Dettifoss
Dettifoss er talinn aflmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Áin rennur um Jökulsárgljúfur sem eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þeir eru ófáir, staðirnir eins og þessi, þar sem maður upplifir smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss.
Frá vegi 85 liggur vegur 864 framhjá Dettifossi austanverðum að þjóðvegi 1. Vegur 864 er malarvegur og þarf ökuhraði að miðast við aðstæður hverju sinni. Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður seinnihlutann í maí eða í júní.
Vestanmegin er malbikaður vegur frá þjóðvegi 1 og alla leið að Ásbyrgi. Athuga þarf að þessi vegur er ekki í þjónustu frá 1.janúar til 30. mars.
Dettifoss er hluti af Demantshringnum.