólegt svæði sem ætlað er þeim sem vilja slaka á og taka því rólega. Hróarsstaðanes (C,D) er stærsta svæðið, staðsett við Fnjóskánna. Á þessu svæði er salerni, rafmagn, sturtur, þvottavél, þurrkari og aðalleiksvæðið (ærslabelgur, klifurpýramídi, lítill fótboltavöllur og sandkassasvæði). Flatagerði (E) er með rafmagn, sturtur, þvottavél, þurrkari, salerni fyrir hreyfihamlaða, ásamt litlu leiksvæði með vegasalti og rólum. Þetta svæði er aðliggjandi fastleigustæðunum. Brúarlundur (A) hefur salerni en ekkert rafmagn, og hentar vel fyrir stuttar dvalir og náttúruunnendum. Boðið er upp á forbókanir í Stórarjóðri (B) og Flatagerði (E). Vaglaskógur er einn fallegasti birkiskógur landsins með miklum möguleikum til útivistar. Tjaldsvæðin eru tengd víðfeðmu göngustíganeti sem liggur um Vaglaskóg og göngustígakort er hægt að nálgast við upplýsingaskilti í skóginum og hjá starfsfólki. Stutt er í Akureyri (17km í gegnum Vaðlaheiðargöng), golfvöll með veitingaskála (3km), sundlaug með verslun og mini-golfi (12km). Verð á nótt: 2000 kr á mann1500 kr fyrir eldri borgara og öryrkja1300 kr fyrir rafmagn per nótt Sturtugjald: 500 kr (klink) fyrir 5 mínútur af heitu vatniÞvottavél/þurrkari: 500 kr (klink) *Hægt er að fá skiptimynt hjá tjaldvörðum FRÍTT er fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamanni. Án fylgdar forráðamanns er aldurstakmarkið á tjaldsvæðunum 18 ár. Nokkrir punktar til að hafa í huga:- Við flokkum rusl í Vaglaskógi og biðjum við tjaldsvæðagesti að gera slíkt hið sama á meðan dvölinni stendur - Lausaganga hunda og katta er bönnuð, en leyfilegt er að hafa dýrin í taumi - Hægt er að kaupa skott/millistykki fyrir rafmagnstengingu hjá tjaldvörðum. Símanúmer tjaldsvæða er: 860 4714  
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Tjaldsvæðið á Akureyri - Hamrar við Kjarnaskóg
Verð 2024: Gistigjald fyrir eina einingu pr. nótt er kr. 333.Gistigjald fyrir einn eina nótt er kr. 2.350.Gistigjald fyrir eldriborgara og öryrkja kr. 1.950Gjald fyrir aðgang að rafmagni einn sólarhr. er kr. 1.450Gjald fyrir afnot af þvottavélum og þurrkara er kr. 1.000 fyrir hvert tæki.Gjöld eru með virðisaukaskatti.  Þeir sem greiða fyrir fleiri en eina nótt geta fengið afslátt af gistigjaldi. Gistináttaskattur 300 kr pr einingu er innifalinn í gistigjladi fyrir hverja einingu
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Tjaldstæðið á Hofsósi er skjólgott tjaldsvæði með rafmagni og aðstöðuhúsi með köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í hina nýju, margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi.   Ýmis afþreying er í boði á Hofsósi og í sveitum í kring. Má þar nefna gönguferðir um gamla bæinn við Pakkhúsið og bryggjuna, niður í Grafarós og Staðarbjargarvík, fara í sund í hinni margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi, kíkja í Vesturfarasetrið og á Samgönguminjasafnið í Stóragerði. Þórðarhöfði er skammt undan, en gönguferð í Þórðarhöfða er stórkostleg upplifun. Góðir veitingastaðir eru á Hofsósi.   Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði. Opnunartími er frá miðjum maí og fram á haust, en endaleg lokun fer eftir veðri. Flott aðstaða í fallegu umhverfi.
Glaðheimar
Sumarhúsin eru til leigu allt árið. Gistirými í 20 velbúnum húsum fyrir allt að 110 manns. Heitir pottar eru við flest húsin. Búið í fallegu sumarhúsi, í frábæru umhverfi og látið ykkur líða vel. Bjóðum auk þess upp á svefnpokapláss. Við viljum vekja athygli á að glæsileg ný sundlaug var opnuð á Blönduósi sumarið 2010.   Afgreiðsla Glaðheima er í upplýsingamiðstöðinni í Brautarhvammi við þjóðveg 1. Utan opnunartíma er alltaf svarað í síma 820 1300 eða 690 3130.
Tjaldsvæðið Grenivík
Tjaldsvæðið á Grenivík var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára. Í Íþróttamiðstöðinni á Grenivík er nýleg 16,67 m sundlaug, heitapottur, gufuklefi, rækt, samkomu- og íþróttasalur. Opnunartími20. maí og eitthvað fram á haust. ATH: Opnunartími tjaldstæðis fer reyndar eftir tíðarfari. Það er opið út september ef veður leyfir
Tjaldsvæðið Systragili
Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.               Tjaldsvæðið Systragil er 13 km frá Akureyri í austurátt við bæinn Hróarsstaði við veg 833, fimm km frá þjóðvegi 1, staðsett gegnt stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi. Einnig er gistiheimilið Rjúpa í landi Hróarsstaða. Á tjaldsvæðinu er gott aðgengi að rafmagni, upphituð klósett og rúmgóð sturta, aðstöðuhús þar sem hægt er að elda og matast og frítt internet. Í næsta nágrenni er sundlaug á Illugastöðum. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili.  Mikill gróður og lækurinn Systralækur. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum. Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í 9 holu golfvöll, Lundsvöllur (3 km), Goðafoss (25 km), Akureyri  (13 km)  Húsavík  (65 km) og Mývatnssveit (65 km).Akureyri  (13 km), Laufás (20 km), Goðafoss (25 km), Húsavík  (65 km) og Mývatnssveit  (65 km). Verð fyrir fullorðna: 1.900 kr Eldri borgarar og öryrkjar: 1.400 kr Verð fyrir börn: Frítt fyrir 15 ára ogyngri í fylgd með fullorðnum Þvottavél: 500 kr Rafmagn: 1.000 kr Sturta: 200 kr  
Tjaldsvæðið Varmahlíð
Tjaldsvæðið í Varmahlíð hefur verið valið tjaldsvæði ársins samkvæmt vinum Floridana Safar á Facebook. Friðsæll og skjólgóður staður með snyrtilegum salernum, heitu og köldu vatni og rafmagni. Þvottavél, þurrkari og sturta er einnig á staðnum. Stutt er í alls kyns afþreyingu. Á tjaldsvæðinu sjálfu er svokallaður Ærslabelgur þar sem tugir barna geta skemmt sér tímum saman. Tveir fótboltavellir eru við tjaldsvæðið og aðeins 250 m. ganga eftir fallegum skógarstíg að sundlaug sem skiptist í tvær laugar; 25 m. laug og 8 m. barnalaug með tveimur rennibrautum. Þar er einnig heitur pottur og sauna. Upplýsingamiðstöð er í Varmahlíð þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi afþreyingu, gönguleiðir, þjónustu, söfn, kirkjur og fl. ATH. Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þrem tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði. Tjaldstæðið er opið yfir sumartímann frá miðjum maí fram í miðjan september.
Áfangi
Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum.  Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi. Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum.  Svefnpláss á dýnum í setustofu.  Hægt að fá uppábúin rúm. Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa.  Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.Veitingasala og verslun er í Áfanga.  Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat.  Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram.  Bjór, gos og sælgæti er til sölu. Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.   Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag. GPS: N65°08,701 W19°44,148 Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.

Aðrir (12)

Tjaldsvæðið á Borðeyri Borðeyri 500 Staður 849-7891
Farfuglaheimilið Sæberg Reykjaskóli, Hrútafjörður 500 Staður 894-5504
Tjaldsvæðið Kirkjuhvammi, Hvammstanga Brekkugata 12 530 Hvammstangi 899-0008
Langafit, gistiheimili Laugarbakki 531 Hvammstangi 451-2987
Lónkot Sveitasetur Sléttuhlíð 566 Hofsós 453-7432
Ártún Ferðaþjónusta Ártún, Grýtubakkahreppur 616 Grenivík 8923591
Gistihúsið Skeið Svarfaðardalur 621 Dalvík 866-7036
Heiðarbær Reykjahverfi 641 Húsavík 464-3903
Gistiheimilið Kiðagil Barnaskóla Bárðdæla 645 Fosshóll 464-3290
Ferðaþjónustan Bjarg Bjarg 660 Mývatn 464-4240
Gistihúsið Grímsstöðum Grímsstaðir á Fjöllum 660 Mývatn 464-4292
Nýidalur - Ferðafélag Íslands Mörkin 6, 108 Reykjavík 568-2533