Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jeppa og jöklaferðir

Ýmsir ferðaþjónustuaðilar sérhæfa sig í jeppaferðum af ýmsu tagi. Jeppaferð upp á jökul með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.

Imagine Iceland Travel ehf.
Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu.    Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.   Dæmi um ferðir. Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss) Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss) Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð) Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn ) Northern Lights ( Norðurljósaferð) Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð ) Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !   Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.  Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig. Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Nordic Natura
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.  Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is __________________________________________________________________________________ Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk  Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.  Tímabil: júní – septemberNánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is  __________________________________________________________________________________  Dagsferðir með Nordic Natura  Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.  Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
The Traveling Viking
The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa. The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa. Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.
Iceak
IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á. Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar. Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði. Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á: Vacated valley Off-road Tour Mývatn  Off-road Tour Laugarfell Off-road Tour Flateyjardalur Off-road Tour Askja Off-road Tour The Diamond circle Tour Mývatn  Tour Dettifoss Tour Laufás Tour Goðafoss Tour Fleiri ferðir koma fljótlega. ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.
Icelandic Adventures
 Vélsleðaferðir Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður uppá ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá semvilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi.  Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  
Askja - Mývatn Tours
Öskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu. Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið. Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda. Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil. Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
North East Travel
Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.
Iceland Fishing Guide
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. Sjá einnig www.icelandicadventures.is
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Star Travel
Star Travel var stofnað í júní 2013. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri sem hefur það að markmiði að vera með persónulega þjónustu og við ferðumst í smáum hópum. Star Travel er með dagsferðir frá Akureyri, Norðurljósaferðir, einkaferðir og einnig vinnum við með öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum og skipuleggjum hinn fullkomna dag.

Aðrir (14)

ONE LUXURY Skútuvogur 8 104 Reykjavík +3548242255
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Adventure Patrol sf. Flesjakór 13 203 Kópavogur 666-4700
Ferðaþjónustan Himnasvalir Egilsá 560 Varmahlíð 4538219
Top Mountaineering / Top Trip Hverfisgata 18 580 Siglufjörður 8984939
Trans - Atlantic Tryggvabraut 22 600 Akureyri 588-8900
Extreme Icelandic Adventures Súluvegur 600 Akureyri 862-7988
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429
Arctic fox travel Pétursborg 601 Akureyri 823-9296
KIP.is Álfasteinn 650 Laugar 6505252