Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar, staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í þjónustu, verslanir, söfn, kaffihús og veitingastaði. Hótelið býður upp á vel búin herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnu- og fundarsali.
Á Hótel Kea eru 104 smekklega innréttuð herbergi í klassískum stíl sem endurspeglar sögu hótelsins en það er eitt af lengst starfandi hótelum landsins. Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, útvarpi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari, hárblásari, baðvörur, RB rúm, skrifborð, strauborð og straujárn inn á öllum herbergjum. Fyrir þá sem kjósa rýmra herbergi er boðið upp á Superior og Deluxe herbergi ásamt Svítu á efstu hæð með útsýni fyrir miðbæ Akureyrar og Eyjafjörðinn.
Á Hótel Kea eru þrír ráðstefnu- og fundarsalir sem rúma allt að 120 gesti. Salirnir eru allir vel tæknivæddir, búnir nýjust tækjum og búnaði til að halda fundi eða ráðstefnur. Salirnir henta einnig fyrir allt að 150 manna veislur hvort sem tilefnið er árshátíð, brúðkaup, afmæli, erfidrykkja eða aðrir viðburðir.
Veitingastaður hótelsins, Múlaberg Bistro & Bar, er staðsettur inn af hótelbarnum. Þar setja matreiðslumeistararnir saman íslensk úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana.
Hótel Kea er eitt af tveimur Keahótelum sem staðsett er á Akureyri.