Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bátaferðir

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Norðursigling Hvalaskoðun
Norðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum. Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.  Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu. Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“. Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum. 
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Gistiheimilið Básar
Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 
Akureyri Whale Watching ehf.
Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins. Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó. Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.   Áætlun: Akureyri Hvalaskoðun: Tímabil: Brottfarir: Lengd: 1.jan - 31. jan Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst 1. feb-31. mars Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. apr-31. maí Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls 1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls 1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst 1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst   *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst  Hvalaskoðun express:  Tímabil: Brottfarir: Lengd: 15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst 1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst 1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst  * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.
Arctic Sea Tours ehf.
Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður. Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com. Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!
Húsavík Adventures ehf.
Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík.  Smelltu hér til að skoða kynningarmyndbandið okkar!
Whale Watching Hauganes
Whale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.   Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.   Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.   Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur. Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.   Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is  
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.
Fairytale at sea
Fairytale At Sea er sæþotu afþreyingarfyrirtæki á Ólafsfirði sem býður upp á spennandi úsýnisferðir í óspilltri náttúru undir Ólafsfjarðarmúla og hæsta standbergi Íslands, Hvanndalabjargi.  Höfrungar, hvalir, lundar og selir verða oft á vegi okkar í þessum ævintýraferðum! 4 Yamaha Waverunner sæþotur sem hafa sæti fyrir tvo. Hámark 8 manns í hverri ferð.Leiðsögumaður fer með í hverri ferð.Allur hlífðarfatnaður og öryggisbúnaður innifalinn.Myndir/myndskeið úr ferðinni fylgir frítt.Einnig er í boði á sérferðir eftir óskum viðskiptavina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.fairytale.is   Verið hjartanlega velkomin til okkar.
Ferðamálafélag Hríseyjar
Hús Hákarla JörundarÍ þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma eða með tölvupósti. Opnunartími Virkir dagar:1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:001. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi. Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að hafa samband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.
Icelandic Adventures
 Vélsleðaferðir Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður uppá ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá semvilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi.  Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  
Sjóferðir Kela/Keli Sea Tours
Sjóferðir Kela/Keliseatours.is Keli Seatours/Sjóferðir Kela er lítið fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun á Akureyri sem hóf starfsemi sumarið 2017. Fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra, Áskelssona, sem gerðu upp gamlan eikarbát sem byggður var af föður þeirra, Áskeli Egilssyni, og félögum hans á Akureyri árið 1975.  Bátinn, sem var fiskibátur í um 40 ár, átti að rífa. Á tímabilinu maí til október eru í boði daglegar siglingar um Eyjafjörð, aðallega hvalaskoðun en einnig er möguleiki á sjóstöng eða einkaferðum sé þess óskað. Við bjóðum upp á frítt kaffi, heitt súkkulaði og kex um borð fyrir viðskiptavini.  Allir farþegar klæðast hlífðarfatnaði um borð (flotgöllum) til þæginda og öryggis og þá er að sjálfsögðu salerni um borð.  Gott er að vera í góðum skóm og taka með sér húfu og vettlinga.  Áætlaður ferðatími í hvalaskoðun er 3 tímar   facebook.com/keliseatours    
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari. Við bjóðum upp á:• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru; - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi. - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi. - Rescue diver – björgunarköfun - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun. Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan HjalteyriVið bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Drangeyjarferðir ehf.
Ferður út í Drangey frá Sauðárkróki hefjast 1. júní og eru til 20. ágúst. Förum daglega kl.9:30, og við bætum við ferðum eftir þörfum og óskum. Í maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi. Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum og er þar lundinn frægastur fugla. Ferðin í Drangey tekur ca. 4 klst. með siglingu, göngu, leiðsögn, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aðrir (4)

Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Special Tours Akureyri Oddeyrarbót 1 600 Akureyri 848-9038
Arctic See Angling and Hunting Böggvisbraut 6 620 Dalvík 663-8828
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun Helluhraun 15 660 Mývatn 899-6203