Það eru fjölmörg tjaldstæði um allt Norðurland, flest opin frá maí og fram í september. Hægt er að mæta með gamla góða tjaldið og upplifa alvöru útilegustemmningu. Aðrir kjósa að vera með fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Hvað sem verður fyrir valinu þá myndast alltaf skemmileg stemmning á tjaldsvæðum. Yfirleitt eru aðstæður skemmtilegar fyrir fjölskyldufólk og hreinlætisaðstæður góðar. Það er líka svo gaman að kynnast nýju fólki á ferð um fallega landið okkar og skiptast á sögum úr ferðalaginu.
Heimilt er að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi. Landeigendur þurfa að gefa til kynna undantekningar á þeirri reglu með merkingum. Af tillitssemi við landið og eigendur þess ættu menn þó að nýta sér merkt tjaldsvæði verði því við komið og ekki tjalda nærri bæjum án leyfis. Hópum ber undantekningarlaust að ráðfæra sig við rétthafa lands ef þeir hyggjast slá upp tjaldbúð utan merktra tjaldsvæða.
Óheimilt er að tjalda innan þéttbýlis, utan tjaldsvæða.
Aðrir (12)
Tjaldsvæðið á Borðeyri | Borðeyri | 500 Staður | 849-7891 |
Farfuglaheimilið Sæberg | Reykjaskóli, Hrútafjörður | 500 Staður | 894-5504 |
Tjaldsvæðið Kirkjuhvammi, Hvammstanga | Brekkugata 12 | 530 Hvammstangi | 899-0008 |
Langafit, gistiheimili | Laugarbakki | 531 Hvammstangi | 451-2987 |
Lónkot Sveitasetur | Sléttuhlíð | 566 Hofsós | 453-7432 |
Ártún Ferðaþjónusta | Ártún, Grýtubakkahreppur | 616 Grenivík | 8923591 |
Gistihúsið Skeið | Svarfaðardalur | 621 Dalvík | 866-7036 |
Heiðarbær | Reykjahverfi | 641 Húsavík | 464-3903 |
Gistiheimilið Kiðagil | Barnaskóla Bárðdæla | 645 Fosshóll | 464-3290 |
Gistihúsið Grímsstöðum | Grímsstaðir á Fjöllum | 660 Mývatn | 464-4292 |
Ferðaþjónustan Bjarg | Bjarg | 660 Mývatn | 464-4240 |
Nýidalur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 |