Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrir þá sem vilja gera vel við sig og kaupa gistingu með fullri þjónustu og þægindum, þá er hótel rétti kosturinn. Á Norðurlandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum, þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Hótel Mikligarður - Arctichotels
Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Starfsfólk okkar aðstoðar þig síðan eftir besta megni við að skipuleggja dvöl þína hér í fríinu og gera hana sem ánægjulegasta. Hótelið er vel staðsett í bænum með alla þá þjónustu sem hann hefur upp á að bjóða rétt innan seilingar s.s. 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, sundlaug, Minjahús, gólfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. 
Sæluhús Akureyri
LÚXUSSTÚDIÓÍBÚÐIR MEÐ SÉRVERÖND.Eldhúsaðstaða með tveimur hellum, örbylgjuofni, ísskáp og uppþvottavél.Kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og borðbúnaður fyrir fjóra.Fyrir pör og smærri fjölskyldur. Í íbúðunum er svefnaðstaða fyrir fjóra.Baðherbergi með sturtu.Tvö 90 sm. rúm. Í íbúðum með heitum potti er ferðarúm af stærðinni 135 x 195 sm. Gestir í stúdióíbúðum hafa aðgang að þvottahúsi í þjónustumiðstöð.Sjónvarp og ókeypis þráðlaus nettenging. Reykingar og dýrahald er ekki leyft. Gott aðgengi er á svæðinu  og  næg bílastæði. NÚTÍMALEG  OG GLÆSILEG HÚS.Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa og eldhús.Tvö hjónaherbergi og í því þriðja er koja fyrir þrjá (tvíbreið neðri koja).Verönd með húsgögnum, gasgrilli og heitum potti.Baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara.Fullbúið eldhús með eldavél og ofni, örbylgjuofni, ísskáp og uppþvottavél. Kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og borðbúnaður fyrir tíu.Sjónvarp, DVD-spilari og ókeypis þráðlaus nettenging. Reykingar og dýrahald er ekki leyft. Gott aðgengi er á svæðinu  og  næg bílastæði.
Sveitasetrið Hofsstöðum
Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi. Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar. Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1. Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is ) Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Hótel Laugarbakki
Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík. 198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244. 56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka. Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, tekatli-instant kaffi&te, baðvörum, og sloppum.Restaurant Bakki og Bakki Bar er á hótelinu. Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka, Ásdísarstofa fyrir minni fundi, Grettir fyrir stærri ráðstefnur. Heitir pottar og útisturtur eru á hótelinu frítt fyrir gesti.Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjumFrí bílastæðiÚtileiksvæði fyrir börnÝmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar. Birkividur studios Á Hótel Laugarbakka er aðstaða fyrir æfingar og upptökur á tónlist. Upptökubúnaður er á staðnum.Birkividur studios er ný aðstaða hjá okkur. Tilvalið fyrir tónlistarfólk: einstaklinga, kóra og hljómsveitir.Sigurvald Ivar Helgason er umsjónaraðili fyrir stúdióið og veitir allar upplýsingar: birkividurstudios@laugarbakki.is  Bakki veitingastaður Veitingastaðurinn Bakki er staðsettur á Hótel Laugarbakka. Markmiðið okkar er að vera eitt besta sveitahótel á landinu. Við leggjum áherslu á mat úr héraði, góður og ferskur matur úr sveitinni á sanngjörnu verði. Hráefni úr sýslunni er okkur hjartans mál, allt lambakjöt er úr Húnaþingi, nautakjöt frá bænum Jörfa, silungurinn af heiðinni og salat og jurtir frá gróðurhúsinu Skrúðvangi. Opin fyrir morgunmat og kvöldmat. Hádegishópa þarf að panta fyrirfram. Borðapantanir nauðsynlegar yfir sumartímann. Gestir velkomnir af götunni. Opnunartími veitingastaðar- morgunmatur: 0700 - 1000-hádegisverður: hlaðborð (panta fyrirfram)-kvöldverður: 1800-2200
Hótel Akureyri
Á jarðhæð er notalegur salur þar sem boðið er uppá fjölbreytt morgunverðarhlaðborð, en seinnipart eru hressingar af ýmsu tagi á boðstólnum með sérstakri áheyrslu á íslenska dýrindis bjóra og skosk malt viskí.   
Sigló Hótel
Sigló Hótel er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og hafa öll herbergin útsýni yfir fallega náttúru svæðiðsins, bæði haf og fjöll, og úr notalegu gluggasæti má fylgjast með daglegu lífi á hafnarsvæðinu. Hótelið sem opið er allan ársins hring býður upp á 61 classic herbergi, 4 lúxus herbergi og 3 svítur. Inn á hótelinu er veitingastaðurinn Sunna ásamt Lobbý barnum. Hinir tveir veitingastaðir hótelsins, Hannes Boy og Kaffi Rauðka, eru í göngufæri. Allir gestir hafa aðgang að heitum pottum og gufubaði. Hugguleg arinstofa með útsýni yfir hafið er staðsett á jarðhæð. Starfsfólk Sigló Hótel leggur sig fram við að bjóða gestum upp á notalegt og afslappandi umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði.
Fosshótel Húsavík
  Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns. 63 standard herbergi 47 deluxe herbergi Morgunverður í boði Samtengd fjölskylduherbergi Veitingahús og bar Fundaraðstaða Ókeypis þráðlaust net Veitingastaðurinn Moby Dick Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum.
Sel-Hótel Mývatn
Sel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar.  Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla. 54 herbergi Einstök staðsetning Frábær veitingarstaður Happy hour Persónuleg og góð þjónusta Morgunverðarhlaðborð innifalið
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið. Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins. Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Hótel Norðurljós
Hótel Norðurljós hefur verið hluti af sögu Raufarhafnar síðstliðin 40 ár. Það var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstelpur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstelpurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi, fyrst rekið sem sumarhótel, en sl. 10 ár hefur það verið opið allt árið um kring. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann. Útsýnið er einstakt. Á Hótelinu eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Þar eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á matseðlinum er lögð mikil áhersla á fisk. Þar má finna silung, lax, ýsu, þorsk, kola, lúðu, steinbít og karfa auk annara fisktegunda. Einnig má sjá hvalkjöt, svartfugl, hreindýr og ýmislega villibráð úr náttúru Íslands. Auk þessa er lambakjötið alltaf í sérflokki. Hraðréttir af grilli og pizzur eru ætíð vinsælar máltíðir, en einn réttur hefur notið sérstakrar vinsældar, en það er Skinnalónsborgarinn. Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir þá sem unna fallegri náttúru. Strandlengjan er vogskorin, þar sem skiptist á stórgrýtt annnes og sendnar víkur, sjávarlón og tjarnir. Þar er ekki þverfótað fyrir reka. Inni á Sléttunni eru nokkrir tugir vatna, sem flest eru iðandi af fiski. Fuglalíf er eitthvað það fjölskrúðugasta sem gerist á Íslandi. Gróður er mikill." Þú finnur okkur á Facebook hér Þá erum við á booking.com og hægt er að fá frekari upplýsingar um okkur og bókanir hér
Akureyri | Berjaya Iceland Hotels
Akureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd. 99 hótelherbergi 12 herbergi með hjólastólaaðgengi Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu Frítt internet Flott fundar- og veisluaðstaða Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga High Tea að breskri fyrirmynd
Mývatn | Berjaya Iceland Hotels
Löng hefð er fyrir því að taka vel á móti ferðamönnum á Mývatnssvæðinu og Berjaya Iceland Hotels hlakka til að viðhalda þeirri hefð. Staðsetning hótelsins er frábær og tilvalin dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni. Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum. Opnað í júlí 2018 59 hótelherbergi Herbergi með hjólastólaaðgengi Frábær staðsetning Veitingastaður og bar Frítt internet Stórbrotin náttúra
Hótel Kea - Keahotels
Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar, staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í þjónustu, verslanir, söfn, kaffihús og veitingastaði. Hótelið býður upp á vel búin herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnu- og fundarsali. Á Hótel Kea eru 104 smekklega innréttuð herbergi í klassískum stíl sem endurspeglar sögu hótelsins en það er eitt af lengst starfandi hótelum landsins. Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, útvarpi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari, hárblásari, baðvörur, RB rúm, skrifborð, strauborð og straujárn inn á öllum herbergjum. Fyrir þá sem kjósa rýmra herbergi er boðið upp á Superior og Deluxe herbergi ásamt Svítu á efstu hæð með útsýni fyrir miðbæ Akureyrar og Eyjafjörðinn. Á Hótel Kea eru þrír ráðstefnu- og fundarsalir sem rúma allt að 120 gesti. Salirnir eru allir vel tæknivæddir, búnir nýjust tækjum og búnaði til að halda fundi eða ráðstefnur. Salirnir henta einnig fyrir allt að 150 manna veislur hvort sem tilefnið er árshátíð, brúðkaup, afmæli, erfidrykkja eða aðrir viðburðir. Veitingastaður hótelsins, Múlaberg Bistro & Bar, er staðsettur inn af hótelbarnum. Þar setja matreiðslumeistararnir saman íslensk úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana. Hótel Kea er eitt af tveimur Keahótelum sem staðsett er á Akureyri. 
Hótel Dalvík
Hótel Dalvík er staðsett miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring.  Hótelið er í 3ja mínútna fjarlægð frá sjávarsíðunni. Það eru aðeins 600 m í sundlaug og aðeins í 35 mínútna akstur til Akureyrar. Hamar gólfvöllurinn er aðeins í 4ja km fjarlægð.  Hótelið býður upp á bæði herbergi með einkabaðherbergi og svo sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergi eru með aðgang að þráðlausu neti (Wi-Fi).  Í sameiginlegu rými er þvottaherbergi, garður og sólpallur með borðum. Í andyrinu er bar, setustofa og tölva tengd við Internetið.  Hægt er að fara ferðir um fjörðinn, í hvalaskoðun eða sjóstangveiði frá höfninni sem er aðeins í 250 m fjarlægð frá hótelinu. Ferjan til Grímseyjar fer frá Dalvík þrisvar sinnum í viku. Vinsælt er að fara á hestbak, á snjósleða og fjallaskíði í nágrenni.  
Fljótsbakki sveitahótel
Fljótsbakki er fullkomlega staðsett á milli Akureyrar, Mývatnssveitar og Húsavíkur í töfrandi umhverfi fjalla, vatna og dýra.  Það er stutt til allra átta og margt að sjá og geri í nágrenninu. Fljótsbakki er fjölskylduvænt þar sem börnin geta notið sín í öruggu umhverfi.  í boði eru 12 ný tveggja manna herbergi, árið 2016 var allt tekið í gegn og ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi áður verið fjós.  Veitingastaðurinn er opinn frá júní til september þar sem hægt er að fá heimagerðan mat í hádeginu og kvöldin. Reynt er eftir fremsta megni að vinna með mat úr sveitinni og að hann sé sem ferskastur.     
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Hotel Kaldi
Hotel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett á Árskógssandi. Þar eru 5 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi, flatskjá, skrifborði og kaffivél. Léttur morgunverður er innifalinn með gistingu.  Hótelið er í göngufæri við Bjórböðin, Bruggsmiðjuna Kalda og Hríseyjarferjuna. Aðeins tekur 10 mínútur að keyra til Dalvíkur og 30 mínútur til Akureyrar frá hótelinu. 
Husavik Cape Hotel
Cape hótel staðsett í hjarta bæjarins, Húsavík. Frá því er mjög gott útsýni yfir bæinn og höfnina og tekur aðeins um 5 mínútur að ganga t.d. að Hvalasafninu. Frábær staðsetning til að ferðast um Norðurland og skoða helstu náttúruperlur svæðisins eins og Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss og fleiri staði.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hótel í Sveinbjarnargerði
Hótel Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.
Lava apartments ehf.
Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru fimm studíó íbúðir, átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum. Allar einingar eru með sér baðherbergi og frítt internet í boði. Helsta einkenni Lava Apartments & Rooms er að staðsetningin gæti ekki verið betri. Aðeins nokkur skref í helstu veitingastaði, verslanir og fleira
Hótel Edda Akureyri
Hótelið er staðsett miðsvæðis á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og er starfrækt sem heimavist fyrir menntaskólana á veturna en á sumrin breytast vistirnar í fallegt hótel. Gamla vistin er með 72 herbergi - flest öll með handlaug og sameiginlegri - bað og salernisaðstöðu. Á nýju vistinni eru 132 Eddu Plús herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Stutt er í miðbæinn og sundlaugina frá hótelinu og ekki má gleyma lystigarðinum sem er við hliðina á hótelinu Aðstaða á staðnum: Alls 204 herbergi 132 Eddu PLÚS herbergi m/ baðherbergi, sjónvarpi og síma 72 herbergi m/ handlaug Kaffihús Fundarsalir Frítt internet Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður Afþreying í nágrenninu: Akureyrarlaug   Skrúðgarðar Skógargöngur Fjallaferðir og klifur Hvalaskoðun Hestaferðir Söfn Nyrsti 18 holu golfvöllur heims
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Hótel Tindastóll  Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma.  Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni. Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir. Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk. 
Fosshótel Mývatn
Fosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið. Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.  Ókeypis þráðlaust net Morgunverður í boði Ókeypis bílastæði Veitingastaður  Bar Fundaraðstaða Hleðslustöð  Hluti af Íslandshótelum.
Centrum Hótel
Centrum Hotel er staðsett við göngugötuna í hjarta Akureyrar. Þar sem frábært úrval er af veitingastöðum og kaffihúsum og má þar sérstaklega nefna Centrum Kitchen & Bar og Strikið. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugin, listasafnið, menningarhúsið Hof og tónleikastaðurinn Græni Hatturinn eru í göngufæri sem og allt það sem okkar fallegi miðbær hefur upp á að bjóða.  Centrum Hotel með veitingastaðnum Centrum Kitchen & Bar er fullkomin staður til að koma og njóta alls sem Akureyri hefur að bjóða og slaka á í notalegu umhverfi.   Hótelið skartar 14 tveggja manna herbergjum, Economy, Standard, Superior ásamt 5 stúdíó íbúðum sem hýsir allt að 4. Hluti af íbúðunum hafa aðgang að svölum sem snúa að göngugötunni.  Centrum Hotel býður upp á kaffi- og te stöð fyrir hótelgesti ásamt þvottaþjónustu. Morgunverðarhlaðborð er alla morgna frá 7:00-10:00. Einnig má finna fjölbreyttan matseðil fyrir hádegis- og kvöldverð.   Hlökkum til að taka á móti ykkur á Centrum Hotel! 
Hótel Laxá
Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað.  Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.   Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hótel Kjarnalundur
Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel í aðeins 3,5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hótelið hefur upp á að bjóða notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Náttúran umvefur hótelið sem gerir gestum kleift að endurnærast í snertingu við íslenska náttúru. Hótelið er staðsett í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Við bjóðum upp á einstaklings herbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi sem eru allt frá þriggja manna til sex manna.  Öll herbergin okkar eru með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Það er frítt þráðlaust net á öllu hótelinu. Hótelið er einnig með sumarhús (109 fm) í Kjarnaskógi. Hvert hús er með gistipláss fyrir sex manns í þremur svefnherbergjum. Í hverju húsi eru tvö baðherbergi, fullbúið eldhús, stór verönd með heitum potti og gas grilli. Tveir veitinga- og fundarsalir eru á hótelinu. Boðið er upp á morgunverð og kvöldverð á hótelinu. Kvöldverð þarf að bóka með fyrirvara. Góð fundaraðstaða er í boði og tökum við að okkur veislu- og fundarhald allt árið. Salirnir taka samtals allt að 170 manns. Við hótelið eru í boði úti heita pottar, infra rauður saunaklefi og möguleiki á að fara í nudd. Húsið er á fjórum hæðum og er lyfta í húsinu. Gott aðgengi er fyrir fatlaða um allt húsið og eru sérútbúin herbergi  fyrir hjólastóla. Í Kjarnaskógi rétt ofan hótelsins er meðal annars að finna gönguleiðir, blakvöll, leiktæki og sérhannaða fjallahjólabraut. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk.
Hótel Blönduós
Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann. Fjölbreytt úrval veitinga:  Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.   Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina.  Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti. 
Brimnes Bústaðir
Brimnes hótel og bústaðir er staðsett í Ólafsfirði í Fjallabyggð við Ólafsfjarðarvatn, en um leið mitt í jökulskornum Tröllaskaganum. 60 kílómetrum norðan við Akureyri og 18 kílómetrum norðan við Dalvík.  Átta finnskir bústaðir standa við norðurenda Ólafsfjarðarvatns. Heitir pottar eru á veröndum þeirra allra sem og eldunaraðstaða. Hótelið stendur nokkrum metrum norðan við bjálkahúsin og þar er boðið upp á gistingu í 11 tveggjamanna herbergjum með baði, setustofu og háhraða nettengingu. Það er nóg við að vera, bæði á staðnum og í næsta nágrenni.  Verið velkomin!
Hótel Siglunes
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
Hótel Natur
Hótel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á Þórisstöðum í Eyjafirði, miðsvæðis á Norðurlandi. Hlaða, fjós og vélageymsla hafa verið endurbyggð og breytt í hótel. Jafnvel gamall votheysturn er nýttur sem útsýnisturn. Við viljum tryggja gestum okkar sem best aðgengi að náttúru svæðisins með góðum göngustígum niður í fjöru og upp í fjall og bjóðum upp á létta afþreyingu úti sem inni.Verið hjartanlega velkomin og njótið kyrrðar með útsýni til allra átta.
Hótel Varmahlíð
Hótel Varmahlíð er staðsett í hjarta Skagafjarðar, Varmahlíð við þjóðveg 1 og er í u.þ.b. 3 ½ tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og til Akureyrar er einungis klukkustundar akstur. Hótelið býður upp á gistingu í 19 vel búnum herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingu og yfir sumarmánuðina er veitingastaður hótelsins opin öll kvöld og býður upp á matseðil sem inniheldur úrvalshráefni úr héraði.

Aðrir (11)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Deplar Farm Deplar 570 Fljót +1 970 237
Hótel North Leifsstaðir 2 600 Akureyri 835-1000
Hótel Norðurland Geislagata 7 600 Akureyri 4622600
Hafdals Hótel Stekkjarlækur 601 Akureyri 898-8347
Hótel Hálönd Heimaland 5 601 Akureyri 571-8030
Apt. Hótel Hjalteyri Hjalteyri 604 Akureyri 8977070
Hótel Rauðaskriða Rauðaskriða, Aðaldalur 641 Húsavík 8956730
Hótel Goðafoss Fosshóll 645 Fosshóll 865-7700
Hótel Laugar Laugar 650 Laugar 466-4009
Hótel Skúlagarður Kelduhverfi 671 Kópasker 465-2280