Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið Bakkafirði

- Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið á Bakkafirði er staðsett í miðju þorpinu. Hægt er tengjast rafmagni, auk þess sem baðaðstaða er í nærliggjandi gistiaðstöðu. Frá Bakkafirði er stutt í fjölmargar gönguleiðir svo sem út á Digranes eða út í Viðvík. Þá er Bakkafjörður við annan enda Norðurstrandarleiðar eða Artic Coast Way, sjá https://www.arcticcoastway.is/

Á Bakkafirði er nú rekið gistiheimili við hliðina á tjaldsvæðinu og lítil verslun og kaffihús við gömlu höfnina r er í uppbyggingu. Þar er einnig bensín og díselolíu afgreiðsla. Leiktæki fyrir ung börn við gistiheimilið. Á Bakkafirði er fiskvinnsla og fiskveiðar og er nýja höfnin ein allra löndundarhæsta smábátahöfn landsins.

Í nágrenni Bakkafjarðar er sundaug á Þórshöfn og góð aðstaða þar. Einnig er stutt yfir í sundlaugina í Selárdal frá Bakkfirði. Ein elsta trékirkja landsins og sóknarkirkja Bakkfirðinga, er á Skeggjastöðum, en hún var reist árið 1845.

Tjaldsvæðið Bakkafirði

Tjaldsvæðið Bakkafirði

Tjaldsvæðið á Bakkafirði er staðsett í miðju þorpinu. Hægt er tengjast rafmagni, auk þess sem baðaðstaða er í nærliggjandi gistiaðstöðu. Frá Bakkafirð
Bakkafjörður

Bakkafjörður

Á Bakkafirði snýst lífið að mestu um fiskinn í sjónum og réttinn til að hafa lífsviðurværi sitt af veiðum á honum. Bakkafjörður býður upp á ótalmarga
North East Travel

North East Travel

Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar
Digranesviti

Digranesviti

Frá þorpinu á Bakkafirði liggur falleg gönguleið að Digranesvita. Gengið er á slóða alla leið. Vegalengd að vitanum er 3,5 km. Gott er að leggja upp í

Aðrir (2)

Gistihúsið Sæluvík Bjarg, Sæluvík 685 Bakkafjörður 778-6464
North East Travel Brekkustígur 1 685 Bakkafjörður 8924002