Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Barir eru víðsvegar um Norðurland og einnig á flestum hótelum. Notarlegt að setjast niður í góðra vina hóp með svalandi drykk í hönd og ræða ferðalag dagsins. 

Lyst
LYST er veitingastaður og menningarvettvangur staðsettur í hjarta Lystigarðsins á Akureyri. Best þekkt fyrir hádegismatseðilinn okkar þar sem fiskur & grænmeti eru í aðalhlutverki, og leggjum áherslu á að búa til bragðgóða rétti úr fersku, staðbundnu hráefni til að skapa hina fullkomnu hádegisupplifun. Njóttu dagsins með glasi af  náttúruvíni eða hágæða handverkskaffi fyrir fullkomna heildarupplifun. Í fallegu umhverfi Lystigarðsins er LYST einnig einstakur vettvangur fyrir tónleika og aðra viðburði. 
Götubarinn
Götubarinn er bar í hjarta bæjarins og stendur við Göngugötuna. Innréttingar og útlit staðarins ríma við hina gömlu Akureyri og má þar sjá ýmsar skírskotanir í liðinn tíma. Götubarinn er rómaður fyrir einstaka píanóstemningu á landsvísu sem myndast þar um helgar og er hverjum þeim sem kann frjálst að spila. Mikið úrval bjórtegunda fæst á staðnum. Opnunartími: Opnunartíminn er fimmtudagur 19-01 Föstudagur 19-03 Laugardagur 19-03:30
Segull 67 Brugghús
Segull 67 er fjölskyldurekið brugghús, staðsett á Siglufirði í gamla frystihúsinu sem hefur verið tómt til margra ára. Árið 2015 var hafist handa og gamla frystihúsið fékk nýtt hlutverk. Verksmiðjan sjálf er inni gamla frystiklefanum og smökkunar barinn þar sem fiskurinn var frystur í pönnur og fyrir ofan allt saman var sjálf fisk vinnslulínan. Nú er hægt að taka brugghús kynningu um verksmiðjuna og smakkað á handverks bjórum. 
Akureyri | Berjaya Iceland Hotels
Akureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd. 99 hótelherbergi 12 herbergi með hjólastólaaðgengi Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu Frítt internet Flott fundar- og veisluaðstaða Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga High Tea að breskri fyrirmynd
Hótel Laxá
Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað.  Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.   Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Baccalá Bar
Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn. Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00. Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð. Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur. Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 
Akureyri Backpackers
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers. Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara. Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga. • Morgunverður • Uppábúin rúm • Eldhús og grillaðstaða • Veitingasala • Þráðlaust internet • Sturtur • Gufubað • Skíðageymsla • „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk • Þvottavélar • Upplýsingamiðstöð • Læstir skápar • Farangursgeymsla • Hópar velkomni   Bestu kveðjur/Best regards Akureyri Backpackers staff
Hótel Siglunes
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
Gamli Baukur
Innandyra er Baukurinn hlýlegur, sjórekinn viðurinn kallast á við ýmsa muni tengda sjósókn og gömul gildi eru í hávegum höfð, gamlir skipakastarar og koparluktir skapa þægilega og rólega stemningu og fyrir utan gluggann vagga bátarnir í höfninni. Á Gamla Bauk er rekinn metnaðarfullur veitingastaður þar sem matseðillinn samanstendur af réttum úr ýmsum áttum og er hráefnið ávallt fengið brakandi ferskt frá birgjum úr nágrenninu. Bjór- og vínseðlar eru fjölbreyttir og starfsfólkið boðið og búið til ráðlegginga varðandi val á vínum með mat. Kaffidrykkir fást í úrvali ásamt eftirréttum. Á kvöldin skapast þægileg kráarstemning á Bauknum. Mikið úrval drykkja prýðir barinn og hægt er að panta sér smárétti eða grípa í spil. Um helgar dunar dansinn á Skipasmíðastöðinni, tónleikar, böll og diskótek meðan rólegri gestir geta haft það náðugra á Gamla Bauk yfir drykk.
Grand-Inn Bar and Bed
Bar og gistiheimili í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki.  Upplýsingar um opnunar tíma finnast á Facebook síðu Grand-Inn Bar and Bed.  
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Krúttið
Krúttið er nýjasta viðbótin í rekstri Hótels Blönduóss í Gamla bænum á Blönduósi. Krúttið er viðburða- og tónleikarými. Í Krúttinu verður hægt að halda veislur, tónleika, uppistand og fleira.  Opnunartíminn er breytilegur en tengist því þegar eitthvað er um að vera í Krúttinu. Fylgist með á FB síðu Krúttsins og á FB síðu hótelsins.   
Holtið Kitchen bar
Við erum með sveigjanleg með opnunartíma þegar eitthvað er um að vera. Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil. Leggjum áherslu á nýjan fisk, lambakjöt frá svæðinu, heimabakað brauð, ferskt grænmeti og gómsæta eftirrétti. Allir helstu leikir eru sýndir á stóra skjánum. Skemmtilegt og rúmgott barnahorn. Hafið samband og fáið tilboð fyrir hópa og/eða sérstök tilefni. 

Aðrir (9)

Hólanes veitingar ehf. Hólanesvegur 11, Kantrybaer 545 Skagaströnd 6912361
R5 Bar Ráðhústorg 5 600 Akureyri 412-9933
Bláa Kannan Hafnarstræti 96 600 Akureyri 461-4600
Aurora restaurant Þingvallastræti 23 600 Akureyri 518-1000
Ölstofa Akureyrar Kaupvangsstræti 23 600 Akureyri 896-3093
Græni Hatturinn Hafnarstræti 96 600 Akureyri 461-4646
Eyja - Vínbar og Bistro Hafnarfstræti 90 600 Akureyri 853-8002
Húsavík Öl Héðinsbraut 4 640 Húsavík 789-0808
Skerjakolla Bakkagata 10 670 Kópasker 465-1150